SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 19
húsinu í Tasiilaq út í þyrluna, sem farið var með til Kulusuk. Foreldrar barnisins fylgja fast á eftir.
Björn Gunnarsson læknir segir gríðarlega dýrmætt fyrir sjúkraflugið að mögulegt sé að
lenda á Reykjavíkurflugvelli, og flugvöllurinn skipti því miklu máli upp á lífsgæði fólks
á landsbyggðinni. „Ég er viss um að yfirmenn Landspítalans hafa áttað sig á því mik-
ilvægt það er fyrir spítalann að flugvöllurinn sé í Vatnsmýrinni,“ segir hann.
„Flugvöllurinn skiptir höfuðmáli og það er ekki rétt sem Hulda Gunnlaugsdóttir
fyrrverandi forstjóri Landspítalans, sú skynsama kona, sagði um þessi mál á dögunum.
Að flugvöllurinn væri ekki aðalatriði heldur þyrlupallur við spítalann. Keflavík er á
Miðnesheiði og á þeirri heiði eins og öðrum er stundum þoka og þá getur verið erfitt
fyrir þyrlu að athafna sig þar, þó sjúkraflugvél geti lent,“ segir Björn.
Hann spyr: „Hvað ef þyrlan er í útkalli þegar sjúkraflugvélin kemur? Á þá bara að
bíða? Það er meiriháttar samhæfing og mikill kostnaður því samfara, og meiriháttar
töf sem verður, ef fljúga ætti með sjúklinga til Keflavíkurflugvallar. Ég er viss um að
það myndi tefja okkur um einn og hálfan tíma og það er ekki viðunandi. Í sjúkraflugi
skiptir hver einasta mínútu oft öllu – hver mínúta er því dýrmæt og ómetanlegt að
geta lent í Reykjavík og vera kominn upp á spítala eftir 10 mínútur.“
Björn segist verða var við mikið þakklæti vegna þeirrar þjónustu sem sjúkraflugið
veitir. „Margir eru mjög þakklátir og glaðir með þjónustuna. Við höfum fengið bréf frá
Grænlandi, austan af landi og fleiri stöðum, frá fólki sem skynjar mikilvægið fyrir íbúa
á þessum stöðum.“
Fyrirkomulagið var afskaplega vitlaust
Það var Sveinbjörn Dúason, sjúkraflutningamaður á Akureyri, sem þrýsti á það á sín-
um tíma að breytingar yrðu gerðar á fyrirkomulagi sjúkraflugs hér á landi. „Það er nú
ekki eins og ég væri að finna upp hjólið,“ segir Sveinbjörn hógvær í samtali við Sunnu-
dagsmoggann. „Fyrsta sjúkraflugið á Íslandi var sumarið 1928 og málefni sjúkraflugs
voru rædd á aðalfundi Læknafélags Íslands 1929.“
Hann sagðist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því að fyrirkomulagið árið 1995,
þegar hann hóf umræðuna, hefði verið afskaplega vitlaust.
„Ég hafði unnið við sjúkraflutninga frá 1983 og stundum velt því fyrir mér, eftir að
við settum sjúkling um borð og kvöddum, hvað myndi gerast ef hann yrði til dæmis
flugveikur og þyrfti að kasta upp. Þeir voru bara tveir um borð, hann og flugmað-
urinn.“ Atvik sem sannfærði Sveinbjörn um að gera þyrfti breytingar var þegar heilsu-
gæslulæknir á Þórshöfn kom með sjúkling til Akureyrar á föstudegi en trygginga-
yfirlæknir hafnaði beiðni um að læknirinn færi fljúgandi aftur heim samdægurs. Þá var
verið að spara. „Læknirinn tók því Húsavíkurrútuna á laugardagsmorgni, útvegaði sér
far þaðan til Þórshafnar en varð reyndar veðurtepptur á Raufarhöfn og komst ekki alla
leið fyrr en á mánudegi. Ég sá í hendi mér að auðvitað væri skynsamlegra að sjúkra-
flutningamaður eða læknir færi með sjúkraflugvélinni frá Akureyri austur og kæmi til
baka tveimur tímum seinna. Þannig mætti að minnsta kosti koma í veg fyrir að lækn-
irinn þar yrði í burtu í marga daga!“ segir Sveinbjörn Dúason.
Hver mínúta getur
verið mjög dýrmæt
Komin til Reykjavíkur.
Sjúkraflutningamenn
mættir á staðinn og
Björn gengur frá borði.
Á flugvell-
inum í Kulu-
suk. Gengið
frá þyrlunni
að sjúkra-
flugvélinni.
Lagt af stað
með þyrlunni
frá Tasiilaq.
Þyrlan komin
á loft aftur í
Tasiilaq.
Stefnan tekin
á Kulusuk.
Í flugvélinni á
leið til Reykjavíkur.