SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 16
16 10. apríl 2011
Á tónleikum fiðlusnillingsins Söru
Chang í Walt Disney-tónlistarhöllinni í
Los Angeles í mars varð ekki komist hjá
því að veita því athygli að þar eru
þakkir fyrir fjárhagsstuðning uppi um
alla veggi. Því er forvitnilegt að spyrja
Helga hvort þessi hefð, að auðmenn
styrki listir, skipti öllu máli í Bandaríkj-
unum?
„Við fáum eiginlega ekki neitt frá rík-
inu sjálfu. Það sem við fáum er í gegn-
um miðasöluna. Svo bætist við það sem
kemur frá velunnurum okkar, hvort
sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar.
Það er mikið um slíka styrki.“
– Hvert er hlutfallið?
„Ég sé ekki um fjárhagshliðina en
síðast þegar ég vissi var hlutur miðasöl-
unnar á bilinu 55%-65%.“
– Salurinn tekur 3.200 manns í sæti.
Hvernig er nýtingarhlutfallið?
„Það fer dálítið eftir því hvað er á
dagskránni. Það selst alltaf upp á
Hnetubrjótinn, Svanavatnið eða Rómeó
og Júlíu. Á hinum ballettunum, sér-
staklega þegar það eru þrír ballettar á
efnisskránni um kvöldið, er meðalnýt-
ingin um 85-90% sem þykir afskaplega
gott.“
Ekki eins og í óperunni
– Ég sat á efstu svölunum á ballettinum
Coppéliu hjá þér í síðustu viku. Þar
mátti sjá skjá sem færði ballettinn nær
áhorfendum. Það munaði þó ekki
miklu. Kemur til greina að setja upp
fleiri en eina myndavél eins og dæmi
eru um að gert sé á óperutónleikum?
„Notkun einnar myndavélar stafar af
því að filmuvélin sjálf er ekki nógu góð
fyrir dansinn. Ef maður horfir á óperu
er mikið meira um að aðalpersónurnar
séu kyrrstæðar. Söngvari syngur á ein-
um stað og svo færist þungamiðjan
annað. Hér eru dansarar á stöðugri
hreyfingu fram og til baka um sviðið.
Kvikmyndavélin í leikhúsinu er ekki
nógu góð til að ná því. Það er þess
vegna sem við notum aðeins eina upp-
tökuvél. Það er sama vél og við notum á
bak við sviðið til að sjá hvað er að ger-
ast á sviðinu. Það væri gífurlega dýrt að
fá slíkar kvikmyndavélar og setja upp í
sýningarsalnum. Kostnaðurinn gæti
hlaupið á hundruðum milljóna, ef ekki
meira. Dans krefst allt annarrar upp-
tökutækni en óperan.“
Bestu miðarnir í miðjunni
– Þannig að maður þarf að venja sig á
að koma með kíki?
„Já. Ég verð að viðurkenna að mið-
arnir sem eru efst uppi eru þeir sem
seljast síðast. Það eru ekki dýrustu mið-
arnir sem gera það. Ef fólk hefur áhuga
á dansi vill það vera nær. En það er
mjög gott fyrir ungt fólk eða nemendur
að eiga kost á ódýrari miðum svo það
komist inn.“
– Þú veist hvernig gengið er?
„Já, já. Ég skil það alveg. Þegar ég var
unglingur og var að fara á sýningar í
New York þá sat ég þar líka,“ segir
Helgi en bestu miðarnir í salnum þykja
vera í miðjunni, þar sem fótahreyfingar
og mynstur þeirra í dansinum sjást best.
Reiða sig á velunnara
Eftirvænting ríkti í anddyrinu í War Memorial Opera House skömmu fyrir sýningu á ballett-
inum Coppéliu laugardaginn 19. mars í útgáfu Alexöndru Danilova og George Balanchine.
Morgunblaðið/Zoë Robert
Augnabliki fyrir sýningu. Efst á myndinni má greina svartan sívalning sem er áfastur loftinu.
Hann geymir sýningartjald sem sýnir ballettinn í beinni útsendingu í gegnum upptökuvél.
Morgunblaðið/Zoë Robert
Efnisskráin hjá San Francisco-ballettinum
sameinar klassíska hefð og framsækni.
Á efnisskránni eru verk á borð við Copp-
éliu í útgáfu Alexöndru Danilovu og George
Balanchine, en í efnisskrá verksins segir að
það krefjist framúrskarandi klassískrar
tækni, næmis fyrir tónlist og kómískrar tíma-
setningar. Kemur jafnframt fram í efnis-
skránni að um 70 hljómlistarmenn séu í
hljómsveit ballettsins, sem Martin West fer
fyrir. Af öðrum verkum má nefna Litlu haf-
meyjuna, en það var John Neumeier sem
samdi dansinn við tónlist Leru Auerbach.
Þá er hið klassíska verk Hnetubrjóturinn
sett upp í ár sem og verkið Giselle en báðir
eru ballettarnir í fullri lengd. Þá er verk Helga
Tómassonar, 7 for Eight, sýnt sama kvöld og
ballettarnir Ghosts og Chroma, en sá síðari
er nýr, að því er vefur ballettsins greinir frá.
Á öðru þriggja balletta kvöldi er boðið upp
á Underskin, Number Nine og Petrouchka.
Var ballettinn Number Nine raunar heims-
frumsýndur í gærkvöldi. Annað slíkt kvöld
samanstendur af Symphonic Variations,
RAkU og Symphony in C en RAkU er nýr.
Fjórða kvöldið þar sem þrír ballettar eru á
efnisskránni samanstendur svo af Classical
Symphony, Nanna’s Lied og Artifact Suite.
Áhugasömum er bent á að sýningar á Litlu
hafmeyjunni eru í gangi, líkt og áðurnefndir
ballettar, 7 for Eight og Underskin.
Má geta þess að Litla hafmeyjan var aug-
lýst um alla borg, líkt og tónleikar Lady Gaga
og U2. Var nafn Helga sérstaklega auglýst.
Af einkahögum Helga er það að segja að
hann á afdrep í sveitasetri í Napa Valley
þangað sem hann leitar með konu sinni,
Marlene, þegar færi gefst. Á Helgi þar litla
vínekru en í setrinu er að finna íslenska list,
að sögn San Francisco Chronicle. Hjónin
eiga tvo syni, Kris (43 ára) og Erik (39 ára).
Kris er hönnuður en Erik ljósmyndari.
Klassík í bland við tilraunamennsku
Yuan Yuan Tan í Litlu hafmeyjunni eftir John Neu-
meier. Ballettinn byggir á ævintýri H.C. Andersen.
Ljósmynd/Erik Tomasson
Á síðustu tveimur árum hafa tvær vin-
sælar kvikmyndir þar sem ballett kemur
við sögu litið dagsins ljós, ástralska
kvikmyndin Mao’s last dancer og verð-
launamyndin Black Swan. Talið berst að
myndunum á skrifstofunni hjá Helga og
staldrar ballettmeistarinn við Mao’s last
dancer, áhrifaríka kvikmynd um dans-
arann Li Cunxin sem sló í gegn í Banda-
ríkjunum eftir að hafa yfirgefið fóstur-
jörðina við mikla vanþóknun kínverska
kommúnistaflokksins.
„Ég þekkti þann dansara. Ég samdi
fyrir hann ballett í Houston þegar hann
var þar. Þetta var yndislegur maður og
frábær dansari,“ segir Helgi og vísar til
ballettsins Beads of Memory sem settur
var upp í Texas árið 1985.
– Hafa þessar tvær myndir, sér-
staklega Black Swan, aukið áhuga á
ballett með því að höfða til breiðari
hóps en sótt hefur ballett hingað til?
„Ég veit það ekki. Það er gífurlega
mikill áhugi, sérstaklega í þessari borg,
fyrir dansinum. Ég veit ekki hvort það
hefur aukið áhugann,“ segir Helgi og
hugsar sig um. Víkur svo að myndunum
tveimur.
„Myndin um Li sýnir vel hvað hann
þurfti að ganga í gegnum til þess að
komast áfram. Black Swan er ekki
raunsæ lýsing á ballett. Hin myndin var
um dansara og hvernig hann komst upp
á toppinn. Black Swan var sálfræðitryll-
ir. Hún er í raun ekki mynd um dans.“
Hló að atriðum í Black Swan
– Í Black Swan beitir franskur ballett-
meistari öllum brögðum til að laða það
besta út úr dansaranum sem Natalia
Portman leikur. Er þetta raunsæ lýsing
á sambandi dansara og þjálfara?
„Nei.“
– Af hverju ekki?
„Við í ballettheiminum teljum að
myndin hafi ekki gefið rétta mynd af
því hvernig ballettfyrirtæki starfa í dag.
Myndin er fantasía. Ég get satt að segja
sagt þér að á stundum gat ég ekki stillt
mig um að hlæja í kvikmyndasalnum.
Mér þóttu mörg atriðin svo fáranleg.“
– Hvaða atriði þá? Myndin lýsir þeirri
gríðarlegu samkeppni sem er um að
hreppa helstu hlutverkin. Hvað í lýsing-
unni var út í hött?
„Samkeppnin er mikil. Því er ekki að
neita. Hins vegar er hún ekki jafn
grimmileg hjá bandarískum ballett-
hópum og skilja mætti af myndinni.
Ballettkennarinn í myndinni er sérkapí-
tuli út af fyrir sig. Ég hef aldrei séð
kennara haga sér svona.“
– Það er mikið dansað í þessum
myndum. Hversu góðir eru dansararnir
miðað við atvinnudansara?
„Dansararnir í myndinni um Li eru
einstaklega góðir, sérstaklega sá sem fer
með hlutverk hans. Það er alveg stór-
kostlegur dansari. Í kvikmyndinni
Black Swan er það ekki Portman
sem dansar. Það er annar leikari
sem kemur inn fyrir hana.
Þetta sást á fótahreyfingunum.
Þegar maður sá Portman í
mynd var hún sjálf að „dansa“,“
segir Helgi og gerir gæsalappir með
fingrunum.
Brosir þó ekki.
Lítt hrifinn af Black Swan
OSCARS/