SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 11
8. maí 2011 11 www.myndlistaskolinn.is MÓTUN leir og tengd efni Diplómanám 4 annir Ígildi 120 ECTS eininga til BA náms hjá erlendum samstarfsskólum UMSÓKNARFRESTUR TIL 30. maí Myndlista- og hönnunarsvið Fornám 2 annir Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í arkitektúr, hönnun og myndlist. UMSÓKNARFRESTUR TIL 23. maí G amall draumur Guðbjargar rættist á síðasta ári þegar hún opnaði sýninguna í Friðbjarnarhúsi, einu af gömlu, fallegu húsunum við Aðalstræti. Þar kennir margra grasa og hætt við að fortíðarþráin vakni hjá þeim sem komnir eru af léttasta skeiði, þegar þeir ganga um lítil herbergin og virða fyrir sér djásnin. Ég átti svona tindáta, kann einhver að segja, og man eftir hörð- um bardögum gúmmíindíána við grimmar hersveitir úr sama efni í stofunni heima. Alveg eins og fyrsta dúkkan mín, hugsar ef til vill annar og hefur ef- laust rétt fyrir sér enda margar fal- legar dúkkur að finna á sýningunni. Tvær þær elstu eru frá 1890 og 1909, með postulínshöfuð, mjög vel með farnar og eru í uppáhaldi hjá Guð- björgu. Hún hefur safnað leikföngum í tvo áratugi, þau prýddu í fyrstu hennar eigin heimili en Guðbjörg hafði lengi stefnt að því að sýna þau einhvers staðar þar til hún greip tæki- færið í fyrra. Sýndi reyndar hluta á Minjasafninu á Akureyri 2003, aðallega dúkkur, en í fyrra auglýsti Akureyrarbær Friðbjarnarhús til leigu. Bærinn þáði húsið að gjöf frá Góðtemplurum fyrir nokkr- um misserum en innan veggja þess var Góðtemplarareglan á Ís- landi stofnuð á sínum tíma og á efri hæðinni er raunar safn um regluna. „Ég kom einu sinni á leikfangasafn í Finnlandi, sem er einmitt í svona litlu, fallegu timburhúsi og þar laust þeirri hugmynd niður í hausinn á að mér að þetta vildi ég gera,“ sagði Guðbjörg í samtali við Sunnudagsmoggann. Hún segir söfnunaráttuna lengi hafa fylgt sér. „Ég safnaði öllu sem krakki; miðum af karamellubréfum, gos- töppum, leikaramyndum, servíettum … Nefndu það bara!“ Hinn árlegi eyfirski safnadagur er í dag, laugardag, haldinn í fimmta sinn og er einmitt tileinkaður börnum að þessu sinni. Alls eru 18 söfn við fjörðinn opinn og aðgangur alls staðar ókeypis; á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Grenivík og í Laufási. skapti@mbl.is Það er ekki er bara „stelpudót“ á sýningu Guðbjargar. Guðbjörg Ringsted listakona á Akureyri sýnir gömul leikföng í Friðbjarnarhúsi í Innbænum. Guðbjörg Ringsted í Friðbjarnarhúsi. Hún hefur safnað leikföngum í um það bil tvo áratugi og hafði lengi dreymt um að sýna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrir börn á öllum aldri Friðbjarnarhús var gert upp og er stórglæsilegt. Tröll sem þessi þóttu víða nauðsynleg eign. Skyldu þessar slást daglega um að kaupa Sam- vinnutryggingar, Bankastræti og Hitaveituna? ’ Ég safnaði öllu sem krakki; miðum af kara- mellubréfum, gos- töppum, leik- aramyndum, servíettum … Nefndu það bara! Flottir dúkkuvagnar sem Guðbjörgu áskotnuðust nýverið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.