SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 12

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 12
12 10. apríl 2011 Sunnudagur Víkingur Heiðar Ólafs- son Það var ógleym- anlegt að heyra Kristin Sigmundsson (Mark konung) í Tristan og Ís- old í Berlín í kvöld, kynngimagnaður flutningur. Er ekki löngu kominn tími á Wagner á Íslandi? Miðvikudagur Sigurbjörg Þrast- ardóttir Lopi yfir velúr – pólska vorið er lúmskt og því var nauðsynlegt að vera vel klæddur inni/úti í dásamlegum útistofulestri í morgun… Dziêki, wszyscy! Fimmtudagur Viggó Jónsson Hver þarf Baggalúts- fréttir þegar við höfum stjórnlagaþing? Einar Kárason ÓRG, sem á ekkert nema sitt nafn og orðspor, gæti endað sem sá óþarfasti og gagnslausasti Íslendingur sem uppi hefur verið. Lay Low Getting myself ready for some studio sessions… do re me fa so sjubbedido. Fésbók vikunnar flett S amfélagið er fyrst og fremst veraldlegt þó að einhverjir haldi öðru fram. Drifkraftur samfélagsins og skipulag bygg- ist á veraldlegum gildum óháð trúar- brögðum. Trúarbrögð ákveða ekki hvernig dómskerfi okkar er uppbyggt eða hvernig viðskipti fara fram. Hvað þá hvernig völdum er dreift í samfélaginu, hvernig fólk kemst í valdastöður né hvernig menntun er háttað. Þessir samfélagsþættir hafa tryggar undirstöður í veraldlegum grunni. Eng- in ástæða er til að ein eða fleiri trúar- brögð ákvarði hvenær eða hvernig fólk skemmtir sér – rétt eins og þau ákvarða ekki hvernig menntun okkar eða dómskerfi er háttað. Fólki frá ólíkum menningarheimum fer fjölgandi hérlendis – og þar með fjölgar ólíkum trúarhópum í landinu. Annar hópur, sem fer stækkandi, eru trúleysingjar – fólk sem trúir ekki á nokkurn guð. Þótt Ísland sé smáríki þá er það engu að síður fjölmenningarríki. Það gengur ekki í siðuðu samfélagi að þröngva viss- um lífsskoðunum upp á fólk, beint eða óbeint, sama hve mikill fjöldi aðhyllist þær. Auk þess er orðum aukið hve margir Íslendingar aðhyllast kristni. Skráning í trúfélag við fæðingu jafn- gildir ekki trúarviðhorfum og kannanir sýna að stór hluti þeirra sem skráðir eru í ríkiskirkjuna aðhyllist ekki kristni. Með því að trúarbrögðin stjórni að nokkru leyti skemmtanalífi er verið að knýja einstaklinga til að hlíta kristnum sið. Þó að þessari skilyrðislausu virð- ingu við helgidaga sé ekki viðhaldið með ofbeldi þá er það rangt. Það er mýta að frídagar séu trúar- brögðum að þakka. Vissulega eru sumir merktir kristni en við getum þakkað verkalýðsfélögum og baráttu þeirra það að við þurfum ekki að mæta í vinnu á laugardögum og fáum ágætt sumarfrí. Fólk ætti að hafa möguleika á að ráð- stafa trúarfrídögunum með þeim hætti sem það kýs. Vel má vera að margir kysu að lengja sumarfríið eða taka gott frí með börnunum á starfsdögum skóla í stað þess að sleppa vinnu stöku fimmtudag. Þannig að: Nei, trúarbrögð eiga ekki að stjórna skemmtanalífi fólks. MÓTI Matthías Ásgeirsson fyrrverandi for- maður Vantrúar É g svara þessari spurningu játandi vegna þess að það er alltaf rétt að fara að lögum. Draga má í efa að bönn séu til góðs eða skili því sem til er ætlast, en ekkert samfélag getur komist hjá því að beita bönnum. Lögin um helgidagafrið hafa tekið miklum breytingum frá því að þau voru fyrst sett. Megininntak þeirra er frá upphafi að tryggja frið til trú- ariðkunar með því að koma í veg fyrir það sem veldur hávaða meðan á guðs- þjónustu stendur eða í aðdraganda helgihalds á stórhátíðum. Í lögunum er talað um að tryggja frið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Það getur valdið þeim misskilningi að helgidagalöggjöfin sé einungis fyrir þjóðkirkjuna og að hún beiti þjóðina valdi til að spilla gleði hennar yfir því að hafa marga frídaga í röð. Þjóð- kirkjan hefur ekkert slíkt vald, og ekkert trúfélag. Þessir helgidagar eru sameign krist- inna trúfélaga en þeir eru kenndir við þjóðkirkjuna vegna þess að þegar lög- in voru sett var ekki um mörg önnur trúfélög að ræða. Bannið sem hér um ræðir tekur yfir föstudaginn langa frá miðnætti til miðnættis, og páskadag frá kl. 3 að morgni til miðnættis sama dag. Það má ekki halda dansskemmt- anir á föstudaginn langa og páskadag. Það má halda slíka skemmtun á skír- dagskvöld til miðnættis. Sömuleiðis allan laugardaginn fyrir páska til kl. þrjú um nóttina, og svo má byrja aft- ur um miðnætti. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvers vegna löggjafinn ákvað að banna sér- staklega happdrætti og bingó nema ef vera kynni að það væri skilgreint sem fjárhættuspil. Að sjálfsögðu nálgast fólk sem upplifir bænadaga og páska í samræmi við sína kristnu trú þá daga með öðrum hætti en þau sem gera það í minna mæli eða alls ekki, eða þau sem aðhyllast ekki kristna trú. Páskadagur ásamt föstudeginum langa er hæsta hátíð kristinnar trúar. Hún er sameign allra kristinna manna. Ekki aðeins þjóðkirkjufólks. Í ljósi þess hversu ríkan þátt kristnin skipar í íslensku samfélagi tel ég rétt að löggjafinn verndi þessa daga sér- staklega eins og staðfest er með lög- um. MEÐ Kristján Valur Ingólfsson prestur á Þingvöllum Er rétt að banna vissar skemmtanir um páska? ’ Í ljósi þess hversu ríkan þátt kristnin skipar í íslensku samfélagi tel ég rétt að lög- gjafinn verndi þessa daga sérstaklega Dansleikir og einkasamkvæmi eru bönnuð á ákveðnum tíma um páskana þar sem almenningur hefur aðgang. Einnig skemmtanir eins og happdrætti og bingó. ’ Það gengur ekki í siðuðu sam- félagi að þröngva vissum lífs- skoðunum upp á fólk.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.