SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 6
6 10. apríl 2011
Leslie Ash hefur víða komið við á
löngum leikferli. Hún vakti fyrst at-
hygli í gamanþáttunum Rosie Dixon –
Night Nurse árið 1978 en fyrsta kvik-
myndahlutverkið var í Quadrophenia
ári síðar. Af öðrum merkum myndum
sem hún hefur leikið í má nefna
Curse of the Pink Panther. Árið 1980
gerði Ash svo garðinn frægan í mynd-
bandi bárujárnssveitarinnar Iron Mai-
den, Women in Uniform.
Frægust er Leslie Ash þó fyrir hlut-
verk sitt sem Debs í gamanþáttunum
Men Behaving Badly sem nutu mik-
illa vinsælda. Því hlutverki gegndi
hún í sex ár á tíunda áratugnum.
Árið 1996 sendi Ash í félagi við
vinkonu sína Caroline Quentin frá sér
lagið Tell Him sem fór alla leið í 25.
sæti breska vinsældalistans.
Meðal nýjustu verkefna hennar eru
heimildarmynd um varablásturinn
voðalega, Leslie Ash: Face to Face,
og hlutverk í þáttunum Holby
City á BBC.
Sparkelskir muna eflaust vel
eftir bónda hennar, Lee Chap-
man, sem varð Englandsmeistari
með Leeds United 1992. Hann
kom víða við, var meðal annars
hjá Arsenal til skamms tíma, að-
allega sem varamaður.
Fjölbreyttur leikferill
Leslie Ash á góðri stundu ásamt
bónda sínum, gamla knattspyrnu-
manninum Lee Chapman.
É
g var alin upp við að treysta lögreglunni
en nú veit ég ekki hvað ég á að halda,“
sagði breska leikkonan Leslie Ash við
dagblaðið The Guardian í vikunni. Til-
efni ummælanna er sú staðreynd að breska lög-
reglan sá ekki ástæðu til þess árið 2006 að gera
Ash viðvart enda þótt hún hefði áreiðanlegar
heimildir fyrir því að einkaspæjari nokkur hefði
brotist inn í farsíma leikkonunnar, eiginmanns
hennar og tveggja sona að undirlagi götublaðsins
News of the World og stolið þaðan skilaboðum
sem blaðið gerði sér síðan mat úr. Grunur lög-
reglu var staðfestur við húsleit hjá spæjaranum.
„Mér finnst lögreglan hafa brugðist mér. Ég
botna hvorki upp né niður í þessu. Svo virðist
sem lögreglan hafi hreinlega stungið sönn-
unargögnum undir stól,“ sagði Ash sem ekki hef-
ur tjáð sig um málið í annan tíma. Það var ekki
fyrr en í janúar síðastliðnum að lögreglan viður-
kenndi að hafa fundið upplýsingar á heimili spæj-
arans, Glenns Mulcaires, fyrir fimm árum sem
bentu til þess að hann hefði hlerað síma Ash og
fjölskyldu hennar án þess að gera þeim viðvart.
Leikkonan og eiginmaður hennar, knatt-
spyrnumaðurinn fyrrverandi Lee Chapman,
ákváðu í kjölfarið að stefna News of the World
fyrir rof á friðhelgi einkalífsins. Það gerðu einnig
af sömu ástæðu um tveir tugir annarra þjóð-
kunnra Breta, svo sem leikararnir Sienna Miller
og Steve Coogan og fyrrverandi sparkskýrandi
Sky Sports, Andy Gray.
Það vakti mikla athygli meðan á upprunalegu
rannsókninni stóð árið 2006 að lögregla neitaði
að gefa upp nöfn hundraða mögulegra fórnar-
lamba Mulraines en spæjarinn var tekinn hönd-
um og dæmdur í kjölfarið ásamt Clive Goodman,
þáverandi ritstjóra News of the World.
Í máli Ash í vikunni kom fram að henni sárnaði
sérstaklega vegna þess að hún glímdi við erfið
veikindi á þessum tíma og var fyrir vikið við-
kvæmari fyrir öllu áreiti. „Það er ömurlegt til
þess að hugsa að einhver hafi haft aðgang að
mínum prívat og persónulegu símaskilaboðum.“
Fórna peði fyrir biskup
Ný rannsókn er nú hafin á málinu og í vikunni
handtók lögregla blaðamann og fyrrverandi að-
stoðarritstjóra News of the World en sleppti þeim
síðar án ákæru. Báðir neita sök.
Sjálfri þykir Ash lítið til þessa brölts lögreglu
koma. „Þetta skiptir ekki nokkru máli. Þessir
tveir menn eru bara blórabögglar. News of the
World ætlar greinilega að fórna peði fyrir biskup.
Þeir verða hæstánægðir með að ljúka málinu með
þessum handtökum – og lögreglan líka.“
Synd væri að segja að líf Leslie Ash hafi verið
dans á rósum undanfarin ár. Ósköpin byrjuðu ár-
ið 2003 þegar hún lét stækka varirnar á sér. Að-
gerðin misheppnaðist með þeim afleiðingum að
varir leikkonunnar blésu út. Vakti þetta að von-
um mikla athygli í Bretlandi og víðar og mikil
þórðargleði braust út á fjölmiðlum sem veltu sér
aftur á bak og áfram upp úr óförum Ash og hinu
breytta útliti. „Hefði ég misst fótlegg í bílslysi
hefði fólk ekki gert svona miskunnarlaust gys að
mér. Það hlær enginn að Heather Mills vegna þess
að hún missti fótlegg,“ sagði Ash síðar.
Ári síðar var Ash lögð inn á spítala með tvö
brotin rifbein eftir að ástarleikur þeirra hjóna
hafði farið úr böndum. Að sögn flaug hún fram úr
rúminu og hafnaði á borðræfli í grenndinni. Ash
var brautskráð nokkrum dögum síðar en lögð
fljótlega inn aftur eftir að hafa misst allan mátt í
fótum. Eftir dúk og disk kom í ljós svæsin sýking
sem hefði hæglega getað komið í veg fyrir að leik-
konan gengi á ný. Meðferðin gekk hins vegar vel
og fjórum mánuðum síðar var Ash farin að staul-
ast um á hækjum. Hún var þó mun lengur að ná
sér að fullu og hóf ekki störf að nýju fyrr en 2009.
Ash var afar ósátt við vinnubrögð spítalans,
taldi sig hafa sýkst þar, og höfðaði mál á hendur
honum snemma árs 2007. Spítalinn gekkst að
hluta til við mistökum og lauk málinu með sátt
árið 2008. Komu fimm milljónir punda í hlut
Ash, metfé í máli sem þessu.
Sennilega ætti lögreglan að krossleggja fingur
og vona Ash dragi hana ekki líka fyrir dómstóla!
Öskureið
lögreglu
Breska leikkonan
Leslie Ash ósátt
við aðgerðaleysi
vegna símnjósna
Breska leikkonan Leslie Ash er ekki allskostar sátt við vinnubrögð lögreglu í heimalandi sínu. Það er betra að vara sig.
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Leslie Ash er 51 árs
að aldri, fædd í Lund-
únum 19. febrúar
1960.
Hún kom fyrst fram í
sjónvarpi aðeins fjög-
urra ára gömul til að
auglýsa uppþvottalög
og starfaði sem fyr-
irsæta á unglings-
árum, sat fyrir í ýms-
um blöðum og var
ljósmynduð af ekki
ómerkari mönnum en
David Bailey.
Fjögurra
ára í
sjónvarpi
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn
11. apríl, kl. 18
SvavarG
uðnason
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd laugard. kl. 11–17,
sunnud. kl. 12–17 og mánud. kl. 10–17