SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 10
10 10. apríl 2011
J
æja, lesendur mínir góðir. Þá er stóra stundin runnin
upp. Í dag er þjóðaratkvæðagreiðsla númer tvö um Ice-
save og enginn veit hvernig hún fer. Sannarlega vona ég
að það verði mikil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni
og sannarlega vona ég líka að meirihluti þeirra sem taka þátt í
henni segi nei og hafni hinum nýju ólögum, sem Alþingi sam-
þykkti, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, góðu heilli
ákvað að synja staðfestingar og skjóta til þjóðarinnar.
Ég er viss um að hótanirnar frá SA og ASÍ í garð launþega
þessa lands í vikunni hafa haft þveröfug áhrif miðað við það sem
þeir ætluðu sér, fóstbræðurnir Vilhjálmur Egilsson og Gylfi
Arnbjörnsson. Þeir taka sér það vald að hóta launþegum lands-
ins á þann veg að kjósi þeir
ekki eins og þeim er sagt,
þ.e. „já“ við Icesave, fái
þeir bara engar kjarabætur.
Er hægt að leggjast lægra?
Þar sem ég er gallhörð í
þeirri afstöðu minni að það
séu mun meiri hagsmunir
fólgnir í því fyrir Íslendinga
í nútíð og framtíð að segja
nei get ég varla skoðast sem
hlutlaus, enda geri ég mér
ekkert far um að vera álitin
hlutlaus í þessu stóra máli.
En þótt vissulega hafi
ákveðnir talsmenn þess að
samþykkja lögin um Ice-
save staðið sig þokkalega í
málflutningi sínum og
sumir jafnvel ágætlega, þá
verð ég að halda því til
haga, að ég tel að þeir sem
tala máli þeirra sem vilja hafna lögunum hafi mun meira til síns
máls og mun sterkari málstað að verja. Bendi ég í því sambandi
á frábæra grein Evu Joly í Morgunblaðinu á föstudag.
Þeir sem vilja segja nei eru einfaldlega ekki tilbúnir til þess að
samþykkja að Íslendingar sitji uppi með alla áhættuna af samn-
ingnum.
Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar,
benti á, í málefnalegu og ágætu viðtali við Egil Helgason í Silfr-
inu síðasta sunnudag, að allar þjóðirnar þrjár, þ.e. Bretar, Hol-
lendingar og Íslendingar, bæru ábyrgð á Icesave og ættu í sam-
ræmi við það að skipta áhættunni á milli sín.
Það var ekki gert. Við sitjum ein uppi með áhættuna af samn-
ingnum; okkar er gengisáhættan; okkar er áhættan af því að
endurheimtur eignasafns Landsbankans verði ekki jafngóðar og
gert er ráð fyrir nú að þær verði. Þessir áhættuþættir gætu
hljóðað upp á hundruð milljarða króna, ef allt færi á versta veg.
Bretar og Hollendingar fengju sitt og töpuðu ekki krónu, en
skuldir okkar Íslendinga yrðu óbærilegar og við yrðum að
ákveða að sú framtíð, sem við höfum í hyggju að bjóða börnum
okkar og barnabörnum, verður ekki.
Við þurfum að sætta okkur við, að til þess að geta staðið í skil-
um við Breta og Hollendinga á skuld sem við stofnuðum aldrei
til og enginn heldur fram lengur að okkur beri lagaleg skylda til
að borga þurfum við að stórhækka skatta, við þurfum að skera
niður í menntamálum, heilbrigðismálum, draga úr opinberum
framkvæmdum, láta gamla fólkið sjá um sig sjálft, hvort sem
það er fært um það eða ekki, og fleira og fleira.
Nafnleysingjarnir í öfugmælahópnum „Áfram“, sem ætti í
raun ekki bara að heita „Aftur á bak“ heldur miklu fremur
„Fyrir björg“, hafa haft úr miklum fjármunum að spila til þess
að reyna að kaupa sér atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, án
þess nokkurn tíma að gera grein fyrir hvaðan þeir fá allt þetta
fjármagn. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að reyna
að kaupa sér atkvæði og því ætla ég að leyfa mér að trúa því, þar
til annað reynist sannara, að Íslendingar muni hvorki láta
ógeðslega hákarla-auglýsingu í blöðum hinn 1. apríl sl. né aðra
heilsíðuauglýsingu með 20 tannlausum hákörlum villa sér sýn,
því eins og góður maður benti á, þá verða það ekki þessir 20
tannlausu hákarlar og fyrrverandi ráðherrar sem borga brús-
ann, þegar og ef við fáum Icesave í hausinn. Eða ætla ráðherr-
arnir fyrrverandi að leggja til að verðtryggð ofurlífeyrisréttindi
þeirra verði skert, til þess að axla sinn hluta af byrðunum?!
Nei eða já!
Af eða á?
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
’
Það verða ekki
þessir 20 tann-
lausu hákarlar
og fyrrverandi ráð-
herrar sem borga
brúsann, þegar og ef
við fáum Icesave í
hausinn
6.30 Ég vakna alltaf korter
yfir sex til hálfsjö á morgnana og
fer á fætur. Þetta er bara inn-
byggð klukka í mér, sama hvort
ég er í sveitinni á sumrin í fríi
eða í vinnu á veturna. Þá fer ég
bara að dunda mér og gera eitt-
hvað.
9.00 Svo mæti ég í vinnuna.
Það er opið frá níu á daginn og
ég er yfirleitt kominn hálftíma
áður. Ég er að vinna í málning-
arvöruversluninni Litaveri á
Grensásvegi 18, sel málningu og
veggfóður og skrautlista í loftið.
12.00 Stundvíslega klukkan
hálftólf fer ég á út á kaffistofu
Hreyfils og fæ mér að borða. Þar
er fínn heimilismatur á góðu
verði. Við teflum þar oft í há-
deginu og svo í kaffinu líka,
tökum alltaf eina til þrjár skákir.
18.00 Vinnudeginum lýkur
alltaf klukkan sex, þá fer maður
að gera upp og ganga frá. Síðan
fer maður beint út á Seltjarn-
arnes, hvort sem það er æfing
eða leikur hjá Gróttu old boys,
en í vikunni spiluðum við gegn
Létti frá Breiðholti.
18.30 Þegar maður kemur
út á Nes, það er alltaf mæting
hálftíma fyrir leik, þá byrjar
maður á því setja vatn í brúsana
og hafa allt til fyrir leikmennina.
Það er ekki svo gott að búning-
arnir hangi á snaga eins og hjá
stóru liðunum, en boltinn þarf
að vera í lagi og skeiðklukkan og
flautan á sínum stað.
19.00 Flautað til leiks. Ég
kalla mig aldrei þjálfara, heldur
liðsstjóra og eiganda, en ég er
kallaður afi Gróttu eða pabbi,
því ég hóf starfið árið 1965 og
stóð í því algjörlega einn fyrstu
tvö árin. Og svo var félagið lög-
lega stofnað árið 1967. Fransi og
Óli eru einu strákarnir sem eftir
eru úr fyrsta fótboltahópi
Gróttu, sem ég byrjaði að þjálfa
sjö átta ára gamla. Ég fylgi þeim
ennþá, segir Garðar og hlær.
Ég get nú ekki sagt neitt gott
um þennan æfingaleik í sjálfu
sér, því 80% af sendingunum
voru ekki nákvæm, eins og liðið
getur spilað skemmtilegan
bolta. Þetta var vorleikur, það
verður að segjast eins og er. En
ég segi það aftur, að við áttum
að vinna leikinn 4-0 ef allt hefði
gengið upp, miðað við færin
sem við fengum. Það er kjána-
legt að segja að markaskorarinn
okkar hefði átt að skora þrjú! En
hann skoraði þó mark, var alveg
eins og Giggs þegar hann tók við
boltanum.
21.30 Kom heim til mín eftir
leikinn og þá fór ég í verkefni
heima, sem ég vil nú ekkert gefa
upp núna, segir hann og hlær.
Ég kíki samt alltaf á Facebook
þegar ég kem heim á kvöldin.
Þar skoða ég hvað vinir mínir
eru að gera, hlusta á myndbönd,
skoða myndir – það er endalaus
gleði.
24.00 Það er misjafnt hve-
nær ég fer í háttinn á kvöldin. Á
ég nú að fara að segja hvað ég
geri með konunni?
Hann þagnar.
Þú ert ekkert að spyrja um
músíkina, ég er búinn að vera á
kafi í henni í hundrað ár! En ef
þú ferð að spyrja um hana, þá
verður þetta viðtal alltof langt.
Ég er enn að garfa í henni.
Og hann klykkir út með:
Jæja, það verður leikur á
mánudaginn. Þú mætir!
pebl@mbl.is
Dagur í lífi Garðars Guðmundssonar
Garðar Guðmundsson stofnaði Gróttu og stýrir strákunum ennþá, sem nú eru komnir í old boys.
Morgunblaðið/Ómar
Kallaður afi Gróttu
Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Ferð í Fjörður með
Valgarði Egilssyni
Ferðafélag Íslands og Fjörðungar
í Grenivík hafa bætt við á
sumardagskrána ferð í Fjörður,
fjögurra daga gönguferð dagana
12.–15. júlí.
Undir stjórn hins margreynda
fararstjóra Valgarðs Egilssonar
læknis.
Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ
í síma 568-2533 eða fi@fi.is