SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 38
38 8. maí 2011 Í slenska karlalandsliðið í knattspyrnu varð að lúta í lægra haldi fyr- ir Svíum í landsleik liðanna í ágúst 1983. „Tvö ódýr mörk Svía komu íslenska liðinu úr jafnvægi,“ sagði í frétt Þórarins Ragn- arssonar í Morgunblaðinu. Leikur þessi, fyrir bráðum þrjátíu ár- um, er vísast flestum gleymdur en kapparnir tveir sem sátu í stúku fréttamanna og lýstu því sem fram fór fyrir þjóðinni eru mörgum minn- isstæðir. „Hér má sjá tvö kunnugleg andlit og ef myndin gæti talað þá þekkti örugglega hvert mannsbarn á Íslandi þessa kappa. Sigurður Sig- urðsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, og Hermann Gunnarsson, sem gegnir því starfi í dag,“ sagði í Morgunblaðsfrétt. Þegar hér var komið sögu hafði Sigurður ekki lýst íþróttakappleik í þrettán ár. Eigi að síður var hann goðsögn og er enn í dag. „Komiði sæl,“ sagði Sigurður jafnan í upphafi kynninga sinna sem gripu þjóðina sterk- um tök. Með sinni rámu, hlýju og ofurlítið nefmæltu rödd tókst honum að mynda ótrúlega sterkt samband við þjóðina, hvort sem hlustendur höfðu áhuga á íþróttum eða ekki. Í stúkunni Stórveldið Sigurður Sigurðsson og Hermann Gunnarsson lýsa landsleik í ágúst fyrir 28 árum. Morgunblaðið/Úr safni Myndasafnið 17. ágúst 1983 Sagði frá af- rekum þjóðar E ndalokin nálgast. Á laugardaginn eftir tvær vikur verður dómsdagur, sennilega um sex- leytið eftir hádegi. Sú er að minnsta kosti trúa predikarans Harolds Camping frá Oakland í Kaliforníu og hann iðar í skinninu. „Það nálgast,“ sagði Camping í blaðaviðtali fyrir skömmu. „Þetta er að verða dálítið svakalegt ef hugsað er út í það. Við erum að tala um að vera dauður að eilífu eða að lifa að eilífu og nú nálgast úrslitastundin.“ Camping er 89 ára og hefur legið yfir Biblíunni í 70 ár að sagt er. Hann hefur áður spáð dómsdegi. 6. sept- ember 1994 söfnuðust nokkrir tugir áhangenda Camp- ings saman í Alameida í Kaliforníu og biðu eftir end- urkomu Krists, héldu á opinni Biblíu og horfðu til himins. Ekkert gerðist. Fyrirsagnirnar voru háðs- legar, „Dómsdegi seinkaði“ og þar fram eftir götunum. Nú segir Camping að á þeim tíma hafi hann átt eftir að rannsaka stóra hluta Biblíunnar. „En nú höfum við haft tækifæri til að gera gríðarlegar rannsóknir,“ er haft eftir honum, „og Guð hefur látið okkur fá fram- úrskarandi sannanir fyrir því að þetta muni í raun gerast.“ Dómsdagstrúarmenn hafa haldið því fram að heims- endir verði á næsta ári. Dagatal hinna fornu maja- indíána endi þá og sömuleiðis heimurinn. Camping gef- ur ekkert fyrir það. Camping segist hafa notað aðferðir stærðfræðinnar til þess að afhjúpa leyndarmál Bilbíunnar. Heimildum ber ekki alveg saman um forsendurnar. Hann er sagður halda því fram að 21. maí á þessu ári séu nákvæmlega 7000 ár liðin frá syndaflóðinu. Þessi 7000 ár endurspegli Samsett mynd/Elín Harold Camping predikar. Bandarískur predikari segist hafa lesið úr Biblíunni hvenær Kristur snúi aftur og komist að því að heimsendir sé í nánd. Karl Blöndal kbl@mbl.is Boðar dómsdag 21. maí Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.