Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 30
Ingvar Sverrisson
s
Astarsaga
Það kostaði miklar fortölur ritnefndar að fá þessa sögu birta, þar sem ábyrgðarmað
ur blaðsins var því mjög svo mótfallinn, og er sagan birt á ábyrgð höfundar.
Umluktir myrkri, eins og tveir
fiskar í djúpu vatni, höfðum við
hlaupið eftir nafnlausum götum,
skotist í gegnum þröng húsasund,
gengið hönd í hönd yfir auð svæði á
milli hverfa og síðan aftur tekið á
sprett eftir nafnlausum götum, enda-
lausum götum, þar til ég var búinn að
tapa öllum áttum og vissi ekki einu
sinni í hvaða hluta borgarinnar ég var
staddur.
En það skipti mig engu máli, -
aðeins fótatak hlaupandi manns, ís-
kalt andlit mitt og það, sem farið
hafði á milli mín og hans fyrr um
kvöldið, skipti máli og knúði mig um
leið áfram.
Lengst af hljóp hann á undan mér
og vísaði þannig leiðina, en stundum
nam hann staðar, þegar hann sá að ég
hafði dregist aftur úr, og leyfði mér að
kasta mæðinni. Þegar hann vildi síðan
hlaupa af stað aftur bað ég hann að
staldra aðeins lengur við, en þá brosti
hann einungis ögrandi upp í kolsvart-
an himininn og sagði: „Nei, við verð-
um að halda áfram, annars mun þessi
kuldi smjúga í gegnum okkur eins og
eiturörvar og utan um hjartað í okkur
mun setjast grá klakabrynja. Augun
munu breytast í svarta steina, blóðið í
sand og fæturnir munu molna í sund-
ur eins og fúnar spýtur við minnstu
snertingu.“
,,Komdu,“ hrópaði hann síðan
hvetjandi er hann hafði hlaupið spöl-
korn frá mér og til að missa ekki sjón-
ar af honum elti ég.
Út undan ,mér sá ég hvernig gult
skin götuljósanna smitaði frá sér, en
þegar ég leit hærra upp blasti aðeins
við mér víðfeðmt svartnætti, — yfir-
þyrmandi í einkennilegri nálægð
sinni. Ég fékk það á tilfinninguna að
næmi ég staðar einii sinni enn myndi
ég hverfa inn í það, leysast upp og
verða að hvítu ryki sem síðan fél.li á
kalda og gráa götuna.
En von bráðar var þetta ferðalag á
enda. Hann beygði inn einhverja
hliðargötu og beið mín fyrir framan
eitt húsið.
Ég hægði á mér og gekk síðustu
skrefin til hans með kuldagjóstinn í
bakið. Þegar ég hafði faðmað hann að
mér opnaði hann garðshliðið og við
gengum upp að húsinu. Um leið og
hann hafði lokað hurðinni á eftir
okkur kveikti hann ljósið í forstof-
unni og ég fann hvernig blóðið tók að
streyma örar í æðum mínum. í stigan-
um upp á efri hæð hússins tók ég um
öxl hans og spurði: „Af hverju
hljópstu svona hratt?“ Hann leit við
brosandi og svaraði: „Það elti mig
einhver í myrkrinu.“
í fyrsta skipti — og kannski í síðasta
skipti — ligg ég við hlið hans undir
hvítri og mjúkri sæng. í fyrsta skipti -
og kannski í síðasta skipti - hlusta ég
á þýðan andafdrátt hans sem líður
með jöfnu millibili út í dimmt her-
bergið.
Stundum færi ég mig nær honum og
hvísla þá einhverju í sofandi eyra hans
og um leið hverfur allur ótti úr huga
mínum. Stundum strýk ég líka fingr-
unum yfir dökkt andlitið og legg
höfuð mitt varlega á brjóst hans, -ég
heyri mjúk höggin og öll orð verða
einskis nýt.
Enginn sér eða gæti vitað að hér
ligg ég grímulaus í ókunnum faðmi og
þó að einhverjar efasemdir leiti á
huga minn, minning eða eitt nafn, þá
er það alltaf þessi ást, ef til vill örlítil
hamingja, sem sigrar að lokum.
Allt er allt í þessari kyrrð, látlaus
umgjörð fallegrar sögu.
Ég reis snemma á fætur morguninn
eftir, klæddi mig í skyndi og lokaði
glugganum sem hafði staðið opinn
alla nóttina. Síðan settist ég niður á
stól við rúmendann, virti andlit hans
fyrir mér og beið.
Vangar hans voru þaktir örfínum
skeggbroddum og þykkt, svart hár
hans stóð út í loftið, en augun voru
lokuð og virtust jafnvel vera límd
30 Skólablaðið