SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 21
8. maí 2011 21 Björn Gunnarsson, læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs, segist sjá mikil tækifæri fyrir Íslendinga varðandi sjúkraflug til Færeyja og Grænlands í framtíð- inni. Íslendingar þjónusta þegar austurströnd Græn- lands og þar sem mun ódýrara er fyrir yfirvöld þar að senda sjúklinga til Íslands en Danmerkur má gera ráð fyrir að aukning verði þar á. Hvað Færeyjar varðar segir Björn sjúkraflugvél ekki fyrir hendi þar og þreifingar hafi þegar átt sér stað í þá átt að Íslendingar taki að sér þjónustu við Færeyinga. Eitt af því sem skipti máli í því sambandi er flugvöll- urinn í Vatnsmýrinni; sjúklingur í Færeyjum geti verið kominn inn á Landspítalann einum og hálfum tíma eftir að hann fer í loftið ytra. Björn metur aðstæður þannig að semji Grænlendingar við Íslendinga um sjúkraflug víðar en frá austurströnd- inni gæti orðið um að ræða 50 ferðir á ári; kostnaðurinn við eina ferð til Danmerkur sé líklega um 500.000 danskar krónur, um það bil 10 milljónir íslenskra. „Nú taka þeir upp símann og hringja, við fljúgum og þeir borga fyrir flugtímann og fyrir lækninn. Þeir taka engan þátt í uppbyggingu starfseminnar en þó þeir greiddu meira en gert er í dag yrði sjúkraflug til Íslands alltaf margfalt ódýrara fyrir þá heldur en að halda áfram að senda sitt fólk til Danmerkur, auk þess sem það er miklu einfaldara og tekur skemmri tíma“ segir Björn Gunn- arsson. Sömu sögu megi segja af Færeyingum. Mikil tækifæri í Færeyjum og á Grænlandi in er eingöngu notuð fyrir sjúkraflug, sem fyrr greinir. „Við höfum rekið aðra flugvél sömu tegundar sem er í eigu Isavia; notum hana þegar þessi er í viðhaldi eða á álagspunktum.“ Þrjár áhafnir Mýflugs vinna eingöngu við sjúkraflug, alls sex flugmenn. „Þessi hópur sérhæfir sig í því að sinna þessu verkefni vel og við höfum mikinn metnað í því sambandi. Í fullskipaðri áhöfn eru aldrei færri en þrír; flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Að auki eru oft læknir eða ljósmóðir um borð. Í vélinni eru tvö legupláss og hún er mjög vel útbúin, jafnvel til þess að flytja mjög alvarlega veikt fólk.“ Hann ítrekar mikilvægi þess að lendingarstaður flug- vélar sé stutt frá sjúkrahúsi því sjúkraflug sé sannarlega kapphlaup, eða kappflug, við tímann. Hver mínúta geti skipt máli. „Við höfum gríðarlega góða reynslu af Reykjavík- urflugvelli, eins og hann er staðsettur og útbúinn. Ef við getum sinnt útkalli fyrir norðan, austan eða vestan vegna aðstæðna á flugvöllum þar eða veðurs getum við alltaf lent í Reykjavík. Þar eru þrjár brautir og við höf- um haft not fyrir þær allar í hinum verstu veðrum og eftir því hvernig vindar blása. Reykjavíkurflugvöllur hefur sem sagt aldrei lokast á okkur! Hann er vel í borg settur og vel útbúinn sem er afar mikilvægt. Í raun ómetanlegt.“ Þorkell tekur svo til orða að hávær hópur vilji flug- völlinn burt en aldrei hafi almennilega komið fram hvernig eigi að bæta aðstöðu fyrir sjúkraflug á móti. „Þessi minnihlutahópur, sem vill völlinn burt, hefur haldið því grímulaust fram að málið snúist um peninga og ekkert annað. Mikið er talað um meint lóðaverðmæti í Vatnsmýrinni en það er eins og mannslífið skipti minna máli. Það setur að mér ugg hvernig margir borgarfulltrúar hafa komið fram í þessu máli; við á landsbygginni kjósum þá ekki og því hugsa þeir ekki um okkar hag. Langflestir virðast vilja flytja völlinn en enginn tekið upp hanskann fyrir okkur. Sárafáir hafa hagað sér eins og þeir séu borgarfulltrúar í höfuðborg allra landsmanna.“ Flugstjórinn segir að í Reykjavík sé ríkjandi vindur úr öllum áttum! „Ein brautin er lítið notuð, svokölluð norðaustur- og suðvestur-braut, en suma daga höfum við enga aðra getað notað. Það má kannski kalla það lán í óláni að því var afstýrt að samgöngumiðstöðin rysi því með því átti að eyðileggja þessa braut.“ Þorkell kveðst ekki efast um að tilgangurinn með því að leggja nýja Vatnsmýrarveginn hafi verið að þröngva flugvellinum burt. „Að því hefur verið unnið leynt og ljóst og mér finnst mjög alvarlegt hvernig borgaryf- irvöld hafa staðið að því. Harðir andstæðingar flugvall- arins í borgarstjórn hafa unnið af eins mikilli stjórn- kænsku og hægt er. Hefði umrædd braut verið lögð niður hefði örugglega komið upp sú staða einhvern tíma, í sterkri suðvestan- eða suðaustanátt – og örugg- lega nú þegar miðað við hvernig veðrið hefur verið – að borgin hefði lokast fyrir okkur. Þá hefðum við reyndar alls ekki getað lent á suðvesturhorninu, alveg sama hve mikið hefði legið við, því í Keflavík er ekki flugbraut í þessari stefnu. Við hefðum því ekki komist suður með sjúkling við þær aðstæður.“ Þorkell segir að til þess sé ætlast að allir landsmenn leggi peninga úr lífeyrissjóðum til þess að byggja hinn nýja Landspítala í miðbænum og það yrði svívirða ef tengslin yrðu síðan slitin með því að minnka flugvöllinn verulega eða leggja hann niður. „Um leið og Reykjavíkurflugvöllur yrði tekinn burtu, ein flugbraut eða meira – ég tala nú ekki um ef hann verður lagður niður og sjúkraflugvél þyrfti að lenda annars staðar – verða færðar mannfórnir. Einhverjum kann að þykja dálítið harkalegt að taka svona til orða, en þetta er engu að síður staðreynd.“ Morgunblaðið/RAX ’ Ef það væri raunhæf lausn að notast ein- göngu við þyrlur í sjúkraflugi væri löngu byrjað á því – en sannleik- urinn er sá að það er ekki hægt og verður aldrei gert. Þorkell Ásgeir Jóhannsson yfirflugstjóri Mýflugs við sjúkraflugvél fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. og sagði mér, þegar ég spurði hvort þetta væri gott eða slæmt, að líklega væri það slæmt. Hann gæti þó ekki verið alveg viss því mælingar segðu ekki allt.“ Eftir að lent var í Reykjavík var brunað með Starra á Landspítalann við Hringbraut og hann sendur beint í hjartaþræðingu. Allt var tilbúið þegar hann kom. „Þeir sögðu mér seinna, læknarnir, að hugsanlega hefði ekki mátt miklu muna þennan dag. Bólgan hefði verið farin að þrengja mjög að hjartanu. Þetta var óvenju slæmt; læknar sögðu mér að svona alvarlegt tilfelli kæmi ekki upp nema á um það bil 10 ára fresti. Ég hefði því getað farið í hjartastopp.“ Starri sagði læknana hafa tjáð sér að miklu skipti hve fljótt hann komst á Landspítalann. „Það skipti gríðarlegu máli að þeirra sögn að lenda á Reykjavík- urflugvelli. Til Keflavíkur er lengri flugtími, það er lengur verið að koma sér út af flugvelli og það tekur dálítinn tíma að keyra til Reykjavíkur og í gegnum borgina niður á spítala.“ Starri segist gera sér grein fyrir því að hann hefði getað dáið þennan dag. „Mælingar sýndu að ég væri líklega að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall, en sem betur fer reyndist svo ekki vera heldur var vökva- húsið í kringum hjartað orðið svo fullt og bólga á himnu þannig að mjög var þrengt að hjartanu og það hafði því minna pláss en áður til að slá.“ Starri segir að í sínu tilfelli hafi skipt miklu máli að sjúkraflugvél var fyrir hendi á Akureyri og að hægt var að lenda í Reykjavík. „Mér fannst líka aðdáun- arvert hve allt gekk vel fyrir sig og hve þjónustan er góð; fluglæknirinn kom ótrúlega fljótt, var með mér allan tímann og gat strax sagt læknunum á Landspít- alanum allt sem þeir þurftu að vita. Ég man að þegar verið var að búa mig undir að fara í þræðingu átti að taka úr mér blóðprufu til að mæla gildin en þá var hann þegar með þær upplýsingar.“ Hann segist öllum sem að komu ævinlega þakk- látur. „Mér fannst aðdáunarvert hve allt gekk vel fyrir sig og hve allir voru vissir á sínu hlutverki, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það var gaman að sjá hve all- ir unnu vel saman sem ein heild. Mér fannst reyndar dálítið skrýtið hve læknarnir voru ungir – strákar að- eins yngri en ég, sem ég mundi eftir úr skóla! En þeir voru frábærir.“ Starri kveðst oft undrast umræðu um að Reykjavík- urflugvöllur verði færður og byggt í Vatnsmýrinni, „sérstaklega þegar talað er um hve byggingarlandið þar sé mikils virði. Að ég tali nú ekki um þegar blogg- að er um þessi mál því stundum er spurt hve margir hafi þurft að lenda alvarlega veikir á Reykjavík- urflugvelli! Fyndist fólki í lagi þótt það væru ekki nema örfáir á hverju ári sem létu lífið vegna þess að þeir gætu ekki lent í Reykjavík heldur þyrftu að fara til Keflavíkur? Fólk skilur kannski ekki alvöru málsins fyrr en það lendir í því að veikjast heiftarlega einhvers staðar úti á landi og þarf að komast sem fyrst á Land- spítalann. Þá skynjar það hve mikilvægt er geta lent í Reykjavík.“ t í skyndi á Landspítalann

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.