SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 30

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 30
30 10. apríl 2011 Þ jóðaratkvæðagreiðslan um Ice- save-samninginn, sem fram fer í dag er mikilvæg af mörgum ástæðum en ein þeirra skiptir þó mestu. Nú er það þjóðin sjálf, sem tekur ákvörðun. Ekki kjörnir fulltrúar hennar. Taki hún ákvörðun um að segja já er það meirihluti þeirra, sem borga, sem tekur þá ákvörðun. Taki hún ákvörðun um að segja nei fer ekki á milli mála, að réttur aðili hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu og er þá tilbúinn til að takast á við það, sem á eftir fylgir – ef það verður þá nokkuð. Í dag er íslenzka þjóðin að taka afstöðu til þess grundvallaratriðis, sem rætt hefur verið um í flestum Evrópulöndum und- anfarna mánuði og misseri. Eru einhver rök fyrir því, að skattgreiðendur – í hvaða landi sem er – taki á sig afleiðingar rangra ákvarðana sem stjórnendur einkafyrir- tækja hafa tekið? Hingað til hefur engum dottið í hug, að það ætti við um einkafyrir- tæki almennt en því hefur verið haldið fram að annað ætti við um fjármálafyrir- tæki. Smátt og smátt hefur viðhorfið verið að breytast, ekki sízt í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, stendur frammi fyrir þunga andúðar þýzkra skattborgara á að taka á sig kostnað vegna efnahagserfiðleika annarra þjóða. Engum írskum stjórnmálamanni mundi nú detta í hug að gera það, sem þáverandi fjár- málaráðherra Írlands gerði 29. september 2008 að lýsa yfir ábyrgð írska ríkisins á öll- um skuldum írskra banka. Finnar hallast í vaxandi mæli að stuðningi við stjórnmála- flokk, sem nefnist Sannir Finnar, sem mælir gegn því að finnskir skattgreiðendur taki á sig byrðar vegna vandamála annarra evruríkja. Í grundvallaratriðum er íslenzka þjóðin í dag að taka afstöðu til sömu meginsjónar- miða og til umræðu hafa verið í Þýzkalandi, Írlandi og í Finnlandi. Hver stjórnmála- maðurinn á fætur öðrum í þessum ríkjum og öðrum evruríkjum hefur sagt að aldrei aftur megi til þess koma að skattgreiðendur taki á sig skuldir einkafyrirtækja, jafnvel þótt um fjármálafyrirtæki sé að ræða. Þess vegna verður fylgzt með niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu okkar af áhuga í öðrum löndum. Þetta er önnur atkvæðagreiðslan, sem þjóðin gengur til um Icesave. Þessar at- kvæðagreiðslur eru vísbending um það sem koma skal. Það verður ekki til baka snúið. Á Alþingi er komin samstaða um að breyta stjórnarskrárákvæðum, sem nú eru fólgin í 26. stjórnarskrárinnar. Sumarið 2004 var ekki pólitísk samstaða um það, þegar forseti vísaði fjölmiðlalögunum svo- nefndu til þjóðaratkvæðis. Nú er pólitísk samstaða um að þau stjórnarskrárákvæði séu úrelt. Nú er þjóðin að kynnast því hvað í því felst að hún hafi hið endanlega úrskurðar- vald sjálf. Og þessi vel menntaða og upp- lýsta þjóð tekur það hlutverk alvarlega. Það er augljóst að fólk hefur lagt áherzlu á að kynna sér viðfangsefnið, Icesave, vel. Fólk hefur ekki hlaupið að neinni niðurstöðu. Það hefur m.a. komið í ljós í skoðanakönn- unum, sem hafa sýnt hversu margir hafa ekki gert upp hug sinn. Efnisatriði málsins hafa verið rædd manna á meðal fram og aftur. Þannig á þetta að vera. Svona á þjóð að komast að niðurstöðu. Við getum töluvert lært af aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í dag. Það er nokkuð ljóst, að hinn almenni borgari kann því ekki vel, að of miklar tilraunir séu gerðar til þess að hafa áhrif á afstöðu hans. Einn við- mælandi minn, sem kom mikið við sögu í forsetakosningunum 1968, hafði orð á því nú í vikunni, að viðbrögð fólks við slíkum tilraunum „fyrirmenna“, þ.e. fólks, sem verið hefur áberandi í þjóðlífinu á undan- förnum árum og áratugum, ýmist í stjórn- málum eða á öðrum vettvangi, minntu sig á sambærileg viðbrögð frá kosningabarátt- unni sumarið 1968. Hinn almenni borgari kann illa einhverju sem hann upplifir sem „fyrirmæli ofan frá“ um hvernig hann eigi að greiða atkvæði. Þetta eru skiljanleg viðbrögð. Í atkvæða- greiðslum sem þessum er það fólk sjálft sem hefur völdin. Það þarf á upplýsingum að halda um málið, sem til afgreiðslu er en það þarf ekki á leiðbeiningu að halda um hvernig það á að greiða atkvæði. Það hefur alla sömu burði til að taka þá ákvörðun og þeir sem vilja hafa áhrif á þá ákvörðun. Það er svo umhugsunarefni, að stjórnvöld stóðu sig illa í að koma upplýsingum á framfæri eins og gagnrýni forstöðumanns Lagastofnunar Háskóla Íslands er vísbend- ing um. Það hefur líka komið í ljós í aðdraganda þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu, að því er ekki vel tekið, þegar kjörnir fulltrúar reyna beinlínis að koma í veg fyrir að upplýs- ingar, sem varða málefnið, sem kjósa á um, komist til almennings áður en kjósandinn tekur sína ákvörðun. Þetta á við um við- leitni fjármálaráðherra til þess að halda hjá sér upplýsingum um kostnað við samn- ingagerðina um Icesave. Þannig má margt af þessari atkvæða- greiðslu læra, hver svo sem niðurstaða hennar verður. En vonandi verða at- kvæðagreiðslurnar tvær um Icesave til þess að sú aðferð að þjóðin sjálf taki meginákv- arðanir um málefni sín beint og án milli- göngu ryðji sér til rúms og verði grund- vallarþáttur í nýrri stjórnskipan íslenzka lýðveldisins. Þótt við höfum stundum átt í basli með sameiginleg málefni okkar sem þjóðar er staðreyndin sú, að hér eru á Íslandi allar forsendur fyrir hendi til þess að byggja upp fyrirmyndarsamfélag. Þótt fámennið sé stundum ókostur getur það líka verið kost- ur. Fámennið, hátt menntunarstig, vel upplýst fólk og aðgengi að upplýsingum. Allt veldur þetta því að við höfum tækifæri til að byggja upp samfélag, sem góð sátt ríkir um meðal þegnanna – og getur kannski orðið öðrum til eftirbreytni. Nú ákveður þjóðin sjálf Af innlendum vettvangi... Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is H in íslenzka höfuðborg og íbúar hennar fögn- uðu í gær Friðriki 9. Danakonungi og Ingi- ríði drottningu hans af miklum og innilegum hlýhug við komu þeirra til landsins. Borgin var hvarvetna fánum skreytt og víða blöktu danski og íslenzki fáninn hlið við hlið. Götur þær, sem konungs- hjónin og fylgdarlið þeirra óku um frá flugvellinum til Ráðherrabústaðarins voru skreyttar fánalitum beggja þjóðanna og þúsundir skólabarna veifuðu smáfánum. Geysilegur mannfjöldi hafði skipað sér meðfram götum þeim, sem konungshjónin og fylgdarlið þeirra fór um, allt frá Miklatorgi til Tjarnargötu. Á flugvellinum var einnig saman kominn mikill fjöldi fólks, auk æðstu manna þjóðarinnar, forsetahjónanna, ríkisstjórnarinnar og fleiri embættismanna. Allar báru móttökurnar þenn- an fyrsta dag konungsheimsóknarinnar vott gleði ís- lenzku þjóðarinnar yfir komu dönsku konungshjónanna og hlýhugar í þeirra garð og dönsku þjóðarinnar.“ Þannig byrjaði forsíðufrétt Morgunblaðsins miðviku- daginn 11. apríl 1956, daginn eftir að Friðrik 9. Danakon- ungur og Ingiríður drottning komu hingað í þriggja daga opinbera heimsókn. Forsíða blaðsins var nær alfarið lögð undir hina konunglegu heimsókn, í máli og myndum, og greinilegt á allri umfjöllun að um stórviðburð var að ræða enda var þetta fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja til Íslands eftir að landið endurheimti sjálfstæði sitt tólf árum áður. Á baksíðunni voru einnig myndir frá heimsókninni og ítarleg umfjöllun inni í blaðinu. Sami háttur var hafður á meðan á heimsókninni stóð. Að kvöldi komudags hélt Ásgeir Ásgeirsson forseti konungshjónunum veislu á Hótel Borg að viðstöddu fjöl- menni. Sagði hann þá meðal annars: „Þér hafið notið hylli þjóðarinnar eins og öll yðar ætt, frá því að Kristján konungur níundi steig hér á land, fyrstur konunga, á þúsund ára landnámshátíð Íslands með hina fyrstu stjórnarskrá Íslands í sinni landsföður hendi. Vér minnumst bæði afa yðar og föður með þakk- læti og virðingu, og á þessari stundu sérstaklega þeirra heillaóska, sem Kristján konungur tíundi, sendi Alþingi og íslenzku þjóðinni við stofnun lýðveldisins á Þingvöll- um fyrir tólf árum. Það var konungleg kveðja á örlaga- stund, og til fyrirmyndar öðrum þjóðhöfðingjum. Yðar hátign hefur með allri framkomu yðar í Íslands garð staðfest þessar kveðjur og árnaðaróskir, og full- komnað það með því að koma nú sem hinn fyrsti erlendi þjóðhöfðingi í opinbera heimsókn til vors endurreista lýðveldis. Þessi stund er oss viðkvæm og jafnframt til mikils fagnaðar, líkt og þær úrslitastundir sögunnar, þar sem hvort getur farið sína leið, hið persónulega og hið pólitíska. Við þessa samfundi rifjum vér ekki einungis upp gamla vináttu, heldur styrkjum og treystum ný vin- áttubönd við yður sem vinsælan og mikilsvirtan konung vorrar dönsku frændþjóðar!“ Friðrik 9. svaraði að bragði: „Frá því ég kom hingað fyrst 1921 með foreldrum mínum hefur mér virzt Ísland eitt hinna fegurstu landa er ég hef séð, og þessi tilfinning hefur orðið sterkari í hvert sinn, er ég hef komið hér síðan. Ég hef ávallt hrif- izt af hinni stórbrotnu náttúru landsins, og er ég minnist þeirrar vináttu og samúðar, er mér, – og drottningunni einnig, er við komum hér 1938, – hefur verið sýnd hér á landi á svo margan hátt, er það einlæg gleði að líta aftur þetta land.“ Við lok heimsóknarinnar skiptust þjóðhöfðingjarnir á gjöfum. Konungur færði forseta Íslands og frú forkunn- arfagran silfurkertastjaka en Ásgeir færði Friðriki fallega silfurskál með fangamarki konungs og drottningar. Friðrik 9. var konungur Danmerkur frá 1947 til dauða- dags 1972. Hann var faðir núverandi drottningar, Mar- grétar Þórhildar. Ingiríður lést í hárri elli árið 2000. orri@mbl.is Opinber heimsókn Friðriks 9. Friðrik 9. heilsar upp á Dani búsetta á Íslandi í sendiráðinu. Heimsókn hans vorið 1956 vakti mikla lukku hér á landi. ’ Frá því ég kom hingað fyrst 1921 hefur mér virzt Ísland eitt hinna fegurstu landa er ég hef séð. Ingiríður drottning, Friðrik konungur, Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú og Ásgeir Ásgeirsson forseti í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á þessum degi 10. apríl 1956

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.