SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 44
44 8. maí 2011 Sam Torode - The Dirty Parts of the Bible bbbnn Titillinn ber það ekki með sér en þetta er píkaresk þroskasaga af dreng sem heldur til smábæjar í Tex- as að leita að fé sem faðir hans fól þar mörgum ár- um áður. Biblían kemur þá aðeins við sögu að fað- irinn er ofsatrúaður prédikari sem sagði skilið við fjölskyldu sína fyrir trúna og drengur því sífellt að vitna í Biblíuna, en kemur söguþræðinum ekki beinlínis við. Í leitinni að fjölskyldugullinu finnur piltur dýrmætari hluti en peninga, kynnist fjöl- skyldunni sem faðirinn hafnaði, finnur lífsförunaut og eignast vini. Framvindan er ævintýrakennd og ekki skortir afkára- legar uppákomur, sumar meira að segja dulrænar. Ágætis afþreying. David Lebovitz - The Sweet Life in Paris bbbnn Þegar David Lebovitz missti lífsförunaut sinn ákvað hann að venda sínu kvæði í kross, sagði skil- ið við San Fransisco, seldi glæsihús sitt og fluttist í litla risíbúð í París þar sem hann kom undir sig fót- unum að nýju. Í Bandaríkjunum var hann þekktur fyrir bækur um ævintýralega eftirrétti og hann var ekki lengi að taka upp þráðinn í Frakklandi þó það væri með aðeins öðruvísi áherslum enda þurfti hann að læra margt upp á nýtt og þá ekki bara hvað hráefni hétu heldur líka það að sumt var og er illfá- anlegt í Frakklandi sem mönnum þykir sjálfsagt vestan hafs. Eins kynntist hann í Frakklandi ýmsu nýju sem hefur orðið honum inn- blástur. Hann lýsir lífinu í París býsna skemmtilega og skreytir með uppskriftum að aðal- og eftirréttum og öllu þar á milli, segir skemmtisögur af samskiptum sínum við Frakka og gerir miskunn- arlaust grín að þeim og reyndar að sjálfum sér líka. Sjá einnig vefsetur Lebovitz, www.davidlebovitz.com/. Caroline Leavitt - Pictures of You bbmnn Í sem stystu máli má lýsa þessari bók sem fáguðu tilfinningaklámi, en mér finnst líklegt að margir muni leggja bókina frá sér ósáttir. Bókin segir af ungri konu sem yfirgefur ótrúan sambýlismann og heldur út í óvissuna. Hún kemst þó ekki langt því hún lendir í bílslysi og verður annarri ungri konu að bana, en lán í óláni að sonur þeirrar konu kemst af. Ekki ýkja löngu eftir slysið kemst sú sem eftir lifði í kynni við eiginmann hinnar látnu og hefst nú mikil tilfinningaflækja. Ekki er vert að rekja sögu- þráðinn, en heldur þótti mér hann ótrúverðugur og klénn þegar upp var staðið. Það er þó huggun að allir náðu loks að höndla hamingjuna, þó kannski ekki á þann hátt sem þeir höfðu vænst eða óskað. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. The Confession - John Gris- ham 2. 9th Judgement - James Patterson 3. Minding Frankie - Maeve Binchy 4. The Reversal - Michael Connelly 5. Mini Shopaholic - Sophie Kinsella 6. Solar - Ian McEwan 7. Mortal Remains - Kathy Reichs 8. Angelology - Danielle Trus- soni 9. That Perfect Someone - Jo- hanna Lindsey 10. Started Early, Took My Dog - Kate Atkinson New York Times 1. Water for Elephants - Sara Gruen 2. The Sixth Man - David Bal- dacci 3. Something Borrowed - Emily Giffin 4. The Help - Kathryn Stockett 5. A Game of Thrones - George R.R. Martin 6. The Lincoln Lawyer - Mich- ael Connelly 7. The Fifth Witness - Michael Connelly 8. Eve - Iris Johansen 9. Chasing Fire - Nora Ro- berts 10. The Land of the Painted Caves - Jean M. Auel Waterstone’s 1. Dead Reckoning - Char- laine Harris 2. The Short Second Life of Bree Tanner - Stephenie Meyer 3. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 4. The Girl Who Kicked the Hornets’ Nest - Stieg Lars- son 5. Bite Club - Rachel Caine 6. Kiss of Death - Rachel Caine 7. The Rogue - Trudi Canavan 8. Winnie in Space - Valerie Thomas, Korky Paul 9. Midnight - L.J. Smith 10. The Lost Symbol - Dan Brown Bóksölulisti Lesbókbækur Ó hætt er að segja að útgáfa Uppheima á norrænum glæpasögum í kiljum sé vel heppnað framtak. Bækurnar koma út í bókaflokki sem nefnist Undir-heimar, og eru nær undantekningarlaust framúrskarandi glæpasögur. Við lestur þessara bók undrast maður ekki uppgang norrænna glæpasagna sem njóta mikilla vinsælda víða um heim. Þarna eru yfirleitt á ferðinni bækur sem eru vandlega hugsaðar og vel samdar og höfundar leggja nokkuð á sig til að vanda persónusköpun. Þessar bækur eru jafnan mun betri en hinar dæmigerðu bandarísku og bresku spennu- sögur þar sem lagt er upp úr hraða og æsingi en lítt hugað að byggingu og persónusköpun. Meðal þeirra bóka sem Uppheimar gefa út þetta árið eru Náttbál eftir sænska höfundinn Johan Theorin og Hinir dauðu eftir Norðmanninn Vidar Sundstøl. Hágæða glæpasaga Í fyrra kom út hjá Uppheimum bókin Hvarfið eftir Johan Theorin sem hlaut CWA John Creasey Dag- ger verðlaunin árið 2009. Þetta árið kemur Nátt- bál eftir sama höfund, og er jafnvel enn betri bók. Náttbál hlaut Glerlykilinn, Norrænu glæpasagna- verðlaunin, árið 2009, og Duncan Lawrie Int- ernational Dagger verðlaunin árið 2010. Þetta er hágæða glæpasaga sem rígheldur lesandanum. Hjón verða leið á að búa í Stokkhólmi og flytja með börn sín á afskekktan stað. Svo gerist óhugn- anlegur atburður. Í fyrri hluta bókarinnar er óvænt og snjöll vending í söguþræði. Bókin er gríðarlega spennandi og lesandinn er ekki viss um hvort hann sé að lesa bók þar sem hið yfir- náttúrulega hefur tekið öll völd eða hvort rökréttar skýringar séu á at- burðum. Þetta er ein af bestu glæpsögum á markaði nú um stundir. Sálfræðileg spenna Hinir dauðu er önnur bók- in í þríleik Vidars Sund- stöls en fyrsta bókin Land draumanna kom út á ís- lensku árið 2010. Í Landi draumanna var ferðamaður myrtur á bökkum Lake Superior í Minnesota. Lögreglumaðurinn Lance Hansen rann- sakaði morðið. Maður er handtekinn fyrir morðið og settur í fangelsi. Í Hinum dauðu er Lance orðinn nokkuð sannfærður um að saklaus maður sitji í fangelsi og telur bróður sinn Andy vera hinn seka. Bræðurnir fara saman í veiðiferð þar sem spennan milli þeirra magnast. Höfundurinn er einkar flinkur við að laða fram spennuþrungið andrúmsloft milli tveggja manna úti í náttúrunni. Bókin er fremur sálfræðileg spennusaga en hasarsaga. Það er aðdáunarvert að höfundi skuli takast með svo miklum ágætum að láta bók snúast nær eingöngu um sálfræðilegt stríð milli tveggja manna. Lesendur hljóta að bíða spenntir eftir síðustu bókinni í þrí- leiknum. Ekki er ástæða til annars en að ætla að höfundur ljúki verkinu fag- mannlega, því hann kann til verka. Johan Theorin: Verðlaunahöfundur sem kann að skapa spennu. Norræn spenna í góðum bókum Náttbál eftir Johan Theorin og Hinir dauðu eftir Vidar Sundstøl eru nýjar glæpasögur á markaði. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Vidar Sundstöl: Höfundur sem býr yfir sálfræðilegu innsæi. Morgunblaðið/Sigurgeir S

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.