SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Síða 36

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Síða 36
36 1. maí 2011 Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra. Þegar vér leggjum ástfólgna vini vora í fjötra setjum vér vanalega að skilyrði að þeir hafi sjálfir grátbænt oss um þá Þannig orti Sigfús Daðason í ljóðabókinni Hendur og orð sem kom út árið 1959; og sú er stað- an nú, hálfri öld síðar. Það er verið að leggja okkur í fjötra og við grátbiðjum um þá eða rétt- ara sagt, það gera yfirvöld okk- ar, og þeim er þvælt þannig til og frá, svo ísmeygilegir eru þeir að einn daginn vöknum við í Túnis eða Kaíró, á stað þar sem hagböðlarnir hafa farið höndum um hagkerfið og nátt- úruauðlindir. Og seinna, þegar tilskipanirnar koma eftir færi- böndum fjármálaheimsins munu þeir segja: þetta eru lög. Við getum ekkert gert og megum það heldur ekki. Nei, nei, ég veit það vel, þetta má ekki segja. Hér taka margir andköf. Ég heyri ramakvein. Sköllóttum mönnum vex hár. Á enn eina ferðina að segja hvað útlendingar séu vondir við okk- ur? Come on! Það eru svo margir sem ljúka máli þínu áður en þú hefur sagt eitt einasta orð. Hugsanir gufa upp. Setningar klárast áður en þær eru sagðar. Svona er þjóðfélagsumræðan, óyfirveguð og taugaveikluð, full af lúmskum alhæfingum og grunnhyggni hagsmunaaðila, frekju, græðgi, skammtíma- hugsun, enda nýsloppin úr faðmi persónudýrkunar þar sem trúin á sterka karla og sterkar konur réð ferðinni. Ábyrg um- ræða hvarf. Menntamenn brugðust. Samhengi hlutanna vék fyrir þjónkun og hags- munagæslu. Sigfús Daðason segir líka: „Ég veit að boðberar réttlætis mega sín ekki mikils fyrr en áheyrendum þóknast.“ Ég kýs að minnsta kosti að slá þessa varnagla áður en ég held áfram með fjötrana. Vér þurfum ekki að beita afli voru vér sýnum ekki hnefann (nema í ýtrustu undantekn- ingum og á þeim stöðum þar sem hnefaafl vort helg- ast af sögulegum rétti): Þér skuluð koma skríðandi þér skuluð koma grátandi og biðja oss að varðveita yður fyrir sjálfum yður. Ég er enn að vitna í Hendur og orð, kaflann Borgir og strendur í bálk númer XIV, þar sem Sigfús Daðason yrkir um frelsisbaráttu þjóða og framkomu stórvelda í garð smærri ríkja. Það er margt sem kveikir þetta ljóð á sjötta áratugnum: frelsisbarátta þriðja heimsins, uppreisnin í Ung- verjalandi, Alsírstríðið, stig- mögnun Víetnamstríðsins, her- seta Bandaríkjamanna á Íslandi. Þorsteinn Þorsteinsson segir í bók sinni Ljóðhús, þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar: „Kvæðið fjallar um smáþjóð sem er ofríki beitt af stórþjóð, um andóf og uppreisn, og um þau áhrif sem það hefur á smáþjóð að lúta stórveldi. Fyrr í bókinni hvetur Sigfús til að menn fari sparlega með orð en allt í einu gerist hann mælskur, af knýj- andi þörf, nauðsyn, en mælskan er meitluð, svo öguð að nú löngu síðar stendur hún sem nakinn sannleikur.“ Þjóð yðar er spillt, þjóð yðar er spillt í dýpsta eðli sínu. En vér höfum einstakt lag og sjaldgæfa þolinmæði til að leika við spillingu þjóðar yðar. Sá leikur er oss auðveldur en raunar ekki mörgum öðrum hentur. Í trúnaði sagt: væri þjóð yðar ekki fullspillt gætum við látið henni í té ögn af spillingu því við trúum á spillingu nærum og nærumst á spillingu. Okkur er sagt að breyta einkaskuldum í opinberar skuldbindingar og endurgreiða þær lánardrottnum með velferð samfélagsins. Við höfum aldrei séð þessa lánardrottna, aldrei átt nein samskipti við þá og vit- um ekki hverjir þeir eru eða hvað þeir heita, en þeir kallast líka kröfuhafar, vogunarsjóðir og mynda fjármálamarkaðinn sem síðan teygir sig í allar áttir, um allan heim. Í fjölmiðlum er alltaf talað um fjármálamark- aðinn einsog lifandi veru. Það er fjallað um heilsufar hans og heilsubresti, hann er ýmist á batavegi eða í niðursveiflu, einsog krakki í góðu skapi eða vondu skapi. Á vegum hans starfa matsfyrirtæki sem flokka lönd í rusl og drasl eða gefa þeim ágætiseinkunn með plúsum og mínusum. Þetta minnir dálítið á þegar maður fékk hegðunar- einkunnina sína í skóla. Samt þekki ég engan sem hefur hitt þennan fjármálamarkað, heilsað honum eða tekið í hönd hans. Þess vegna hallast ég að því að hann sé skáldskapur en um- hverfis hann er mikið lagabákn og stofnanaveldi. Í þjóðfélagi nútímans er fjármálamarkaður- inn ekki ólíkur kirkjunni á mið- öldum og páfinn þá G–20 eða forseti Bandaríkjanna eða markaðirnir í heimsálfunum. Heimsbankinn, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, Evrópusam- bandið og hernaðarbandalögin, þetta eru síðan kirkjudeildir sem færa markaðnum fórnir og halda honum gangandi. Þær sjá Bókarkafli Einar Már Guðmundsson Þú heitir þó ekki Gilitrutt? Sp ar að u Pace umboðið • Sími: 6967282 • Fax 517 9277 • pace@paceiceland.is • www.paceiceland.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.