Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1985, Side 57

Skólablaðið - 01.03.1985, Side 57
QUID NOVI Til sölu er úrvalsbifreið. Sænskt gæðastál, bólstruð sæti. Glæsivagninn er af tegundinni Saab 96 árgerð ’74. Bíllinn er ryðbrúnn að lit með hvítum blettum. Hann hefur athygl- isverðan gang og yfirleitt þrjá gíra. Fer það annars eftir skapi ökumanns. Bíllinn hlýðir reglum um hámarkshraða og fer því aldrei yfir 60 km/klst. Tilboð í bílinn verða opnuð hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði, mánudag- inn 1. apríl 1986 Sagt er að framleiðendur lélegra ástarmynda í Hong-Kong hafi sett sig í samband við forseta Róðrarfélagsins og falast eftir tæknilegri ráðgjöf. Eftirfarandi barst með torkennilegum hætti til eyrna Rit- stjórnar: Vinátta fyrrverandi stjórnarmeðlima félagsins virðist hafa sprungið með hneykslinu. Þykir öðrum hinn hafa svikið sig og með því sprengt allar vonir annars til inspectorsembættisins. Hinum finnst annar hafa gert sitt besta til að koma allri sök yfir á herðar hins. Annar á einnig bágt með að fyrirgefa hinum vináttu hins við þá sem ráku stjórnina frá störfum. Það andar víst ísköldu á milli þeirra tveggja. Heiðarlegar heimildir herma að hinn mælski sveinn Jón G. Þormar ógni nú orðstír helstu kvennamanna skólans. Sagt er að Jón hafi gert sig líklegan við 4-5 meyjar á árshátíð Framtíðarinnar. Þar sem hann hefur verið orðaður við embætti Framtíðarforseta er hann grunaður um að vera í leit að forsetafrú. Á kaffihúsum borgarinnar er nemendum í öðrum fram- haldsskólum tíðrætt um hið ljúfa líf sumra frammámanna í félagslífi M.R., vina þeirra og vandamanna. Þá spyrjum við, hvaðan skyldu þessir peningar vera komnir? Skólablaðið 57

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.