SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 6
6 8. maí 2011 „Dauður“ er stimplað þvert yfir forsíðumynd af Osama bin Laden í blaðinu Pakistan Today á blaðsölustað í Lahore. Reuters Þ að tók Bandaríkjamenn tíu ár að hafa uppi á Osama bin Laden. 2. maí gerðu banda- rískir sérsveitarmenn árás á bin Laden í fylgsni hans í bænum Abottabad í Pakistan og féll hann í árásinni. Það var mikið áfall þegar út- sendarar bin Ladens, foringja hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda, gerðu árás á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Ef til vill er það merki um styrk bin Ladens að honum skyldi takast að forðast klær Bandaríkja- manna svo lengi og ugglaust hafa íslamistar sótt til hans innblástur, en styrkur al-Qaeda virðist hafa dvínað og eitt merki þess að ekki eigi að ofmeta áhrifamátt samtakanna er að í uppreisninni í araba- löndunum í upphafi þessa árs hafa þau verið lengst úti á jaðri. Í nýjasta tölublaði The Economist segir að þrátt fyrir að al-Qaeda sé enn „stærsta merkið“ meðal ísl- amskra hryðjuverkamanna megi greina marga veik- leika í samtökunum. Blaðið hefur eftir viðmæl- endum, sem til þekkja, að al-Qaeda sé undir miklum þrýstingi. Samtökin séu fámennari en þau hafi verið um langt skeið, skorti peninga og eigi mun erfiðara með að láta til skarar skríða gegn hinum „fjarlæga“ óvini í vestri en áður. Segir blaðið að undanfarið hafi stjarna bin Ladens dofnað, sér- staklega í Mið-Austurlöndum. Blaðið segir að það hafi haft sín áhrif að með ár- unum varð ljóst að bin Laden varð ekkert ágengt í baráttu sinni og þá sérstaklega fyrir því markmiði að flæma „heiðingjana“ burt frá löndum múslíma. Þvert á móti hafi árásir hans orðið til þess að Vest- urlönd létu enn frekar að sér kveða með því að ráð- ast inn í Afganistan og Írak. Fylgismenn bin Ladens hafi hrökklast út á jað- arinn og aðeins þrifist á afskekktum löglausum svæðum á borð við fjallahéruð Jemens og Pakistans, eyðimörkum Norður-Afríku og óaldarsvæðum Afganistans og Íraks. Hundeltir leiðtogar hafi stöð- ugt þurft að vera í felum og stöðugt átt erfiðara með samskipti hver við annan og umheiminn. Kjarni al- Qaeda sé því orðinn veikur. Bandaríkjamenn hafa höggvið skörð í raðir al-Qaeda með stöðugum árásum mannlausra flugvéla á stöðvar samtakanna í fjallahéruðum Pakistans. Árásirnar hafa vakið reiði Pakistana vegna falls óbreyttra borgara í þeim, en The Economist segir að þær hafi verið svo árang- ursríkar að þær hafi leitt til bræðravíga foringja al- Qaeda, sem voru sannfærðir um að þeir hefðu verið sviknir innan frá. Nú má búast við því að Banda- ríkjamenn herði árásirnar á al-Qaeda til að nýta upplýsingarnar sem fundust á felustað bin Ladens áður en þær verða úreltar. Þrengir að al-Qaeda Greina marga veikleika í hryðjuverkasamtökunum Íbúi í Abbottabad í Pakistan gengur fram hjá húsinu þar sem Osama bin Laden féll. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda voru eitt sinn rækilega miðstýrð og öll skiplagning kom ofan frá. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 löguðu samtökin sig að nýj- um aðstæðum og urðu laustengd. Pakistanski blaðamaðurinn Ah- med Rashid líkir samtökunum nú við fjölþjóða fyrirtækjakeðjur, sem selja leyfi til rekstrar í sínu nafni. Þannig geti hryðjuverka- samtök um allan heim notað nafn al-Qaeda án þess að lúta yf- irstjórn þeirra. Nú hefst barátta um forustu innan samtakanna. Osama bin Laden gerði egypska lækninn Ayman al-Zawahiri að sínum næstráðanda og því má ætla að hann hafi nú mest að segja í sam- tökunum. Rashid bendir hins veg- ar á í grein á vefsíðu tímaritsins New York Review of Books að hann sé illa þokkaður af mörgum innan samtakanna vegna hroka síns og eins fyrir það að draga taum Egypta í al-Qaeda. Vanda- samt verði hins vegar fyrir sam- tökin að velja sér leiðtoga vegna þess hve erfið samskipti milli fé- laga eru út af eftirliti Bandaríkja- manna og NATO. Valdabarátta fer í hönd Egypska lækninum Ayman al-Zawahiri (3. f.v.) mun nokkrum sinnum hafa tekist að komast undan þegar Bandaríkjamenn hafa gert árás. Reuters Hryðjuverkasamtökin al- Qaeda staðfestu á föstudag að Osama bin Laden væri látinn og sögðu að blóð þeirra, sem fögnuðu dauða hans, yrði blandað tárum. „Þótt Bandaríkjamönnum tækist að drepa Osama er það hvorki skömm né blettur [fyrir al-Qaeda],“ sagði í yf- irlýsingunni samkvæmt þýð- ingu bandarískrar eftirlits- stofnunar, SITE. „Brátt verður með hjálp Allah ham- ingja þeirra að sorg og blóð þeirra blandað tárum þeirra.“ Sagði að brátt yrði birt yf- irlýsing, sem bin Laden hefði tekið upp viku áður en hann var drepinn. Blóð þeirra blandað tárum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.