SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 24

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 24
24 10. apríl 2011 E r þetta nokkuð merkilegt?“ spyr Helga Þórðardóttir, bóndi og viðurkenndur bókari á Mælifellsá í Skagafirði, hlæj- andi en börn hennar, fimm að tölu, hafa ýmist lokið doktorsprófi eða leggja nú stund á nám á því stigi. Elstur er Starri Heiðmarsson, doktor í grasafræði, þá kemur Rakel Heið- marsdóttir, doktor í ráðgjafarsálfræði, síðan Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði, Björn Margeirsson, doktorsnemi í vélaverkfræði og loks Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði. „Ætli nærtækasta skýringin sé ekki sú að þau hafa gaman af að læra og gengur það ágætlega,“ heldur Helga áfram þegar gengið er á hana um skýr- ingu. „Þau er líka svo heppin að hafa valið sér nám sem þau hafa gaman af. Það er ekki lítið lán í lífinu.“ Sjálf hætti Helga ung námi vegna barneigna og tók ekki upp þráðinn fyrr en fyrir tíu árum, þegar öll börnin voru komin á legg. Er viðurkenndur bókari frá HR. „Það var algjört æði að setjast aftur á skólabekk enda hefur mér alltaf þótt ákaflega gaman að læra,“ segir hún. Aldrei skipað að læra Svo virðist sem börnin hafi erft þann eiginleika móður sinnar, alltént kveðst hún aldrei hafa rekið þau áfram í skóla. Þess þurfti ekki. „Meðan þau voru í grunnskóla þurfti ég aldrei að skipa þeim að læra, þau höfðu alltaf frumkvæði að því sjálf. Það var ósköp þægilegt fyrir mig og feður þeirra. Eig- um við ekki bara að segja að þau séu svona vel uppalin,“ segir hún sposk. Það er sannarlega ekki verri skýring en hver önnur. Faðir eldri systkinanna tveggja er Heiðmar Jónsson, fyrrverandi kennari, en þau Helga skildu árið 1977. Faðir yngri bræðranna þriggja er Margeir Björnsson, bóndi á Mælifellsá. Helgu þykir ekki ósennilegt að syst- kinin hafi hvatt hvert annað til dáða. „Raunar stríða þau mér stundum á því að ég hafi æst upp metnaðinn milli þeirra. Ég er svo sem ekkert að sverja það af mér,“ segir móðirin og bætir við að áhuginn og metnaðurinn einskorðist ekki við nám, systkinin hafi alla tíð verið fús að vinna og taka til hendinni. Börn hennar eru öll alin upp í Skagafirðinum og Helga er sannfærð um að þau séu sátt við að hafa verið alin upp í sveit og fengið að fara í þá skóla sem þau vildu. „Fólk í sveit kvartar stundum yfir að erfitt sé að kosta börn til náms og auðvitað er nokkuð til í því en ég held að þetta sé fyrst og síðast spurning um forgangs- röðun.“ Ekkert systkinanna kaus að fara í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki, sem var næst heimili þeirra. Starri og Rakel fóru í Menntaskólann á Akureyri, Sveinn og Björn í Menntaskólann við Sund og Ólafur í Menntaskólann í Reykjavík. „Þau fóru öll að heiman eftir grunnskóla og hafa meira og Fimm doktora móðir Helga Þórðardóttir, bóndi og bókari í Skagafirði, á fimm börn. Þrjú þeirra hafa lokið doktorsprófi og tvö leggja nú stund á slíkt nám. Móðirin vill sem minnsta ábyrgð á þessari langskólagöngu taka enda þurfti hún aldrei að minna börnin á heimanámið meðan þau voru lítil. Áhuginn og metnaðurinn voru þeim eðlislægir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Helga Þórðardóttir ásamt bónda sínum, Margeiri Björnssyni, á Mælifellsá í Skagafirði. Fæddist árið 1969. Hann lauk doktorsprófi í flokkunarfræðilegri grasafræði með fléttur sem sérgrein í október árið 2000 frá Upp- salaháskóla. Starri hóf störf við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Ís- lands árið 2000 og hefur starfað þar síðan, einkum við rannsóknir á íslenskum fléttum. Áhrif mömmu á námið? „Áhugi minn á náttúrufræðum kviknaði tiltölulega snemma, naut þar uppeldis í sveit og náttúrufróðra afa, en það var þó ekki fyrr en á menntaskólaárunum sem ég tók ákvörðun um að leggja stund á líffræði. Ég fann alltaf fyrir jákvæðum stuðningi for- eldra minna við námsval mitt og skóla- göngu og hvatningu til frekara náms. Það var alltaf eðlilegt skref að loknum grunn- skóla að fara til náms við MA, pabbi og bræður hans MA-stúdentar og tvö af systk- inum mömmu sömuleiðis auk þess sem móðurafi minn stundaði nám þar. Mamma lauk ekki langskólanámi, kannski af mínum völdum enda fæddist ég þegar hún var nítján ára, en mér fannst ég skynja að hún hefði gjarnan farið þá leið. Enda hefur hún í gegnum tíðina verið dugleg að sækja sér fjölbreytta menntun.“ Starri Heiðmarsson Ljósmynd/Martin Kukwa Rakel Heiðmarsdóttir fæddist árið 1972. Hún lauk doktorsprófi í ráðgjafarsálfræði frá Tex- asháskóla í Austin árið 2002. Lokaverkefni hennar snerist um að skoða hvernig banda- rískum fyrirtækjum gengur að standa við fyr- irheit um sveigjanleika gagnvart starfsfólki. Rakel hefur verið framkvæmdastjóri mann- auðssviðs Norðuráls á Grundartanga síðan 2005. „Ég fór í námið til að geta praktíserað en ég fann fljótt að þetta starf átti betur við mig. Ég er nefnilega þessi ofvirka týpa sem vill hafa mikið umleikis,“ segir hún og hlær. „Menntunin nýtist mjög vel í þessu starfi.“ Áhrif mömmu á námið? „Skilaboðin um að læra eitthvað til að eiga meiri möguleika í lífinu voru undirliggjandi á mínu æskuheimili. Mamma hefur samt aldrei verið stýrandi, bara hvetjandi og styðjandi. Hún gleðst alltaf með manni, tilætlunarsemi er ekki til í henni.“ Rakel kveðst sjálf hafa tekið ákvörðun um allt sitt nám, allt frá vali á menntaskóla. „Það þurfti lítið að ýta við mér í námi, frekar að ég þyrfti að halda aftur af mér. Ég var bekk á und- an í grunnskóla og fannst ég stundum þurfa að stilla mig til að vera ekki of mikill nörd,“ rifjar Rakel upp hlæjandi. Hún segir engan sérstakan meting hafa verið milli systkinanna í námi. „Starri er auð- vitað ákveðin fyrirmynd vegna þess að hann er elstur og fór fyrstur í doktorsnám. Það hafði hins vegar engin úrslitaáhrif á mig. Ég þurfti einfaldlega að ljúka doktorsprófi til að vera viðurkennd sem sálfræðingur á Íslandi og það dreif mig áfram.“ Rakel Heiðmarsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.