Skólablaðið - 01.03.1985, Side 23
s
Birgir Armannsson
Hinn fullkomni MR-ingur
Fyrir tæplega tuttugu árum varð í
hinum vestræna heimi róttæk
umbylting á lífsviðhorfum. Guðstrú
og góðir siðir urðu að víkja fyrir
„samfélagslega meðvitaðri umhverf-
isvitund". Ættjarðarást var þokað
burt af „víðum, breiðum og djúpum
skilningi á öllu og öllum, jafnvel viti
firrtum mannætum í myrkviðum
frumskóganna“. Heilbrigð sjáfs-
bjargarviðleitni í fjármálum heimil-
anna varð skyndilega „firrt kapp-
hlaup eftir efnalegum gæðum í
ómannúðlegu markaðsskipulagi".
Andúð á svalli og saurlífi, eiturlyfja-
neyslu og „frjálsum ástum" var köll-
uð fordómafull þröngsýni.
Þessi viðhorf fylgdu hinni svoköll-
uðu ’68-kynslóð, hippunum og öðr-
um óþjóðalýð, því æskufólki, sem á
síðustu árum sjöunda áratugarins
vildi breyta heiminum og hélt, að til
þess nægði kærleikurinn einn. Sjónar-
mið af þessu tagi áttu meðal annars
nokkurn hljómgrunn í Menntaskól-
anum í Reykjavík. Höfðu þau ákaf-
lega óæskileg áhrif á marga nem-
endur þar, eins og að líkum lætur.
Flestir þeirra hafa þó náð sér, enda
þroskast og vitkast með vaxandi lífs-
reynslu. En hinir veiklyndari og við-
kvæmari hafa margir ekki enn borið
sitt barr, svo mjög spillti þetta lífi
þeirra.
Ekki ætla ég mér að skýra, hvernig
á þessari hugarfarsbyltingu stóð,
ástæðurnar eru mýmargar. En hitt er
víst, að þessi brimalda breyttra við-
horfa hefur skollið á sjávarströndinni,
og nú er útsogið komið. Afturhvarf til
fyrri hugmynda og hátta er áberandi.
Klæðnaður hefur orðið snyrtilegri,
hár karlmanna styst á ný, ekki er
lengur „púkó“ að þvo sér. Og svo má
lengi telja.
Framvinda mála hefur sýnt, svo að
ekki verður um villst, að flestar hug-
myndir og skoðanir þessa hóps voru
fjarstæðukenndir draumórar. Sést
það best af því, að enginn, sem vill
láta taka sig alvarlega, lætur sér detta
í hug að nota þessar hugmyndir í um-
ræðu dagsins í dag.
En þrátt fyrir þetta er eins og marg-
ir séu tvístígandi í þessum efnum. Enn
finnast þeir menn, sem vita ekki, með
hvaða hætti þeir eiga að segja skilið
við þessi úreltu viðhorf. Einstakling-
ar, sem svona er ástatt um, finnast
jafnvel í Menntaskólanum í Reykja-
vík, og tilhneigingar í þessa átt gætir
hjá mun fleirum.
Það er alvarlegt ástand, og er auð-
sæilegt, að eitthvað verður að gera til
að bæta úr því. Það er einmitt tilgang-
ur greinar þessarar.
Til þess að vísa þessum villuráfandi
sauðum veginn frá svartnættismyrkri
siðleysis og ruddamennsku hippa-
tímabilsins fylgja hér á eftir leiðbein-
ingar um það, hvernig best verði lifað.
Leiðbeiningar þessar eru einkum
sniðnar fyrir MR-inga, enda hafa þeir
forystuhlutverki að gegna á þessu
sviði sem öðrum. Má skoða þetta sem
lífsmynstur hins fullkomna MR-ings,
sem er því miður allt of sjaldgæfur.
Hinn fullkomni MR-ingur skal
vera snyrtimenni í hvívetna, hár hans
hæfilega stutt og klæðnaður óaðfinn-
anlegur, þó án alls íburðar. Hann skal
bæta útlit sitt og heilsufar með þjóð-
legum íþróttum á borð við fjallgöngur
og bændaglímu, og róður kemur vel
til greina, þótt innfluttur sé. íþrótta-
iðkunum skal hann þó stilla vel í hóf,
og mega þær aldrei verða allsráðandi í
huga hans.
Hann skal hafa fyllstu stjórn á fýsn-
um sínum, forðast neyslu mann-
skemmandi nautnalyfja og aðra til-
gangslausa sjálfstortímingariðju.
Hann skal sýna prúðmennsku í um-
gengni, vera kurteis og bregðast vel
við hverri bón, þó án þess að gerast
senditík annarra. Hann skal vera
hjálpsamur og viðmótsþýður við þá,
sem höllum fæti standa í þjóðfélag-
inu, svo sem börn og gamalmenni.
Hann skal leggja kapp á að vera orð-
var og eiðfastur, tryggur og traustur.
Skoðunum sínum skal hann halda til
streitu, allt þar til sýnt er, að þær
standist ekki í raun.
Hinn fullkomni MR-ingur skal
leggja rækt við nám sitt, stunda það af
samviskusemi og gæta þess að blanda
því og frístundum sínum ekki saman.
Sumarleyfi sitt skal hann svo nota í
þeim tilgangi að vinna að eflingu at-
vinnulífsins og aukningu þjóðarfram-
leiðslunnar. Aðrar frístundir ætti
hann að nota til að bæta við þekkingu
sína með lestri vísindarita og fagur-
bókmennta, auk þess kynna sér
myndlist, sígilda tónlist og önnur and-
ans afrek, sem eru grundvöllur vest-
rænnar menningar okkar.
Það ætti að vera hverjum sönnum
MR-ingi keppikefli, að rækta með sér
ást á ættjörðinni og arfleifð forfeðr-
anna, svo sem íslendingasögunum,
okkar ástkæra móðurmáli og síðast
en ekki síst þorramat. Að fornum sið
ættu MR-ingar að verja hluta síns dýr-
mæta tíma í ættfræðigrúsk og rekja
þannig tengsl fjölskyldu sinnar við
konunga og aðalsættir Evrópu.
Eins og sést af því sem komið hefur
fram hér, er leið MR-inga til full-
komnunar bæði torsótt og illfær. Það
er því kannski ekki að furða að fáir
hafi komist svo langt. Hinn fullkomni
MR-ingur er því miður mjög fáséð
fyrirbæri. En tilgangur þessarar
greinar er að greiða götu þeirra ung-
menna sem vilja ná því stigi. Hjálpa
þeim að komast yfir þá margháttuðu
erfiðleika sem á veginum verða.
Er vonandi að grein þessi nýtist
einhverjum sem leiðarvísir í amstri
hversdagsins. Ekki veitir af, því von-
arneistann sem kviknað hefur í hjört-
um allra góðra manna má alls ekki
slökkva, heldur ber að hlúa að hon-
um. Þá ætti draumurinn um hinn full-
komna MR-ing ekki lengur að vera
tálsýn ein, heldur raunhæfur mögu-
leiki.
Þess dags hljóta allir skyni bornir
menn að bíða með óþreyju.
Skólablaðið 23