SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 13
10. apríl 2011 13
Í vorferð sem kvennadeilld Reykjavíkurdeildar Rauða
kross Íslands fór í árið 2006 samdi Unnur Halldórs-
dóttir nokkrar skemmtilegar vísur um starfssemi
deildarinnar við lagið ,,Ég langömmu á sem að létt er
lund“. Hér er ein vísa úr þeim bálki.
Á spítölum standa þær valkyrjur vakt.
Í verslunarstarfsemi mikið er lagt.
Gróðinn af sjoppunum gengur í sjóð
fyrir græjum og tækjum sem skima vort blóð.
Í þessum sjóð er ávöxtun góð,
rausnarleg framlögin þakkar vor þjóð.
F
yrsta sölubúðin var opnuð í Landakoti árið
1967,“ segir Jóhanna Jónsdóttir sem verið
hefur sjálfboðaliði í 30 ár í versluninni í
Fossvogi og er hafsjór af fróðleik um
starfsemina. „Það var Ragnheiður Guðmundsdóttir
augnlæknir sem átti hugmyndina að stofnun búð-
anna. Hún hafði dvalist í Bandaríkjunum og kynnst
þessu þar og kynnt sér og stofnaði þetta félag,
kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Ís-
lands árið 1966. Við erum því 45 ára á þessu ári.“
Að afla fjár fyrir
bágstadda og fyrir tækjum
Tilgangur verslunarinnar var að afla fjár til þess að
aðstoða bæði einstaklinga, t.d. blinda, en einnig að
safna fyrir tækjum fyrir Landakotspítala. Fljótlega
jókst starfsemin því fleiri þurftu á aðstoð að halda.
Nú rekur kvennadeildin tvær verslanir á Landspít-
alanum – Háskólasjúkrahúsi, eina í Fossvogi og
eina við Hringbraut.
En hvers vegna skyldu þær Jóhanna og Helga
Friðbjarnardóttir sem staðið hefur vaktina í 25 ár í
versluninni við Hringbraut hafa byrjað að vinna í
búðunum? „Ég hef nú alltaf haft áhuga á kven- og
góðgerðarfélögum,“ segir Helga og brosir. „Þá er
ég líka utan af landi og þar sem fámennið er oft
meira er fólk oft virkara í félagsstarfi svo ég hafði
töluvert verið í því. Þegar ég síðan flutti til
Reykjavíkur þá hitti ég konu sem spurði mig hvort
ég hefði ekki áhuga á því að vinna í verslunum RKÍ
og ég sló til. Mér fannst svo gaman að afgreiða í
búð og fannst auk þess tilvalið að hitta aðrar kon-
ur. Þegar ég síðan var komin í vinnu, vann ég eftir
hádegi en í RKÍ búðinni fyrir hádegi.“
Jóhanna hafði einnig verið útivinnandi ásamt
sjálfboðaliðavinnunni. „Ég fór að vinna í RKÍ búð-
inni í Fossvogi til að láta gott af mér leiða og hitta
gott fólk. Ég sé ekki eftir einni stund. Mér finnst
þetta svo gaman að í síðustu viku tók ég tvær
vaktir,“ segir hún og hlær.
Finnum að við erum að gera gagn
Hélduð þið í byrjun að þið mynduð endast öll þessi
ár? „Við vorum nú ekkert að spá í það þá,“ segja
þær brosandi. „En við hlökkum enn til að fara á
vakt. Fólk er mjög þakklátt fyrir það starf sem við
innum af hendi og þá þjónustu sem við veitum.
Það segir jafnvel: „Mikið eruð þið góðar að gera
þetta.“ Það hjálpar að finna að við erum að gera
gagn. Hér eru konur að vinna sem geta ekki hætt
og eru orðnar 80-85 ára. Það segir bara til um
hvað starfið er skemmtilegt.“
Þær Helga og Jóhanna segja að vöruúrvalið í
búðunum hafi lítið breyst frá því að þær byrjuðu.
„Reyndar vorum við í fyrstu með sígarettur og
eldspýtur og þeim var raðað upp á besta stað í
versluninni. Það var ekki lítil óánægja þegar við
hættum með þær,“ segja þær og hlæja. „Við vorum
langt á undan okkar samtíð hvað það varðaði en
okkur fannst við ekki geta selt tóbak og starfað á
þessu sviði. Við töpuðum vissulega svolítið á því að
hætta með sígaretturnar því fólk keypti yfirleitt
eitthvað annað líka. En það var alveg þess virði því
eins og nú er vitað er tóbak svo heilsuspillandi. En
enn þann dag í dag spyr fólk um sígarettur og
verður svolítið hvekkt þegar við segjumst ekki
selja tóbak og spyr þá gjarnan. „Hvar er næsta
sjoppa,“ segir þær stöllur og brosa.
Vöruúrvalið er annars ótrúlegt í ekki stærri búð-
um. „Við erum með mikið úrval af gosi og sælgæti,
kaffi og samlokur, snyrtivörur, gjafavörur, síma-
kort, frímerki, sokkabuxur, sokka, rakvörur, raf-
hlöður, dömubindi, hækjur, tímarit hárskraut og
hálsfestar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga og
sýnir blaðamanni nokkrar slíkar og mátar um leið
við mikla hrifningu gesta og gangandi. „Þetta er
hálfgert kaupfélag,“ segir Jóhanna.
Þekkja þarfir margra viðskiptavina
Helstu viðskiptavinirnir eru starfsfólkið og sjúk-
lingarnir og það er einnig töluvert um að gestir,
sem eru að koma með fólk í rannsóknir komi og
versli í RKÍ búðunum. „Já, já, við höfum kynnst
mörgum viðskiptavinum ágætlega og vitum vel
hvað þeir vilja. Sumir þurfa ekkert að opna munn-
inn. Einn hjúkrunarfræðingur kaupir til dæmis
alltaf tvær diet kók og einn læknir aðeins rækju-
samloku og ekkert annað.“
Þá eru það einnig sjálfsalarnir sem líka eru rekn-
ir af kvennadeild Reyikjavíkurdeildar RKÍ en þeir
eru opnir allan sólarhringinn.
Þær Jóhanna og Helga segjast njóta þess að vera
sjálfboðaliðar. „Viðhorfið gagnvart sjálfboðaliðum
er mjög jákvætt og vinnan okkar kemur frá hjart-
anu. Það er einnig svo ánægjulegt að sjá hversu
miklu þetta starf skilar og hversu mörgum það
hjálpar. Það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum í versl-
anir RKÍ svo við hvetjum alla sem vilja vinna
skemmtilegt starf með skemmtilegum konum að
sækja um. Það er líka svo mikið félagsstarf í kring-
um þetta.“
En hver skyldi helsti sjarmi búðanna vera? „Nú
hann er auðvitað við, þessar yndislegu konur,
sjálfboðaliðarnir, sem gera allt fyrir viðskptavin-
ina,“ segja þær Jóhanna og Helga hlæjandi og mega
nú ekki lengur vera að þessu spjalli því það eru
komnir viðskiptavinir sem ætla að kaupa gos og
sælgæti.
Jóhanna Jónsdóttir og Helga Friðbjarnardóttir hafa samtals staðið vaktina í meira en hálfa öld.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Sjálfboða-
liðinn
vinnur með
hjartanu
Þær hringsnúast brosandi í
kringum viðskiptavininn á
þessum fáu fermetrum sem hýs-
ir þessi litlu kaupfélög sem
kvennadeild Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands stofnaði
fyrst árið 1967 á spítala í Reykja-
vík. Þær þekkjast á bláum
svuntum eða jökkum með rauð-
um krossi í barminum.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Gróðinn af sölubúðunum
gengur í sjóð
Árið 2010 var ágóðinn af rekstri RKÍ-búðanna rúm-
lega níu milljónir og var fénu ráðstafað til eftirfarandi
verkefna:
Mentor; félagsvinur kvenna af erlendum uppruna
1.000.000 kr.
Líknardeild LSH Landakoti 1.105.825 kr.
Blindrabókasafnið styrkur 300.000 kr.
Bókasöfn sjúkrahúsa styrkur 500.000 kr.
Samhjálp – súpueldhús 750.000 kr.
Karlmenn og krabbamein – ,,mottumars“ 500.000
kr.
Dropinn 600.000 kr.
Skógarbær 868.100 kr.
Heilsuhýsi Reykjavíkurdeildar 300.000 kr.
LSH – Svæfinga og gjörgæsludeild Kvennasviðs
3.214.624 kr.
Samtals 9.138.549 kr.
Gjafirnar koma að
góðum notum
’
Sumir þurfa ekkert að
opna munninn. Einn
hjúkrunarfræðingur
kaupir til dæmis alltaf tvær
diet kók og einn læknir aðeins
rækjusamloku og ekkert
annað.