Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Síða 27

Skólablaðið - 01.03.1985, Síða 27
Hver er uppáhaldsleikarinn þinn ? ,,Þeir eru nú nokkrir. Ég held mik- ið upp á hann Jack Nicholson.41 Attu þér óskahlutverk? „Nei, það er bara það sem ér er að gera þá og þá stundina. Ég er ekki með Hamlet í maganum eða þannig neitt. Það bara kemur að því.“ Hefur komið fyrir þig að þú hafir staðið uppi á sviði og ekki kunnað textann? ,,Ég hef nú verið það heppinn að ég hef sloppið við þetta, það hafa ekki verið nein meiriháttar slys. Þó að það vanti tildæmis leikara inn á svið, þá er það ekkert meiriháttar, maður fer að venjast slíku. Ég hef gleymt mér og það hefur komið fyrir aðra líka. Það er verra þegar maður er einn á sviðina og vantar mótleikara. Þegar svona kemur fyrir þá er bara að spila eftir hendinni og stemningunni. Er ekki visst átak fyrir sýningar að vera aðfara leika? „Það fer svo mikið eftir því hvað maður er að gera. Ég tek það ekki mjög nærri mér. Ég nota ekki þá að- ferð. Sumir nota þá aðferð að strax þegar þeir koma í húsið byrja þeir að setja sig inn í þetta, bíða á sviðinu þangað til þeir fara inn að sminka sig. Það er bara aðferð sem hentar sumum, hún hentar mér ekki. Mín aðferð hefur undanfarið bara verið sú að fara inn og leika, maður bara stillir inn á þetta. Stundum hefur komið fyrir að það hefur hentað mér að reyna að setja mig inn í þetta ein- hvernveginn.“ Er þaðfíling að leika? „Já, það er notalegur fílingur.“ Er það klappið sem er notalegt? „Já, það er óneitanlega soldið kikk sem maður fær út úr því, það eru ákveðin laun. Já, það er óneitanlega ljúft, ég held að það sé nú mannlegt. Þá maður borði að vísu ekki klappið, þá eru það ákveðin laun.“ Getur klapp orðið þreytandi? „Auðvitað getur það orðið þreyt- andi, ef að það er búið að sýna sama leikritið kannski fimmtíu, sextíu sinnum, kvöld eftir kvöld. Þetta er náttúrulega, hvað sem hver segir, vinna, maður fer heim og talar um bollastellið í hléinu, milli þess sem maður leikur. Maður er ekki allt kvöldið undirlagður í þetta.“ Hvernig undirbýrðu þig undir hlut- verk? „Ég er ekki með neitt patent form á því, það fer bara eftir hverju hlut- verki fyrir sig ...“ Pálmi: Hann kann það ekki! Siggi bendir á vasadiskó sem Pálmi er vopnaður og segir okkur að það sé ein leiðin, og heldur áfram: Nei, ég er ekki með neinn patent, því miður, ja eða kannski sem betur fer. Það er alveg frá því að gretta sig fyrir framan spegil, yfir í það að æfa sig í bílnum á leiðinni í vinnuna eða æfa sig yfir höfuð ekki neitt. Þannig að það eru allar útgáfur til. Þá kemur Flosi inn og spyr hvíslandi hverjir innrásarmennirnir séu, fær svar og svo þegir hann og sparar röddina fyrir átökin. Hefur það einhverntíma komið fyrir þig að þú hafir festst í hlutverki? „Tekið hlutverkið með mér heim? Nei, ég hef nú alveg sloppið við það, enda er það nú alveg útilokað held ég. Ég held að maður eigi ekki að vinna þannig að láta persónuna vera að elta sig neitt, það er bara að klæða sig úr henni og fara heim, þegar maður er búinn að leika. Ef maður er farinn að taka þetta svo alvarlega, þá verður maður að fara að athuga sinn gang.“ Pað eru ekki svona einstaka atvik, ef að eitthvað kemur þér á óvart og þú veist ekki hvernig þú átt að bregðast við en veist hvernig persónan sem þú hefur leikið hefði brugðist við? „Já, nei, það er ekki til í dæminu.“ En þú verður fyrir áhrifum? „Já, auðvitað verður maður fyrir miklum áhrifum, maður er alltaf hugsandi um þessar persónur kannski, og þær fylgja manni alltaf en þær eru ekki neitt að taka yfir- höndina, ekkert að ráða manns lífi neitt.“ Dreymir þig stundum persónur? Hefur það komið fyrir þig að persóna birtist þér í draumi og daginn eftir kanntu hana? ,,Já, ég veit ekki hvar hún birtist, en stundum kemur það fyrir að einn góðan veðurdag er hún mætt og ég veit ekkert hvaðan hún kemur. Þetta geta allir leikarar sagt. Maður er kannski búinn að prófa allann skratt- ann og svo allt í einu: Ah! Þetta er það. En dreymir þig persónur? „Ja, nei, en ég fæ oft „martröð leikarans“, þegar leikarinn man ekki textann sinn og allt þetta, það kemur oft fyrir. Og gleymir að mæta í leik- húsið og svona. Það er nú oft þegar maður er búinn að leika margar sýn- ingar í röð, þá er maður aldrei í rónni á kvöldin heima hjá sér: „Ah! Djöfullinn, ég á að fara að leika í kvöld, það er alveg á hreinu!". Ég var einu sinni á kappleik í Hafnar- firðinum, FH-Haukar, æðislega spennandi leikur, var búinn að leika mörg kvöld, „nei, djöfull, það er sýning í kvöld!“ Klukkan var eitt- hvað rétt um átta. Og ég var ekki í rónni fyrr en ég var búinn að hlaupa Skólablaðið 27

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.