Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 31
aftur eins og sendibréf. Eftir svolitla
stund rifaði hann annað augað og
spurði hálfundrandi: „Þarftu að fara
strax?“ „Já, það er best að ég drífi
mig heim núna,“ svaraði ég stuttur í
spuna og stóð upp.
„Kysstu mig bless,“ sagði hann þá
biðjandi röddu og hafði nú opnað
bæði augun. Ég beygði mig hægt
niður til hans, lagði aðra hönd mína á
bera öxl hans og kyssti hann óöruggur
á ennið. Hann lyfti höfði sínu aðeins
og ég kyssti hann líka á varirnar.
Er ég steig út í kaldan og bjartan vetr-
armorguninn blasti við mér hvít jörð
og í görðum húsanna í kring stóðu
skikkjuklædd tré, þung á svip. Ég leit
upp og himininn teygði úr sér, gadd-
blár og fjarlægur, og ekkert eimdi
lengur eftir af ógn þeirri sem stafað
hafði frá honum kvöldið áður. Ég
gekk hröðum skrefum út götuna án
þess að líta við og lét hægan vind
strjúka andlit mitt. Brátt var ég kom-
inn inn í annað hverfi þar sem
kaldranalegar blokkir gnæfa við
himin í öllum sínum háleita og eilífa
tómleika.
Þetta var venjulegur dagur í gömlu
umhverfi sem boðaði nýtt upphaf en
enga uppreisn.
II.
Fimm mánuðum síðar. Sunnudagur.
Ég gekk inn í bjarta stofuna og sett-
ist í hvíta sófann gegnt dyrunum, tók
upp hálftómt vínglas af gólfinu sem ég
hafði drukkið af kvöldið áður og
dreypti á. Síðan setti ég það á lágt
glerborðið sem stóð fyrir framan sóf-
ann og hallaði mér aftur.
Það er aðeins einn gluggi á þessari
stofu og nær hann hér um bil frá gólfi
til lofts - metersbreiður. í gluggakist-
unni standa tveir hvítir pottar og í
þeim eru fagurgrænar blómjurtir sem
morgunsólin baðar. Á veggnum fyrir
aftan sófann hangir stór mynd af
konu. Á höfði hennar er rauður,
barðastór hattur og undan honum
fellur sítt hár, gult að lit, niður á axl-
irnar. Andlitið er hvítt og slétt, en blá
augun horfa dreymin og kannski eilít-
ið undrandi inn í stofuna.
Allt í einu birtist ungur maður í
dyrunum andspænis mér, nývaknað-
ur.
„Ægilega er kalt hérna inni,“ segir
hann og strýkur bera handleggina og
rennir síðan fingrunum í gegnum
rauðbrúnt hár sitt. Augun eru syfju-
leg, en bros leikur um mjúkar varir
hans. Hann fær sér sæti á svarta stóln-
um sem stendur við hlið borðsins og
horíir þögull út um gluggann. Síðan
dregur hann lappirnar upp í stólinn,
geispar, tekur utan um hnén og leggur
höfuð sitt á þau.
Ég teygði mig í glasið og fékk mér
annan sopa. Ljóst hörund hans er
fallegt ásýndar og friðsæld morguns-
ins hvílir yfir andlitinu.
Stuttu seinna stóð hann upp og
klæddi sig í bláa peysu og hvítar buxur
er legið höfðu á gólfinu um nóttina.
Því næst teygði hann úr sér fyrir
framan gluggann og fór fram á bað.
Er hann gekk aftur inn í stofuna
benti ég á píanóið sem stóð við sama
vegg og dyrnar og spurði, en samræð-
ur okkar höfðu aldrei borist að því
áður: „Hvar fékkstu þetta píanó?“
„Ég fékk það í arf þegar mamma
dó.“ Og með leikrænni tjáningu
fingra og andlits bætti hann við: „Ég
held að hún hafi fengið það í arf þegar
afi dó, - ættargripur býst ég við. Hún
spilaði á það alla daga, allt sitt líf. Og
auðvitað lá það beinast við að hún
kenndi mér og systkinum mínum
undirstöðuatriðin þegar við vorum
komin á hinn rétta aldur. En það leið
ekki á löngu þar til ég gerði mér grein
fyrir því að þeir hæfileikar, sem nauð-
synlegir eru hverjum þeim sem vill
læra á píanó, voru mér ekki í blóð
bornir. Það var sama hvað ég reyndi,
ég gat aldrei spilað neitt, - fingurnir á
mér neituðu hreinlega að hlýða boð-
um einbeitts huga míns. Mömmu
sárnaði þetta auðvitað mjög og
skammaði mig fyrir þrjóskuna sem
hún áleit þetta vera, og ég lofaði sjálf-
um mér og henni að ég mundi bæta
mig. En raunin varð sú að ég varð
bara lélegri og lélegri. Það skipti engu
hve lögin voru einföld og stundum
falleg áheyrnar, þau fengu ávallt hjá
mér hina hroðalegustu útreið.
Systkini mín spiluðu aftur á móti
eins og englar, enda höfðu þau verið
mjög námfús og mamma þurfti auð-
vitað engar áhyggjur að hafa af þeim.
Það var bara ég og enginn virtist skilja
hvernig á þessu stóð. En svo gafst ég
bara upp á þessu einn góðan veður-
dag - eins og sagan segir - og síðan þá
hef ég hvorki haft löngun né hina
minnstu ástæðu til að reyna aftur.“
Hann hafði staðið við píanóið
meðan hann talaði, en nú gekk hann
hægt í áttina að glugganum og bætti
við skýrri en fjarlægri röddu: „Það
eru ein sjö ár síðan mamma dó og
mánuði eftir andlát hennar, að því er
Skólablaðið 31