SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 37
8. maí 2011 37 Það leynir sér ekki að Páll Magnússon út- varpsstjóri er stoltur af Landanum. Ég sit gegnt honum á skrifstofu útvarpsstjóra í Efstaleitinu og hann fer allur á flug þegar ég bið hann að segja mér frá þættinum sem hann segir vera eitt best heppnaða prógramm sem RÚV hefur farið í lengi. „Landinn fær viðlíka áhorf og skemmti- þættirnir okkar á laugardagskvöldum, er oftast með svipað áhorf og Gettu betur, Útsvar og Söngvakeppni Sjónvarps- stöðva. Þó hugsuðum við Landann ekki til að hámarka áhorfstölur og bjuggumst satt að segja ekki við svona miklum vin- sældum. Okkur fannst einfaldlega þarft að vera með þátt af þessu tagi. Á okkar mælikvarða má segja að Landinn sé frek- ar dýr en þó talsvert ódýrari en stórir stúdíóskemmtiþættir sem hann jafnast á við í vinsældum.“ Lagt var af stað með það frá upphafi Landans að vera ekkert endilega að „leita uppi leiðindi“ að sögn Páls. „Ég held að allir sem að þættinum koma hafi verið sammála um að þeir ættu að þora að segja sögur sem eru jákvæðar, skemmtilegar og skipta máli og þyrftu ekki endilega allar að hafa innbyggð vandamál. Það þarf ekki að vera með „allt að fara til andskotans“- mál í öllum fréttatengdum þáttum. Það er allt í lagi að leyfa sér að vera með jákvæð- an, uppbyggilegan og brosmildan dæg- urmálaþátt. Það eru oft alvarleg mál í Landanum, þær sögur eru líka sagðar, en það er líka allt í lagi að það sé heill þáttur sem er ekki með nein leiðindi.“ Landsbyggðarhólfið? Páll er á því að það sé ekki endilega bara landsbyggðartengingin í þættinum sem gerir hann svo vinsælan heldur hvernig hann er unninn. „Landinn er mjög skemmtilega uppbyggður þáttur og hinn sígildi lærdómur sem við drögum af þessu er að þegar við gerum hlutina vel þá fá þeir gott almennt áhorf. Það er ekkert bundið við landsbyggðina eða höf- uðborgarsvæðið. Landsbyggðartenging ein og sér gerir ekkert sérstakt fyrir þætti í vinsældum. Þetta veltur á fólkinu sjálfu sem gerir þáttinn og gæðum hans,“ segir Páll. Spurður hvort honum finnist rétt að vera alltaf með landsbyggðina í sérþátt- um svarar Páll að það sé mikið búið að ræða það innan RÚV. „Á að vera að setja landsbyggðina í eitthvert sérstakt hólf, þetta er alltaf spurningin. Ég skil hugs- unina – er þetta landsbyggðarhólfið – en mér finnst þessi hugsun röng. Það er ekkert sem bannar starfsmönnum Land- ans að gera innslög af höfuðborgarsvæð- inu og þeir hafa gert það. Í þættinum erum við bara að sýna að það er fólk út um allt land að gera já- kvæða og uppbyggilega hluti og það er ekki verið að eltast við neitt „skrítið fólk“. Þetta eru bara sögur af landinu, sögur af fólki, segir Páll ákveðinn en brosandi og endar á einni spurningu til mín; „Hvaðan af landinu kemur þú?“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir Landann vera eitt best heppnaða prógram sem Rík- isútvarpið hefur farið í lengi. Hann er ánægður með þáttinn. Morgunblaðið/RAX Ekki til að hámarka áhorfstölur kemur alltaf eitthvað nýtt,“ segir Gísli og Karl bætir við; „Við reynum alltaf eins og við getum að hafa þetta sögur af fólki. Það virðist vera það sem fólk hefur áhuga á.“ Spurður út í ritstjórnarstefnu þáttarins svarar Gísli að hún snúist um að gera áhugaverðan og skemmtilegan þátt en um leið að fjalla um hluti sem skipta fólk máli. „Við erum meira í jákvæðu efni en leggjum áherslu á að vera með alvöru fréttamál í hverjum þætti og pössum að vera ekki í sömu málum og eru í fréttum á hverjum degi. Við höfum mikið verið að leita uppi fréttir af atvinnuvegum, ný- sköpun og slíkt, og það er það efni sem er hvað þakklátast. Atvinnusköpun er for- vitnileg. Við leggjum áherslu á hluti sem koma fólki við, varða fólk og skemmta. Það er oft gert lítið úr jákvæðum fréttum utan af landi, að þær séu uppfylling- arfréttir en þetta eru allt fréttir sem skipta fólk máli. Við erum meðvituð um það að við erum ekki að gera nein kynn- ingarmyndbönd fyrir landsbyggðina, ef við sýnum eitthvað jákvætt er það vegna þess að okkur finnst það athyglisvert.Við erum ekki að selja landið. Við erum bara að sýna það.“ Félagarnir Gísli og Karl sitja ábúð- arfullir á móti mér, báðir skeggjaðir og áhugasamir um vinnu sína. En hvað finnst þeim um þá umræðu að það sé ver- ið að setja landsbyggðina í sér hólf, að- skilið höfuðborgarsvæðinu, með slíkum þætti? „RÚV er að sinna landsbyggðinni í fréttunum en það er svo mikið af efni sem opnast núna vettvangur fyrir með þess- um þætti. Sumt af því hefði komist í fréttir en það hefði ekki fengið þann tíma né vinnslu sem það og áhorfendur ættu skilið. Kastljósið er þjóðmálaþáttur með dægurmálaívafi en Landinn er meira dægurmálaþáttur með þjóðmála- umfjöllun eða fréttaívafi. Mér finnst ekki neitt að því að hafa landsbyggðina í ein- um þætti. Jákvæð viðbrögð við þættinum eru ekkert síður í höfuðborginni, enda viljum við meina að það eigi ekki að þurfa að aðskilja neitt. Þetta er ein þjóð. Það er samt ekki verið að segja með þessu að allt efni af landsbyggðinni komi fram í þess- um eina þætti en við höfum aðallega ver- ið á landsbyggðinni og helgast það mikið til af því að það eru aðrir sem eru að taka höfuðborgarsvæðið,“ segir Gísli og Karl er sammála félaga sínum. Því hefur verið haldið fram að fjöl- miðlar sýni aðeins skrítið fólk utan af landi og viðurkennir Gísli að þættir eins og Stiklur og kannski Út og suður hafi ýtt undir það. „Ekki vegna þess að í þeim hafi verið talað við skrítið fólk heldur kannski fyrst og fremst fólk sem þorir að koma til dyranna eins og það er klætt og fær kannski þess vegna á sig þann stimp- il. Með Landanum teljum við að við séum að brjóta þá ímynd niður og við höfum fengið þau viðbrögð að fólk sé að átta sig á því eftir þennan þátt að það sé ekki ein- göngu skrítið fólk úti á landi. Við erum ekki að fara út á land að sækja efni heldur erum við að koma með efni utan af landi og að sýna landsbyggðina í réttu ljósi að við teljum,“ segir Gísli. Karl, sem hefur setið þögull, glottir og bætir við: „Ég las um daginn að það væri bara verið að tala við skrítið fólk út á landi en við höfum ekki talað við einn einasta furðufugl.“ Sveitó en ekki lúðalegir Aðdáendur Landans geta glaðst yfir því að þátturinn fer ekki í sumarfrí. Hann verður á dagskrá allan ársins hring. „Það var greinilegt að það var þörf fyrir þenn- an þátt og þess vegna er honum tekið svona vel. Sjónvarp á að vera eitthvers konar spegill þjóðarinnar og þarna hefur þjóðin getað speglað sig í mörgu,“ segir Karl og nú er það Gísli sem situr þögull og kinkar kolli orðum hans til samþykkis. Hann getur samt ekki staðist það að eiga síðasta orðið; „Landinn ætti að sameina fólk enda vísar nafn þáttarins í landið sem heild. Við lögðum upp með það til að byrja með að við yrðum á landsbyggðinni en ekki eingöngu. Höfuðborgin mun samt aldrei koma inn í þáttinn miðað við hlutfall af íbúatölu. Við viljum vera sæmilega sveitó en ekki lúðalegir.“ Karl Sigtryggsson dagskrárstjóri Landans og Gísli Einarsson ritstjóri í vonsku veðri við tök- ur fyrir Landann á Þröskuldum, vegi um Arnkötludal. Gísli Einarsson skoðar áhugasamur íslenska banana í Garðyrkjuskólanum, sem nú er deild í Landbúnaðarháskóla Íslands, að Reykjum í Ölfusi. Ljósmynd/Áskell Þórisson Vikuna 4. til 10. apríl var Landinn með þriðja mesta áhorfið af dagskrárliðum Ríkissjónvarps- ins samkvæmt áhorfsmælingu Capacent. Landinn var með 30,3% áhorf í aldurshópnum 12 til 80 ára, aðeins Icesave-kosningarnar og Tími nornarinnar fengu meira áhorf þessa viku. Á fyrstu mánuðum ársins, frá 3. janúar til 10. apríl mældist Landinn með frá 24,2% áhorfi upp í 35.9% áhorf samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Capacent. Áhorf á Landann

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.