SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 14
14 8. maí 2011 C aitlin er að koma heim!!!“ skrifaði Dagbjört Rós Halldórs- dóttir í bloggfærslu þann 3. júní 2009. „Fékk niðurstöður í gærkvöldi sem hljóða upp á sameiginlegt forræði með jafnri skiptingu umgengni. Ég er sátt. Auðvitað vildi ég hafa hana alltaf hjá mér en henni er auðvitað fyrir bestu að þekkja báðar fjölskyldur sínar og uppruna sinn frá báðum löndum og menningu. […] Þegar ég byrjaði í þessari baráttu fyrir tveim árum var mér sagt af mjög mörgum að þetta væri ekki hægt, að ég fengi aldrei forræði og það væri tíma- og peningasóun að reyna þetta. En ég er þrjósk og neitaði að taka nei fyrir svar.“ Árin eru nú orðin fjögur og enn er Caitlin Viktoria Grundfjörð hjá föður sín- um í Bandaríkjunum þrátt fyrir þarlend- an dómsúrskurð um sameiginlegt for- ræði. Það átti að lýsa sér þannig að Caitlin yrði til skiptis fjóra mánuði hjá móðurinni og fjóra mánuði hjá föðurnum þar til hún byrjaði í skóla. Þá átti hún að vera fyrsta skólaárið á Íslandi, annað í Bandaríkjunum og svo koll af kolli þar til hún yrði 15 ára. Þá átti hún að vera alfar- ið hjá Dagbjörtu. Þetta gekk ekki eftir en sagan hvorki endar né byrjar þarna. Dagbjört giftist Jonathan Johnson árið 2004, þá 22 ára gömul, og fluttist með honum til Þýskalands þar sem þau bjuggu í tvö ár en Jonathan gegndi her- þjónustu í bandaríska hernum. Caitlin kom í heiminn 24. janúar 2006 og fjöl- skyldan flutti til Bandaríkjanna í júní sama ár. Þá hófust vandræðin en Jonat- han lofaði að sjá um alla pappíra. Þegar hún kom til landsins var þetta ekki eins og hann hafði lýst yfir en þá var það orð- ið of seint. Dagbjört segir að um leið og Caitlin hafi verið komin á bandaríska jörð hafi hún verið föst. Hún gat ekki hugsað sér að skilja hana eftir en gat ekki heldur tekið hana með sér úr landi því þá hefði Jonathan kært hana fyrir barnsrán. Vegna skorts á pappírsvinnu dvaldi Dagbjört ólöglega í Bandaríkjunum sem endaði með því að hún lenti í fangelsi í tíu daga og var síðan vísað úr landi ásamt syni sínum úr fyrra sambandi, Sindra Páli Grundfjörð Benediktssyni. Þau voru bæði sett í komubann til Bandaríkjanna, sem gerði baráttuna erfiðari en banninu var aflétt fyrir tilstilli bandaríska sendi- ráðsins á Íslandi í febrúar í fyrra. Dagbjört er hinsvegar svekkt yfir því að hafa ekki fengið hjálp frá íslenskum stjórnvöldum þrátt fyrir að hafa margoft óskað eftir aðstoð. Þurfti að byrja upp á nýtt Caitlin bjó í fyrstu hjá ömmu sinni og afa í Bandaríkjunum en faðir hennar gifti sig nýverið og býr hún núna hjá honum og stjúpmóður. 16. september 2009, á 27 ára afmæl- isdegi Dagbjartar, kom síðan reið- arslagið. Dagbjört fékk stefnu frá Ohio. Jonathan hafði notað tækifærið meðan hún var í banni til Bandaríkjanna til að fara í forræðismál aftur, í öðru ríki. Hún réð sér lögrfræðinga þar og þurfti að byrja að vinna allt upp á nýtt. Málið hafði áður verið tekið fyrir í Norður-Dakóta þar sem Dagbjört og Jonathan voru búsett. Hann gegndi her- þjónustu þar en er ekki lengur í hernum og flutti aftur á æskuslóðirnar í Ohio og tókst að fá málið tekið upp að nýju vegna flutningsins. „Þegar ég fæ stefnuna í hendurnar er bara eins og ég hafi verið slegin í rot,“ segir hún. Dagbjört fór ásamt fleiri fjölskyldu- meðlimum þrjár ferðir til Bandaríkjanna í fyrra en þær ollu vonbrigðum að því leyti til að þau fengu lítið að hitta hana og samskiptin við Jonathan og móður hans voru erfið. „Þau gerðu þessa stuttu fundi mjög þvingaða og erfiða,“ segir Dagbjört en Jonathan hafði átt að halda sig fjarri. Fyrir lá dómsúrskurður um að Dag- björt mætti hitta Caitlin en fyrrverandi maður hennar fór ekki eftir honum nema hann fengi það skriflegt og í eitt skiptið var það einfaldlega of seint. „Eitt skiptið fengum við þetta skriflega ekki fyrr en deginum áður en við áttum að fara heim en ég var ekki tilbúin að mæta með lögreglufylgd þó ég hefði haft rétt til þess. Hann er búinn að segja henni að ég sé að koma að ræna henni. Ég vildi ekki koma þarna til þess að skila henni strax aftur.“ Sæt systkini saman Öllu bjartara var yfir síðustu ferð fjöl- skyldunnar til Bandaríkjanna en það sem breyttist í millitíðinni var að skipaður var réttargæslumaður fyrir Caitlin, sem ber eingöngu hennar hagsmuni fyrir brjósti. Dagbjört hitti Caitlin fimm tíma á dag í nokkra daga, eitt skipti dvaldi hún hjá henni um nótt og annað skipti var hún hjá henni tæpan hálfan sólarhring. Með henni í för núna í apríl voru kærastinn Daníel Þorsteinsson, faðir hennar Hall- dór Ómar Pálsson og Sindri Páll, sonur hennar. „Þetta var voða erfitt en það var æðis- legt að fá að vera svona mikið með hana og með þau bæði saman. Það var ofboðs- lega gaman. Líka að vera ekki með þau hangandi yfir okkur heldur gat þetta verið nokkuð eðlilegt. En hann [Jon- athan] setur hana ofboðslega mikið á milli,“ segir Dagbjört og útskýrir að það skemmtilegasta við heimsóknir Caitlin hafi verið að fá að fylgjast með sam- skiptum systkinanna, sem léku sér mikið og vel saman. Hún segir ljóst að málareksturinn í Ohio eigi að binda enda á málið. „Við Eins og að vera slegin í rot Dagbjört: „Það er voða erfitt að lýsa þessu. Suma daga nær maður sér á strik. Þetta hefur verið svo ofboðslega langur tími að þetta verður bara lífið. Svona er þetta bara. Ef ég myndi ekki hugsa um þetta þannig væri ég dottin niður í þunglyndi og myndi ekki gera neitt gagn.“ Morgunblaðið/Júlíus Dagbjört Rós Halldórsdóttir hefur staðið í forræðisdeilu síðustu fjögur ár við fyrrverandi eiginmann sinn í Bandaríkjunum en nú sér loks fyrir endann á henni. Síðustu ár hafa einkennst af miklum vonbrigðum en Dagbjört hefur aldrei gefist upp. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.