SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 18

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 18
Af stað. Björn Gunnarsson læknir og Jónas Baldur Hallsson neyðarflutningamaður bera barnið frá sjúkrah „Það vantar framtíðarsýn og skipulag. Hér var starfsemi komið á koppinn en ekki sett nein markmið og ekki gerðir samningar á milli þessara þriggja aðila sem að mál- inu koma. Það vantar að heilbrigðisyfirvöld leggi ákveðna línu og setji mælanleg markmið,“ segir Björn. Þeir taka reyndar skýrt fram að þeir njóti velvilja ráðamanna, fái hlý orð og hafi getað keypt góðan tækjabúnað. „En það er í raun verið að slökkva elda alls staðar og ekki brennur hér á meðan læknar eru reiðubúnir að axla byrðarnar og redda hlut- unum,“ segir Björn. Oddur botnar með því að segja að sjúkraflugið gangi á krón- ískum reddingum, sem sé ekki gott. Hætt við að starfsemin gufi upp Þegar spurt er hver óskastaðan væri varðandi sjúkraflugið nefnir Björn að nokkur hlutastöðugildi þyrfti. „Það væri gott ef sex eða sjö læknar gætu sinnt sjúkrafluginu í hlutastarfi með annarri vinnu. Nú leggst sjúkraflugið alveg ofan á vinnu þeirra, sem er mikil fyrir.“ Þeir segja að gjarnan þurfi að „redda“ læknum á vakt því ekki sé hægt að skipa neinum í störfin. Á sínum tíma voru stigin merkileg skref sem fyrr segir, en nú telja þeir að komið sé að því næsta. „Ef menn heykjast á því að taka það hér fyrir norðan, og drífa ekki í því, er hætta á að starfsemin hér gufi upp og endar örugglega í Reykjavík. Það er alltaf verið að tala um að halda störfum á landsbyggðinni og jafn- framt ákveðinni þekkingu og það á mjög vel við í þessu sambandi. Kostnaðurinn er í sjálfu sér sá sami hvort sem fluginu er sinnt héðan eða að sunnan; það er auðvitað alveg inni í myndinni að sjúkraflugið sé í Reykjavík eða Keflavík og ein vaktalína lækna sjái bæði um sjúkraflug og þyrlu,“ segir Oddur. Björn nefnir að á síðustu misserum hafi hann fundað með fulltrúum ráðuneytisins og með framkvæmdastjóra Sjúkrahússins á Akureyri, vel hafi verið tekið í hug- myndir um breytingar en síðan strandað á því að fjármagn hefur ekki fengist þegar á reyndi. Björn tekur þannig til orða að sjúkraflugið sé angi af heilbrigðispólitík á lands- byggðinni. „Þegar seglin eru dregin saman í héraði verður að festa þessa starfsemi í sessi, að mínu mati. Ekki síst vegna þess að þeim tilfellum fjölgar sífellt þar sem tím- inn skiptir gífurlega miklu máli. Þegar fólk fær heilaáfall eða hjartaáfall verða bata- horfur alltaf minni því lengra sem líður þar til það kemst á sjúkrahús.“ Þeir nefndu áður framtíðarsýn og skipulag. „Samstarfið gengur vel hjá þeim þremur sjálfstæðu aðilum sem koma að þessu en alls staðar annars staðar í heiminum er læknisfræðilegur forsvarsmaður sem tekur ákvarðanir sem aðrir lúta en kerfið hjá okkur er ekki þannig; slökkviliðsstjóri ræður yfir sjúkraflutningamanninum, Björn hefur til dæmis ekki valdboð yfir þeim, og flugstjórar og flugmenn eru í raun sjálf- stæðir líka. Þeir ráðfæra sig auðvitað við okkur en við getum ekki sagt þeim hvað þeir eiga að gera. Starfsemin er því þríhyrningur þar sem stjórnað er á þremur mis- munandi stöðum, allir vinna saman en þetta er ekki eitt batterí þar sem við vinnum ekki hjá sama aðilanum.“ Þeir nefna að í júlí í fyrra hafi enginn læknir verið á vakt suma daga. „Það er ekki forsvaranlegt en ekki er hægt að skylda neinn á vakt þannig að þessi staða getur komið upp. Við þurfum atvinnumannalið; þegar fólk er ráðið í vinnu til að sinna þessu verkefni er alltaf einhver til reiðu. Nú er starfsemin rekin eins og björg- unarsveit; um þær er auðvitað allt gott að segja, en okkur finnst að þetta þurfi að vera atvinnumennska,“ segir Oddur Ólafsson. Öndunarvél er ekki til í Tasiilaq og læknar handdældu því súrefni til barns- ins í rúman sólar- hring áður en þeir Björn komu. Björn Gunn- arsson læknir og Jónas Baldur Hallsson neyð- arflutningamaður slaka á í vélinni á leið frá Akureyri til Kulusuk. Komnir til Tasiilaq eftir stutta þyrluferð frá Kulusuk. Björn og Jónas arka inn á sjúkrahúsið með tæki sín og tól. Björn ræðir við danska lækninn sem sinnti barninu í Tasiilaq. Tilbúið til brott- farar. Jónas og Björn færa barnið í burðarrúmið sem það var í á leið til Íslands.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.