Skólablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 32
mig minnir, komu systkini mín með
píanóið hingað til mín. Þau sögðu að
mamma hefði viljað hafa þetta
svona.“
Hann lagði fingurgóma beggja
handa á glerið í glugganum og strauk
þeim upp og niður. „Ég man að þegar
þau voru farin sat ég lengi á gólfinu
þarna fyrir framan það og í huganum
heyrði ég rödd mömmu segja: ,,Þú
með þessar fíngerðu hendur, alveg
upplagður píanisti, - reyndu nú að
bæta þig og ég skal vera þolinmóð og
skilningsrík.“
Hann sneri sér við og brosti veikt
að minningunni. „Þegar ég svo stóð
upp og ætlaði að opna það, bara
svona til að virða fyrir mér svörtu og
hvítu nóturnar, þá reyndist það harð-
læst.“
Svipur hans varð skyndilega harður
en mildaðist síðan og í rödd hans
mátti greina einhverja dulda sigur-
gleði sem kom æ meir upp á yfirborð-
ið er hann sagði: „Ég hef aldrei orðið
eins undrandi og einkennileg tilfinn-
ing gagntók mig sem orkaði á mig líkt
og staðfesting og jafnvel samþykki
fyrir því sem ég er - og það sem þú
ert. Lykillinn, sem sagt, var ekki lát-
inn fylgja með píanóinu og er ég þeim
mjög þakklátur fyrir það.“
Ég var þegar staðinn upp og um
stund horfðum við út um gluggann á
gráa götuna fyrir utan, — blár bíll ók
hægt í burtu, en á gangstéttinni sat
rauðklædd stúlka með gulan bolta í
höndunum, alein.
Við sátum fram eftir degi í stofunni
hans, átum brauðsneiðar sem hann
útbjó og drukkum það sem var eftir í
rauðvínsflöskunni frá kvöldinu áður.
Um fimmleytið fór hann fram í eldhús
og gekk frá eins og hann var vanur að
gera. Er hann hafði fengið sér sæti
aftur í stofunni leit hann fast í augu
mín og spurði: „Af hverju flyturðu
ekki inn? Hér er nóg pláss fyrir okkur
báða, - bara svona til að prófa hvort
það mundi ganga. Þú verður annars
að horfast í augu við sjálfan þig og
gera það upp við þig hvort þú vilt
halda þessum feluleik áfram eða
hreinlega segja skilið við hann. Það er
þér fyrir bestu, — þú einn skiptir máli,
síðan við tveir og það sem tengir
okkur saman —ekkertannað. En ...“
Ég spratt upp líkt og ég hefði séð
gamalkunnugt andlit í dyragættinni
hlæja að mér og leit þjáningarfullu
augnaráði í áttina til gluggans og
sagði: „Ekki strax, það er ekki hægt.
Ég gæti misst vinnuna og fólk, sem ég
þekki, færi að glápa á mann líkt og ég
væri eitthvert — eitthvert viðrini.“
Að baki mér heyrði ég hann segja
hvassri röddu: „Viðrini — hvað ertu
eiginlega að tala um?“
An þess að snúa mér við hélt ég
áfram: „Állt yrði vitlaust, allt færi í
einhvern djöfuls hnút. Ég hélt að við
gætum, - leyfðu mér að hugsa málið í
einhvern tíma, en auðvitað mun
koma að þessu, - ég veit það eins vel
og þú.“
Það var komið kvöld.
Fingur hans léku sér í hári mínu og
gagnkvæm ást okkar fyllti rökkvað
svefnherbergi hans hlýju og einkenni-
legum ljóma. Tvö kerti loguðu á nátt-
borðinu og í mildum bjarma þeirra sá
ég brún augu hans og hann sá augu
mín. Varir hans voru á vörum mínum
og við vöfðum höndunum utan um
nakta líkama hvors annars og vorum
þannig eins og tvær skógi vaxnar eyjar
úti á stóru, lygnu vatni sem í tímans
rás hafa runnið saman í eina.
- „Haltu fastar utan um mig.“
Seinna um nóttina heyrði ég hann
segja: „Eilífur flótti, sífellt óttasleg-
inn. Þú þarft aðeins að gráta, vinur,
og baða andlit þitt upp úr tárunum og
allt mun verða gott, jafnvel í þúsund
ár. Líf þitt má ekki lengur vera aðeins
fáein góð augnablik...“
III.
A kaffihúsi, síðla sumars, nokkrum
árum seinna.
Ég sit andspænis gömlum kunn-
ingja mínum sem ég hef hvorki séð né
heyrt í mjög lengi. Borðið, sem við
sitjum við, er rauðmálað viðarborð og
á því miðju stendur hvítur öskubakki.
Það er fátt um manninn og í stað
hugsanlegs skvaldurs berst þægileg
tónlist um salinn. Kliðmjúk kven-
mannsrödd syngur:
Nous sommes du soleil, We love
when we play.
Nous sommes du soleil, We love
when we play.
Miðaldra kona gengur um, með
hvíta en kámuga svuntu um mittið, á
milli borðanna og strýkur af þeim
með rakri tusku. Síðan tínir hún
saman á lítinn bakka óhreina köku-
diska og bolla og hverfur inn fyrir
afgreiðsluborðið.
Ég hafði séð hann koma yfir torgið
á gulu reiðhjóli og líklega réð því
aðeins tilviljun að hann tók stefnuna
beint á þann glugga kaffihússins sem
ég sat við. Án þess að hann tæki eftir
því hafði ég fylgst með honum og það
rifjaðist upp fyrir mér að fyrir u. þ. b.
fjórum árum hafði hann unnið bíl í
happdrætti, — mjög fallegan og góðan
bíl, - bláan, að því er mig minnti. En á
einhvern óskiljanlegan hátt hafði
honum tekist að klessukeyra þennan
bíl sinn og að hálfu ári liðnu var ekk-
ert eftir af honum nema rústir einar.
Þegar hann gekk inn í kaffihúsið
varð hann bæði undrandi og glaður að
sjá mig. „Nei, ert þetta bara ekki þú
sjálfur,“ var það fyrsta sem hann
sagði, og ég gat ekki annað en kinkað
kolli og boðið honum sæti hjá mér.
„Maður hefur bara ekkert séð þig
síðan, — ja, ég veit ekki hvenær. Hvað
hefurðu eiginlega verið að gera öll
þessi ár?“
Ég svaraði ekki strax, heldur leit út
um gluggann og reyndi að gleðjast
yfir því hve veðrið var gott, en því var
ekki að neita að þessir óvæntu endur-
fundir komu mér úr jafnvægi.
„Svona hitt og þetta milli himins og
jarðar.“ Mig langaði ekki að bæta
neinu við þessi orð mín, því að þrátt
fyrir gamlan kunningsskap kom líf
mitt honum ekkert við.
Einhvern veginn fannst mér að
hann hefði lítið sem ekkert breyst
síðan leiðir okkar skildu, og eftir að
hafa setið á móti honum þessar fáu
mínútur gat ég aðeins horft á hann úr
fjarlægð. Ég drakk kaffið mitt í róleg-
heitum og hann reyndi að halda uppi
einhverjum samræðum. Við reyktum
nokkrar sígarettur, en brátt fjaraði
samtalið út og við tók tóm þögn. Ég
lauk úr bollanum, ýtti honum til hlið-
ar og drap í hálfreyktri sígarettu á
öskubakkanum.
„Það er góða veðrið,“ sagði ég og
hallaði mér aftur í stólinn. Hann sneri
höfðinu í hálfgerðri leiðslu út að
glugganum og allt í einu var eins og
aukið líf færðist í hann allan. Hann
tók snöggt viðbragð í sætinu og roði
hljóp í fölar kinnar hans. Um stund
virti ég, brosandi, fyrir mér spenntan
hliðarsvip hans og sá hvernig hæðnis-
leg brosgretta stirðnaði í andliti hans.
Á miðju hellulögðu torginu fyrir
utan kaffihúsið stóðu tveir ungir
menn og það var raunar furðulegt að
hann skyldi ekki hafa tekið eftir þeim
fyrr en nú því að þeir höfðu staðið
þarna þó nokkuð lengi. Annar þeirra
var hár og grannur og með kolsvart
32 Skólablaðið