SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Side 40

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Side 40
40 10. apríl 2011 Lífsstíll Þ egar búið er í Englandi er ekki hægt að komast algjörlega hjá því að rekast á bresku konungsfjölskylduna einhvers staðar. Nei, nú er alger óþarfi að missa andann. Mér hefur ekki tekist að komast í te hjá drottningunni eða stefnumót með Villa prins. Því miður og nú er það of seint. Ég á við að víða skjóta þau upp kollinum, þessi blessaða fjölskylda sem er ein sú frægasta í heimi. Þau má t.d. finna á bollum í ferðamannabúðum, örugglega dúk- um og diskamottum líka og auðvit- að kortum. Ég man að ég fékk eitt slíkt frá útlöndum þegar ég var lítil, frá mömmu og pabba. Þá horfði maður stóreygður á yfirskreytta hattana og skartið. Þessi fjölskylda átti greinilega sæmilegan fataskáp. Svo gleymir jú enginn Díönu og þeim sorgardegi þegar hún dó. Hún var alvöru prinsessa. Ljúf, sæt og falleg. Sífellt á þönum í góðgerðarstörfum og alandi upp pottormana sína tvo sem síðan urðu að óstýri- látum unglingum. Í það minnsta Harry, ég trúi engu slæmu upp á hann Villa minn. Svo má nú ekki gleyma blaðinu góða sem alltaf er fullt af löfðum og lávörðum, prinsessum og prinsum og öllu því slekti. Hér á ég að sjálfsögðu við tímaritið góða Hello. Ég fékk eitt gefins áður en ég lagði af stað í fyrsta sinn ein til útlanda. Nýorðin 18 ára og í hendur fékk ég Hello með mynd af Villa sjálfum hinum myndarlega framan á. Ég sá vonarblikið í augum móður minnar þegar hún rétti mér blaðið. Þau eru nú mannleg eftir allt saman og borða meira að segja morgunkornið sitt úr Tupperware. Svo það gat alveg verið að frum- burður hennar sjálfur yrði heppin og myndi fanga hjarta prinsins. Enda jú ekki lítið fagrar konur hér á Íslandi. En Villi litli var örugglega bara önnum kafinn í Eton þegar mig bar að garði. Nema hann hafi verið á hestbaki eða í póló. Mér tókst að minnsta kosti ekki að hitta á hann og gaf með árunum smám saman upp vonina um að eitthvað yrði af þessu hjá okkur. Nú í lok apríl lýkur draumi mínum end- anlega þegar prinsinn gengur að eiga heitmey sína Kate Middleton. Jæja, ég verð þá bara að halla mér að Hello-blaðinu góða með gott te í hönd, fagurlega skreytt með mynd af þeim hjónum og líma mynd af hausnum af mér inn á myndir af henni. Maður gefst náttúrulega ekki upp fyrr en í fulla hnefana ... Kátt er í höllu Enska konungsfjölskyldan er örugglega ein sú vinsælasta í heimi. Nú stefnir í konunglegt brúðkaup og nóg að gera hjá drottningu og co. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það er allt að verða klárt fyrir hið konunglega brúðkaup og meira að segja búið að brugga bjórinn Kiss me Kate. Reuters ’ Nýorðin 18 ára og í hendur fékk ég Hello með mynd af Villa sjálfum hinum myndarlega framan á. Ég sá von- arblikið í augum móð- ur minnar þegar hún rétti mér blaðið. Það er auðvitað ekki hægt að halda úti heilu konung- dæmi án þess að það eigi sína eigin vefsíðu. Fyrir al- vöru aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar er vert að skoða vefinn royal.gov.uk. Ef þeir eru þá ekki búnir að því nú þegar. Þar má nálgast allar helstu upplýs- ingar um meðlimi fjölskyldunnar og það sem fram- undan er hjá henni. Nú er hið konunglega brúðkaup auðvitað fyrirferðarmikið á vefsíðunni. Þarna eru líka auglýst störf, svona ef einhver hefði hug á að hella te í bolla í höllu drottningar… Konungleg vefsíða Drottningin drekkur líklegast ekki hvaða te sem er. Reuters Ekki er óalgengt að frægt fólk eigi sér tvífara og jafnvel fleiri en einn eða tvo. Er þá átt við fólk sem sent er út af örkinni þegar fræga fólk- ið vill vera í friði. Þá má draga athygli aðdáenda að bíl með þeim sem all- ir bíða eftir. En sjá, í bíln- um er í raun bara allt önnur Ella með hárkollu í anda frægrar söng- konu eða karlkyns leik- ari með svipað húðflúr og frægur fótboltamaður. Mörg- um Lundúnabúum hefur sjálfsagt brugðið í brún við að sjá Vilhjálm prins og verðandi eiginkonu hans Kate Middleton spranga í gegnum miðbæinn á dögunum, þangað til í ljós kom að um var að ræða eins konar kynningarviðburð fyrir brúðkaupið. Auk þess fór gang- an fram þann fyrsta apríl svo þetta var í raun einstak- lega vel útfært aprílgabb, enda hefði nokkur maður trú- að því í raun og veru að Kate og Vilhjálmur létu sjá sig í brúðkaupsfötum á skyndibitastað. Eða er það nokk- uð? Konunglegur skyndibiti Allt í plati, eða eru þetta kannski þau í raun og veru? Reuters Sú ímynd lifir í ævintýrunum að allar stúlkur vilji verða prinsessur. Klæðast glæsilega skreyttum prinsessukjól með kórónu á höfði og prins sér við hlið. Þannig geti þau svo lifað ham- ingjusöm til æviloka. Oftast eftir að vonda stjúpan hefur aðeins reynt að eyðileggja fyrir þeim en ekki tekist og hlotið makleg málagjöld. Læra að hneigja sig Hamingju til æviloka er líklegast ekki lofað í prinsessuskólanum Princess Prep en þar geta litlar stúlkur á aldr- inum 8 til 11 ára sótt námskeið til að læra að hegða sér eins og alvöru prins- essur. Stofnandi skólans er hin banda- ríska Jerramy Fine. Hún hefur löngum verið gjörsamlega heilluð af bresku konungsfjölskyldunni og er skólinn settur upp samkvæmt hennar æsku- draumi. Námskeiðið er sett þannig upp að stúlkurnar dvelja saman í litlum hóp í lúxusíbúð í Kensington og Chelsea í London í heila viku. Á þeirri viku sækja þær daglega tíma í borðsiðum og kurt- eisi. Þar læra þær meðal annars hvern- ig borða skuli sushi og smárétti án þess að sulla niður á sig og hvernig sitja skuli rétt við matarborðið. Síðan er farið í teboð í Kensington Palace og ýmsir mikilvægir staðir í lífi konungs- fjölskyldunnar heimsóttir. Sjón er sannarlega sögu ríkari á vefsíðu skól- ans, princess-prep.com. Prinsessufræði kennd í London Nemar í prinsessufræðum æfa sig í að hneigja sig á réttan hátt. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.