SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 23

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 23
10. apríl 2011 23 Þ að er mikið brautryðjandastarf unnið hjá Hinu íslenska fornritafélagi, sem hef- ur nú gefið út Morkinskinnu í vandaðri útgáfu fyrir almenning. „Næst á eftir Heimskringlu er Morkinskinna merkilegasta konungasagna- safnið,“ segir Jóhannes Nordal, forseti félagsins, í samtali sem Pétur Blöndal á við hann í Sunnudagsmogganum í dag. „Þetta er samfelld saga Noregskonunga frá Magn- úsi góða og fram undir Sverri konung.“ Það fer vel á því að Jóhannes fari fyrir starfi Fornritafélagsins, sem stofnað var árið 1928, því faðir hans, Sigurður Nordal prófessor, var fyrsti útgáfustjóri félagsins og gaf út fyrstu söguna, Egils sögu. Jóhannes byrjaði snemma að lesa Íslendingasögurnar, kannski ellefu, tólf ára gamall. Hann segist ekki geta dæmt um það, hvort þjóðin hafi fjarlægst sagnaarfinn, þó að hon- um þyki það líklegt. „Sögurnar voru alls staðar og ég held það sé óhjákvæmilegt, að þær séu minna lesnar og öðruvísi en á þeim tíma. En ég er viss um að þeir sem lesa þær í dag hafa jafngaman af þeim og þá. Ekkert hefur breyst að því leyti. Það er bara að komast á bragðið.“ Það skyldi þó aldrei vera, að yngri kynslóðir geti vel hugsað sér að lesa Íslendingasög- urnar, bara ef bækurnar eru til á heimilinu og þær ber á góma hjá foreldrunum. Og það hlýtur að teljast mikils vert, að börnin komist á bragðið og fari ekki á mis við sögur og lærdóm kynslóðanna. Aðdráttarafl Hörpunnar Helgi Tómasson hefur um langt árabil verið í hópi fremstu listamanna þjóðarinnar. Á næsta ári verða 60 ár liðin frá því hann tók þátt í ballettsýningu í Þjóðleikhúsinu. Og það eru mikilsverð tíðindi að hann sýni því áhuga að koma hingað til lands og setja upp sýn- ingu með San Francisco-ballettinum í Hörpunni. Það á að vera vettvangur okkar fremstu listamanna. „Það væri afskaplega gaman að geta komið einu sinni enn með dansflokkinn heim,“ segir hann í samtali í Sunnudagsmogganum. „Nú veit ég ekki hvernig tónlistarhúsið Harpan er eða hvort ballettinn geti fengið tækifæri til að komast þangað inn. Það væri gaman að skoða Hörpuna og kynna sér hvernig aðstæður væru fyrir því að koma heim aftur.“ Mikið hefur verið skeggrætt um ærinn kostnað við Hörpuna, en vonandi er áhuginn sem Helgi sýnir aðeins forsmekkurinn af því aðdráttarafli sem Harpan hefur, að toga listamenn á heimsmælikvarða til Íslands. Það er fróðlegt að skyggnast yfir feril Helga í úttekt Baldurs Arnarsonar, sem tók viðtal við hann í San Francisco í byrjun vikunnar. Helgi hefur verið listrænn stjórnandi dans- flokksins frá árinu 1985 og hefur hann tekið stórstígum framförum síðan þá, svo mjög að hann er almennt viðurkenndur sem einn fremsti ballett Bandaríkjanna. Og lykillinn að framförunum er lífið sem skapast hefur í kringum dansflokkinn, ekki síst að tekist hefur að vekja áhuga unga fólksins. Listin þrífst á samfélaginu og samfélagið á listinni. Brautryðjendur í bókum „Ég æpti upp yfir mig af gleði.“ Priyanka Thapa um að Útlendingastofnun ætlaði að endurskoða umsókn hennar um dvalarleyfi. „Ég keypti stærra sjónvarp og sé nú allt sem ég vil sjá og stundum meira.“ Bjarni Erik Einarsson sem varð 100 ára sá text- ann illa á sjónvarpinu og keypti því risaflatskjá. „Hvað eru þau skrif annað en ofbeldi og dónaskapur?“ Jón Gnarr í borgarstjórn um skrif Agnesar Bragadóttur um hann í Morg- unblaðinu. „Lestu umsagnir for- eldra, frekar en Morgunblaðið.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, við Jón. „Það eru allar lík- ur á því að bestu pylsur í heimi sé að finna á Íslandi.“ Bandaríski blaðamaðurinn Victoria Haschka hreifst af Bæjarins beztu. „Timburmennirnir sem ég fékk daginn eftir eru bestu timburmenn sem ég hef nokkru sinni upplifað!“ Stefán Gíslason knattspyrnumaður drakk kampavínsflösku ásamt konu sinni daginn sem hann losnaði frá Bröndby í Danmörku. „Við kynntumst í kælinum.“ Guðmundur Karl Tryggvason og Helga Árnadótt- ir, nú eigendur Bautans á Akureyri, kynntust þegar þau þrifu kælinn um áramót fyrir margt löngu. Haldið var upp á 40 ára af- mæli Bautans í vikunni. „#%&##%&##%&#“ Fótboltamaðurinn Wayne Rooney fagn- aði þriðja marki sínu fyrir Man. Utd. gegn West Ham með því að blóta hressilega beint í sjónvarpsvél. „Þýðingin“ er Morgunblaðsins. „Nýi framkvæmda- stjórinn fær 4000 pund á tímann. Ég fæ 7 pund. Er það sanngjarnt?“ Aðstoðarkona í Lloyds Banking Group á fésbókinni. Nýi yfir- maðurinn lét segja henni upp. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal bankamönnum og gestum þeirra: „Þegar við nú fögnum fimmtíu ára afmæli Seðlabanka Íslands búast því væntanlega margir við að ég segi bank- anum til syndanna og lesi þungbrýndur upp af löngu syndaregistri. Og víst er um það að fyrsti áratugur þessarar aldar markaði ekki glæstustu kaflana í sögu Seðlabankans eða sögu íslenskrar hagstjórnar. Þessi ræða verður þó ekki í þeim dúr. Þjóðin stendur frammi fyrir þeirri raunverulegu ógn að umræðan í landinu stjórnist af heilögum sakbendlum sem nærast á og næra hræsnisfulla fortíðarsýn sem horfir framhjá framtíðinni, skilur bara persónusögu, horfir framhjá samábyrgð og hlífir sér við því að skilja í raun hvað gerðist og þar með hvað fram undan er. Málflutningur Seðlabanka Íslands til útskýr- ingar á því sem aflaga fór að þessu leyti í aðdrag- anda hrunsins er í fjötrum persónuvarnar þáver- andi formanns bankastjórnar í tilraunum hans til að koma sök á aðra. Skylda bankans er að skila frjálsu og gagnrýnu fræðilegu mati á því af hverju mælikvarðar Seðlabankans á fjármálastöðugleika í landinu reyndust rangir. Meintar viðvaranir for- manns bankastjórnar sem voru óskráðar og ótengdar mati á fjármálastöðugleika eru nú grunnur saksóknar gegn fyrrverandi forsætisráð- herra. Getur slíkt verklag, jafnvel þótt það hafi verið viðhaft, nokkurn tíma talist réttmætt, fag- legt og stofnuninni samboðið?“ Menn hljóta að spyrja hvers vegna menn kjósa að vega að Ragnari úr launsátri og með slíkum samansúrruðum hrærigraut? Hætta er á því að eftir þessi tilþrif þurfi Ragnar elsku karlinn minn Reykás að bregðast við af afli vilji hann sjá til sól- ar. Það er ekki spurningin. Brim á Nesinu Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.