SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 20

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 20
20 8. maí 2011 urflugvöll síðustu ár og sumir barist hart fyrir því að hann verði færður. Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Land- spítalans, dró úr mikilvægi Reykjavíkurflugvallar í Ná- vígi, þætti Þórhalls Gunnarssonar á RÚV, fyrir skömmu. Sagði þyrlupall við sjúkrahús lykilatriði en Þorkell er á öndverðum meiði, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta er gömul tugga og byggist á mikilli fáfræði. Það er margoft búið að svara þessu og mér finnst með ólík- indum að heyra frá manneskju í þessari stöðu og öðr- um, sem eiga að vita betur,“ segir Þorkell. Hann bendir á að þurfi sjúkraflugvélin að lenda í Keflavík bætist að minnsta kosti 45 mínútur við flutn- ingstíma sjúklings, við bestu aðstæður. „Það er alls ekki boðlegt því með slíkri seinkun minnka batahorfur fólks verulega.“ Þorkell segir útilokað að treysta á þyrlu sem flutn- ingstæki við sjúkraflug. „Þyrlan er auðvitað stórkost- legt tæki til síns brúks við björgun, en hún er ákaflega óhagkvæmt flutningstæki; margfalt dýrari í rekstri og helmingi hægfleygari en flugvél, auk þess sem þyrla er takmörkuð að því leyti að hún getur ekki farið yfir há- lendi Íslands í blindflugi af því að hún hefur ekki af- kastagetu til að halda lágmarkshæð ef hún missir afl á M ýflug tók við sjúkraflugi hérlendis með samningi við ríkisvaldið um áramótin 2005 og 2006. Frá þeim tíma var í fyrsta skipti notast við sérútbúna flugvél sem eingöngu sinnir þessu hlutverki. „Útboðið miðaðist við það; menn vildu fara að gera þetta almennilega. Fyrir- komulagið hefur gefist afar vel og til dæmis stytt mjög útkallstíma,“ segir Þorkell. Áður hafi einhver laus vél verið notuð í sjúkraflug og jafnan þurft að koma fyrir í henni ýmsum búnaði áður en haldið var af stað. Hann segir aðspurður að breytingarnar skipti fólk úti á landi gríðarlega miklu máli. „Á því er enginn vafi. Þjónustan er mjög mikilvæg af því að batalíkur eru miklu meiri en áður. Það byggist annars vegar á því að fyrst við gerum út frá Akureyri erum við miðsvæðis; getum verið komnir fyrr á vettvang á Norðurlandi, Vestfjörðum og Austurlandi en ef sjúkrafluginu væri sinnt að sunnan. Hins vegar skiptir miklu máli að við getum lent í Reykjavík, í námunda við endastöðina, sem er í langflestum tilfellum Landspítalinn við Hring- braut og stundum í Fossvogi. Lífslíkur og batahorfur fólks eru mun meiri en ella vegna þessara tveggja þátta.“ Lengi og mikið hefur verið rætt um Reykjavík- öðrum hreyfli. Þess vegna verður hún svo oft að fara meðfram ströndinni.“ Þorkell segir að jafnvel þegar þyrla fari í alvarleg út- köll sé útilokað að treysta fullkomlega á hana. „Ef það væri raunhæf lausn að notast eingöngu við þyrlur í sjúkraflugi væri löngu byrjað á því – en sannleikurinn er sá að það er ekki hægt og verður aldrei gert. Það kemur oft fyrir að við tökum við sjúklingi úr þyrlu norðan- eða austanlands og förum með hann suður með hraði, á meðan þyrlan skilar sér heim með strönd- inni.“ Þar til Mýflug tók við sjúkrafluginu hafði að meðaltali verið farin ein ferð á dag en þeim hefur fjölgað. Í tvígang voru þær yfir 500 árlega á þessu tímabili og hafa aldrei verið færri en 430. Þorkell segir að sjúkraflugferðir séu nú um það bil ein og hálf að meðaltali á dag. „Fólk gerir sér örugglega ekki grein fyrir umfanginu. Við höfum ekki tilkynnt það þegar við förum sjúkra- flug; störfum í meiri þögn en til dæmis Landhelg- isgæslan.“ Hin sérútbúna vél Mýflugs er skrúfuþota af gerðinni Beechcraft King Air. „Hún hefur reynst gífurlega vel; er kná þótt hún sé smá. Vélin er feikilega hraðskreið og nýtist vel á stuttum brautum og við erfið skilyrði.“ Vél- Á að færa mannfórnir? Nokkrir íbúar Mývatnssveitar stofnuðu Mý- flug fyrir aldarfjórðungi og lengi sinnti það aðallega útsýnisflugi með ferðamenn yfir sumartímann. Þorkell Ásgeir Jóhannsson er yfirflugstjóri. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is G unnlaugur Starri Gylfason á Akureyri er einn fjölmargra sem notið hafa góðs af sjúkraflugi utan af landi. Starri var talinn í lífshættu þegar hann kom á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) 11. júlí 2009 því þá benti allt til þess að hann væri að fá hjartaáfall. „Ég hafði verið slappur en þráaðist við að fara á spítala. En á laugardagsmorgni, eftir að hafa ekkert sofið um nóttina, fór ég niðureftir.“ Starri er tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og vildi sinna vinnunni þótt honum liði ekki vel. Á föstudegi var hann veikur heima með hálsbólgu, að hann hélt, en laugardagurinn var hins vegar fyrsti dagur hans í sumarfríi og þá lét hann sig hafa það að fara til læknis! Hann hafði fengið streptókokkasýkingu sem fór út í blóðrásina og að hjartanu, þar sem miklar bólgur urðu í gollurhúsi og öll einkenni og mælingar gáfu í skyn að Starri, sem var aðeins 32 ára, væri að fá hjartaáfall. „Þegar ég lýsti ástandinu var mér strax skellt upp í rúm og tekið hjartalínurit og seinna var mér sagt að það hefði litið mjög illa út; eins og ég væri að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall. Þá byrja hjólin að snú- ast hratt og viðbragðsáætlun fór strax í gang. Skyndi- lega er mætt fullt af fólki og þar á meðal fluglæknir; ekki liðu nema um það bil tíu mínútur þar til hann var mér við hlið. Teknar voru blóðprufur og mæld gildi í blóði og mér svo skutlað í flýti fram á flugvöll og var kominn upp í vél klukkan 11. Læknirinn var í símanum alla leiðina, hann fékk upplýsingar frá FSA Þeir skynja mikilvægið sem þurfa að komast Gunnlaugur Starri Gylfason við vinnu sína sem tæknimaður RÚV á Akureyri. „Þeir sögðu mér seinna, læknarnir, að hugs- anlega hefði ekki mátt miklu muna þennan dag,“ segir hann. Jafn alvarleg tilfelli koma ekki upp nema á 10 ára fresti.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.