SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 35
8. maí 2011 35 Rúnar vakti fyrst athygli með stuttmyndinni sinni Síðasti bærinn en í þeirri mynd sýndi hann að hann hefur gott vald á frásagnartækni og hæfileika til að segja sögu. Myndin fjallar um gamlan mann í afdal sem hefur misst eiginkonu sína og því orðinn einn í dalnum og finnst vera kominn tími á sig sjálfan. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Stuttmyndin Smáfuglarnir vakti ekki síður athygli og fékk tilnefningu á Cannes-hátíðina sem er ásamt Óskarsverð- launahátíðinni hin virtasta í heimi í dag. Smáfuglarnir fjallar um unga stráka sem eru að farnir að finna fyrir full- orðinstilfinningum. Þriðja stuttmynd Rúnars, Anna, er á svipuðum slóðum enda fjallar hún um tólf ára stelpu sem á sama tíma og hún er farin að finna fyrir kenndum til hins kynsins er heimur hennar að hrynja við skilnað foreldra hennar. Myndin vakti mikla athygli og var valin á Cannes- hátíð stuttmynda. Stuttmyndir Rúnars hafa unnið svo mörg verðlaun að hann hefur lifað á verðlaunafé frá hátíð- um síðustu árin á meðan hann hefur undirbúið tökur á sinni fyrstu bíómynd, Eldfjall, sem verður heimsfrumsýnd í Cannes eftir viku en verður ekki frumsýnd hér á Íslandi fyrr en í haust. Myndir Rúnars ing hjá öllum hugsanlegum og óhugsanlegum sjóðum enda höfðum við ekkert fé á milli handanna. En það er takmarkað hvað það er hægt að þróa sig svona innan fá- tæktarmarkanna. Þetta breyttist allt eftir Síðasta bæinn. Svo komu þessi ár hjá danska kvikmyndaskólanum sem eru draumur sérhvers ungs kvikmyndagerðarmanns. Að fá að vera fjögur ár með allar græjur til alls og fá að leika sér eins og maður vill. Útskriftarmyndin frá skólanum, Anna, fór síðan mjög víða og opnaði fyrir mér fleiri dyr. En í millitíðinni hafðir þú gert stuttmyndina Smá- fuglar sem vann líka til margra verðlauna og var meðal annars valin á Cannes-kvikmyndahátíðina, var það skólamynd? Já og nei. Það eru reglur í danska kvikmyndaskólanum að það má ekki sýna neinar af stuttmyndunum sem við erum að gera á neinum hátíðum nema útskriftarmynd- ina. Við gerum þrjár til fimm stuttmyndir á hverri önn en megum ekki sýna neinar þeirra utan veggja skólans. Stuttmyndin Smáfuglarnir er ein af þeim myndum og við vorum svo ánægð með hana að við ákváðum að gera hana aftur utan skólans svo við gætum sent hana á hátíðir. Þannig að hún er eiginlega endurgerð á skólamynd sem við gerðum. Hvernig var í danska kvikmyndaskólanum sem af flestum er flokkaður sem einn sá besti í heiminum í dag? Þetta var frábær tími og hreinasta helvíti á sama tíma. Það eru kostir og gallar að vera Íslendingur í Danmörku. Grínlaust þá er hellingur af fólki á okkar aldri í Danmörku sem heldur að við búum í snjóhúsi á Íslandi. Þannig að af mörgum var litið á mann sem hálfa manneskju og hálft dýr. En það eru toppaðstæður í þessum skóla og margt hæfileikafólk. Ég vinn áfram með mörgu af því fólki sem ég vann með í skólanum, til dæmis kvikmyndatöku- manninum, Sophiu, og klipparanum, honum Jacobi. Sophia? Það er óvenjulegt að kvikmyndatökumenn séu kvenmenn, er mikið um að kvenfólk sæki í kvik- myndatökunám í Danmörku? Já, skólinn tekur alltaf í það minnsta einn kvenmann inn í kvikmyndatökudeildina. Hún Sophia er í ofanálag ekki há í loftinu en algjör nagli og frábært að vinna með henni. Við tókum okkur mikinn tíma í undirbúning á myndinni og skutum myndina meira og minna áður en að tökum kom. Við erum búin að þróa með okkur sam- starf og vinnulag þannig að ég vil helst ekki neinn annan í hennar stöðu. Ég vil yfirleitt hafa í kringum mig kvenfólk á tökustað eða karlmenn með kvenlegar eða viðkvæmar taugar. Efni Eldfjalls virðist líka á einhvern hátt tengt þessu, þar sem einhver gamall vinnunagli af gamla skólanum á Íslandi þarf að fást við einhver tilfinningavandamál, einhver kellingamál eins og kallar úr minni fjölskyldu hefðu kannski orðað það? Já, ég held að flest okkar kannist við fólk af þessari kynslóð þar sem karlmönnum var ekki ætlað að sýna mikið af tilfinningalífi sínu. Þótt aðalpersóna mynd- arinnar sé frá Vestmannaeyjum og hafi flúið eyjarnar til Reykjavíkur út af eldgosinu á nafn myndarinnar, Eldfjall, frekar við um persónuleika hans en eldgosið. Spáðu í það að það er ekki langt síðan karlmenn máttu ekki svo mikið sem vera á fæðingardeildinni þegar börn þeirra voru að fæðast. Karlmennskuímyndin og kröfurnar um hana voru aðrar og harðari þá. En hver er söguþráður myndarinnar, því það segir ekki mikið um söguna að gamall maður þurfi að takast á við nýtt hlutverk í lífinu? Jú, það er rétt. En ég vil ekki gefa of mikið upp um söguþráðinn því það eru ákveðin óvænt atvik í myndinni sem er gott fyrir áhorfendur að vita ekki af. Það eyði- leggur fyrir þeim upplifun á myndinni ef ég myndi segja frá því fyrirfram. Það er annars áhugavert að fylgjast með þróuninni í markaðsmálum bíómynda því það er eins og markaðsdeildir séu farnar að segja frá allri myndinni áður en hún kemur út í von um að fá sem flesta til að kaupa miða en hafa um leið eyðilagt svolítið mikið af upplifun á myndinni með því. Meðan við vorum í tökum á myndinni fór eitthvað að leka út um hvað myndin væri og ég fór skipulega í það að stoppa slíkan leka. Erfitt að fjármagna bíó í dag Myndin hlaut miklu meiri stuðning að utan en hér á Ís- landi, hvaðan kom peningurinn í myndina? Við fengum framleiðslustyrk frá íslensku kvikmynda- miðstöðinni en það er rétt að við fengum enn meira frá dönskum sjóði sem nefnist New Danish Screen, en þar er um mun feitari sjóð að ræða en væri mögulegur hér á landi. Það hjálpar mér að sem leikstjóri að ég er eiginlega með tvöfalt ríkisfang, því bæði Danir og Íslendingar líta á mig sem sinn leikstjóra. Þetta er mikilvægt því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að fjármagna bíó- myndir. Ég held að við sjáum ekki myndir eins og Djöfla- eyjan eða Bíódagar í náinni framtíð þar sem er til nóg fé í leikmyndina og þess háttar. Prísar á myndum hafa hríð- fallið vegna kreppunnar og allt orðið erfiðara í fram- kvæmd. Í ofanálag hefur danski kvikmyndasjóðurinn það og þar sem þetta er fyrsta bíómyndin mín erum við líka í þeirri keppni. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fyrsta bíó- myndin þín kemst í keppnina á Cannes-hátíðinni? Þetta þykir fínt og ef eitthvað þykir fínt vonast maður til að það hjálpi myndinni og mér. Almenn dreifing út um allan heim mun án nokkurs vafa verða auðveldari. Þetta er viðurkenningarstimpill á okkar vinnu og ætti að auð- velda okkur að gera fleiri bíómyndir og vinna þær á þann hátt sem við viljum vinna þær. Þessi hátíð á það til að taka leikstjóra upp á arma sína og auðvitað er það hlutverk sem maður myndi óska sér, að komast inn í þann áskrift- arpakka sem þeir eiga til að hafa í gangi. Þeir völdu tvær stuttmyndir frá mér á hátíðina, Önnu og Smáfuglana, og núna mína fyrstu bíómynd, þannig að sá möguleiki er fyrir hendi. Eins og svo margir hliðarheimar er ekkert svo margt fólk í þessum bransa sem stýrir og stjórnar hlut- unum og maður hefur á skömmum tíma kynnst mörgum þeirra. Ég trúi annars ekki á skipulega vinnu við að afla tengsla en ég hef trú á svona óformlegri tengslavinnu, það er að mæta á staðinn og vera kurteis og næs við þá sem tala við mann. Heimsfrumsýning á myndinni verður í Cannes núna föstudaginn 13. maí, en hvenær fá Íslendingar að sjá þessa mynd? Það verður ekki fyrr en í haust. Það nennir enginn að fara í bíó núna með hækkandi sól, þannig að framleið- endurnir vilja að við bíðum þangað til það fer að dimma til að sem flestir komi að sjá hana. Úrslitin í keppninni í Cannes verða kunngerð hinn 20. maí og við á Morgunblaðinu munum vera á staðnum til að fylgjast með en að þínum einkahögum, þú dregur ekki aðeins danskan pening hingað til lands, heldur komstu með þýska konu með þér til Íslands? Já, konan mín og barnsmóðir er þýsk en ég kynntist henni þegar ég var á kvikmyndahátíð með stuttmyndina mína í Sviss fyrir fimm árum. En þú afsakar ef ég biðst undan því að ræða mín persónulegu mál í viðtali. Ég myndi gjarnan vilja halda þessu aðskildu. að markmiði að styrkja söluvænlegar myndir fyrir al- menning og þá oftast mjög ameríkaníseraðar myndir. En þessi New Danish Screen-sjóður styrkir fyrstu myndir leikstjóra og úr honum fengum við yfir hundrað millj- ónir. Í hvaða keppni á Cannes-hátíðinni var myndin þín valin? Cannes-hátíðin er sett upp þannig að það eru nokkrar keppnir á hátíðinni. Franska leikstjórnarsambandið er með eina keppnina sem er Director’s forthnight og í þeirri keppni er myndin mín. Svo er Official Selection sem er aðalkeppni hátíðarinnar, síðan er gagnrýnenda- sambandið með keppni og svo er það loks Uncertain Reg- ard-keppni hátíðarinnar. Þær myndir sem eru síðan fyrstu bíómyndir leikstjóra og eru í einhverri af þessum samkeppnum fara allar sjálfkrafa í keppnina Camera Dior

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.