SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 34
34 10. apríl 2011 V erksmiðjuhúsnæðið við Skúlagötu 28 þar sem Kex- verksmiðjan Frón var til húsa áratugum saman varð Pétri Marteinssyni og félögum hans að inn- blæstri. Þá langaði að gera eitthvað með þetta húsnæði og fannst staðsetningin skemmtileg og varð niðurstaðan sú að opna hostel. Það hefur fengið nafnið Kex og verður opnað í maí. Húsnæðið er bjart og það er vítt til veggja. Iðnaðarmenn eru hvarvetna að störfum til að gera allt klárt fyrir opnunina. Eftir skoðunarferð reyn- ist nauðsynlegt að færa spjallið yfir í hlið- arherbergi vegna hávaða. Til að byrja með voru þeir þrír í þessu, Pétur, Kristinn Vilbergsson og Dagur Sigurðsson. „Við erum gamlir félagar úr Versló. Dagur er líka félagi úr sportinu,“ segir Pétur en Dagur er handboltaþjálfari og Pétur fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. „Út af því hvernig húsið var skipulagt var ljóst að það væri dýrt að breyta þessu í hótel. Hostel er önnur hlið á sama pening. Okkur fannst sú hug- mynd skemmtileg. Við erum búin að ganga í gegnum góðæri og erum í miðri lægð. Okkur fannst eðlilegt á þessum tímapunkti að bjóða uppá gistimöguleika sem allir hefðu ráð á. Þú átt að geta kom- ið hingað og haft það huggulegt og um- fram allt skemmtilegt,“ segir hann og höfðu þeir samband við húseigendur sem leist vel á að hýsa svona starfsemi. Húsið var í niðurníðslu og búið að leyfa bygg- ingu háhýsis og til stóð að rífa húsið. Til að láta drauminn verða að veruleika þurfti fleira fólk í hópinn. „Ég fæ Eið Smára og Hermann Hreiðarsson til liðs við okkur en við erum gamlir félagar úr landsliðinu. Við höfum oft talað um að gera eitthvað saman,“ segir hann en þarna kom tækifærið. Kunnum að búa til stemningu Pétur segir að þar sem þeir hafi ekki mik- ið vit á ferðamannabransanum hafi þeir fengið frænda Kristins til liðs við sig, sá heitir Ásberg Jónsson og rekur ferða- skrifstofu. „Það þurfti einn slíkan. Við hinir kunnum bara að búa til stemn- ingu,“ grínast Pétur og bætir við að þeir hafi samt mikla þekkingu á ferðalögum enda gist á mörgum hótelum í kringum boltann. Frá upphafi var takmarkið hjá þeim að hafa hostelið skemmtilegt og öðruvísi. „Fyrst þetta var mögulegt var ennþá skemmtilegra að gera eitthvað upp- byggilegt. Það er lagt upp með að hafa þetta skemmtilegt. Út af því að við ákváðum að hafa þetta skemmtilegt, er búið að vera rosalega skemmtilegt. Allir sem hafa komið að þessu hafa náð þessari stemningu og lagt sig fram við að hafa þetta gaman. Þetta er búið að vera ferli sem hófst í júlí, ágúst á síðasta ári og núna erum við að fara að sjá afrakst- urinn,“ segir Pétur sem segir skemmti- lega hliðarverkun af því að koma að svona stóru og miklu verkefni vera þá að hann missi af fréttunum um Icesave og skattahækkanir. Sköpunarkraftur allra hefur verið virkjaður. „Það hafa allir lagt sitt í púkkið og komið með hugmyndir hvort sem þú ert málari, rafvirki, smiður eða pípari. Ef hugmyndin er góð er hún framkvæmd og það skiptir engu máli hver á hana.“ Stéttlaust hótel Kex er víðsýnt hostel og er ekki upptekið af því hvort það sé hótel, gistiheimili eða hostel. „Við höfum oft verið á fimm stjörnu hótelum eins og í kringum bolt- ann en aldrei á skemmtilegum hótelum,“ segir Pétur og útskýrir að slík hótel sæki sama týpan af fólki og það sama megi segja um hostel. „Af hverju þarf að vera svona mikil stéttaskipting á hótelum?“ segir hann en þessu ætla þeir að breyta. „Við erum með sextán manna herbergi með átta kojum en líka með tveggja manna herbergi með hjónarúmi, sjáv- arútsýni, sjónvarpi, baði og öllu tilheyr- andi,“ segir hann en Kex verður með 38 herbergi fyrir 140 gesti. Líka verður hægt að fara einhvern milliveg en þarna verða einnig 2-4 manna gistiheimilisherbergi og sex, átta og tíu manna herbergi. Von- ast þeir til þess að með þessu skapist skemmtilegt og fjölbreytilegt mannlíf í húsinu. Hönnun hússins er kapítuli út af fyrir sig. „Listamaðurinn Magnús Jensson er arkitekt breytinganna. Hann hefur hannað frábært skipulag í húsinu og er flæðið er mjög gott,“ segir hann en inn- anhússhönnuðirnir eru Sara Jónsdóttir og Hálfdán Pedersen. „Sara kemur úr auglýsingabransanum og Hálfdán er leik- myndahönnuður,“ segir hann en mikið er lagt upp úr því að búa til stemningu á hostelinu. „Við viljum ekki fela að þetta hafi verið verksmiðjuhúsnæði, ekki fela að þetta hafi verið kexverksmiðja og heldur ekki fela að þetta hafi verið gamalt hús. Það voru fyrstu stikkorðin. Okkur fannst því eðlilegt að vera með gamla hluti hérna inni.“ Fjársjóðsleit í Bandaríkjunum Sara og Hálfdán fóru til Bandaríkjanna í tvær vikur fyrir jól til að leita að gömlum munum. Þau fóru á markaði í New York en þar var allt svo dýrt. Þau enduðu því í Pittsburg, Ohio og West Virginia. „Þau þræddu markaði, skansölur og ekki síst yfirgefin iðnaðarhúsnæði. Þau voru þarna í ískulda og snjóbyl með lugt á enninu að gramsa í yfirgefnum bygg- ingum og fundu fjársjóði. Meðal þess sem prýðir nú Kex er kirkjubekkir úr Amish-kirkju, borð úr eldgömlu bakaríi, rakarastóll frá Chicago Sköpunar- gleði og skemmtun Fordómalaust og lýðræðislegt hostel verður opn- að í maí í húsnæði við Skúlagötu sem áður hýsti Kexverksmiðjuna Frón. Þar eru gamlir munir í fyrirrúmi og sköpunargleði og skemmtun ekki langt undan. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Gamlir hlutir eru í fyrirrúmi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.