SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 26
Þ egar við gengum í Atlantshafsbandalagið 1949 var sagt að við ætluðum ekki að taka á okkur þær skyldur að hafa hér her á friðartímum,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- málaráðherra og dómsmálaráðherra og formaður Varð- bergs – samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, sem hefur að markmiði að beita sér fyrir umræðum og kynningu á alþjóðamálum, einkum öryggis- og varn- armálum á norðurhveli jarðar. „En strax í ársbyrjun 1951 er ástandið orðið þannig í heimsmálunum að talið er óhjákvæmilegt að gera sérstakar ráðstafanir til að verja Ísland. Eins og sést við lestur varnarsamningsins fer NATO þess á leit að hann sé gerður milli Íslands og Bandaríkjanna.“ Varnarsamningurinn í meiri sátt en aðild að NATO Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirrit- aður 5. maí 1951 og tveimur dögum síðar, 7. maí, kom varnarliðið. Björn segir sérkennilegt í ljósi þeirra deilna, sem síðan hafi verið um varnar- og öryggismál, að á þessum árum hafi verið mun minni deilur um gerð varn- arsamningsins, en urðu um aðildina að NATO. „Menn eins og Gylfi Þ. Gíslason, sem var á móti aðild- inni að NATO, sagði að hann hefði stutt varnarsamning- inn af því að menn hefðu verið mun betur upplýstir um nauðsyn hans heldur en aðildarsamninginn að Atlants- hafsbandalaginu,“ segir Björn. „1949 til 1951 verða um- skipti í alþjóðamálum þar sem stríðið í Kóreu hefur mest að segja. Síðan fer NATO að byggja upp sameiginlegar varnir. Evrópumenn vilja fá Bandaríkjamenn til að verða virkir þátttakendur í vörnum Evrópu. Ísland gerir þenn- an samning á sama tíma og NATO setur á laggirnar sitt herstjórnarkerfi, sem enn er við lýði.“ Björn kveðst ekki viss um að menn hafi litið svo á þegar varnarsamningurinn var gerður að varnarliðið yrði til langs tíma. „Í upphafi sjötta áratugarins eru umræður um að Íslendingar eigi að taka að sér öryggisgæsluna sjálfir frekar en treysta alfarið á Bandaríkin.“ Í upphafi kom bandaríski flugherinn hingað og hafði frá Keflavíkursamningnum 1946 haft aðstöðu á Íslandi fyrir tæknimenn og flugvélar. „Þá þurfti flugherinn á flugvöllum eins og Keflavíkurflugvelli að halda til að geta beitt sínum kjarnorkuherafla og flugvélum í Evrópu en það breyttist þegar Bandaríkjamenn eignuðust stóru og langdrægu B-52 sprengjuflugvélarnar. Tæknin leiddi til að áhersla flughersins á Keflavíkurflugvöll minnkaði. Flotinn kom hingað 1960 og stöðin var undir stjórn hans þar til henni var lokað 2006.“ Björn segir að flugherinn hafi hins vegar alltaf verið meira áberandi, sérstaklega þegar lok dvalar hans nálg- uðust, vegna umræðunnar um orrustuþoturnar. „En þetta var alltaf flotastöð og kafbátaleit og -varnir þungamiðja í starfseminni þar sem lögð var varnarlína frá Grænlandi um Ísland til Bretlands, GIUK-hliðið, með tengingu yfir til Noregs til að fylgjast með sovéska flot- anum á Norður-Atlantshafi. Síðan komu ratsjárkerfin, sem endurspegluðu áhyggjur af sovéskum flugvélum. Fyrstu ratsjáreftirlitsvélarnar, AWACS, sem sendar voru út fyrir Bandaríkin, komu til Keflavíkurflugvallar rétt fyrir 1980. Þá hafði ratsjárkerfinu verið lokað, en síðan var ákveðið að opna það aftur og setja hér upp nýjar rat- sjár á seinni hluta níunda áratugarins. Flugumferð Sov- étmanna hér við land náði hámarki 1985 og 1986.“ Skynjuðu 1986 að komnir voru nýir tímar Seinna árið verða þáttaskil. „Leiðtogafundurinn var haldinn hér í október 1986 og þá skynjuðu Íslendingar eins og allir aðrir nýja tíma í samskiptum austurs og vest- urs og öllum öryggismálum. Framkvæmd varnar- samstarfsins tók á þessum árum mið af þróuninni í sam- skiptum austurs og vesturs, milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, milli Varsjárbandalagsins og Atlantshafs- bandalagsins. Nú ráða önnur viðhorf matinu.“ Mikið var ávallt upp úr því lagt að varnarsamningurinn væri tvíhliða og bent á að Bandaríkjamenn reyndu yf- irleitt frekar að stofna varnarbandalög, hvort sem það var í Evrópu eða Asíu, en að stórveldið semdi við smáþjóðir á jafningjagrunni. „Bandaríkjamenn litu eflaust líka svo á að varnir Ís- lands væru hluti af vörnum Norður-Ameríku, Monroe- kenningin næði ekki hingað,“ segir Björn. „Á þessum tíma var engin Evrópuþjóð í stakk búin til þess að ábyrgj- ast varnir Íslands með sama hætti og Bandaríkjamenn gátu gert. Einnig endurspeglaði þetta þá staðreynd að Bandaríkjamenn komu hingað 1941. Þá var samið um að þeir tækju við af Bretum. Þar með komu þeir inn í seinni heimsstyrjöldina bakdyramegin áður en ráðist var á Pearl Harbor og var þetta fyrsta hernaðarlega skuldbinding þeirra af þessum toga við bandamenn.“ Bókun sýndi nýtt viðhorf Bandaríkjamanna Hin pólitíska umræða um veru varnarliðsins á Íslandi snerist meðal annars um hvort Bandaríkjamenn myndu virða íslenska hagsmuni. Í aðdraganda brottflutnings hersins skrifaði Michael Corgan, prófessor í stjórn- málafræði við Boston University, í Morgunblaðið að bandarísk stjórnvöld yrðu að átta sig á því að margir ís- lenskir stjórnmálamenn hefðu lagt mikið undir pólitískt með því að segja að varnarsamstarfið byggðist á hags- munum beggja. Með því að kveðja varnarliðið brott með þeim hætti sem gert var væri Bandaríkjastjórn að grafa undan málstað bandamanna sinna. „Þetta er hárrétt,“ segir Björn. „Íslendingar brugðust strax við nýjum aðstæðum í lok kalda stríðsins og 1992 var skipuð nefnd á vegum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem skilaði skýrslu 1993 um stöðu Ís- lands í öryggis- og varnarmálum. Þar kom fram að greinilegt væri að hvorki NATO né Bandaríkjamenn vildu Að tryggja öryggi borgaranna Bandaríska varnarliðið kom til Íslands fyrir sextíu árum og var hér í 55 ár. Björn Bjarnason, formaður Varðbergs – samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, segir að Bandaríkja- menn hafi verið skammsýnir þegar þeir kölluðu herinn brott og séu nú að átta sig á því. Íslend- ingar þurfi að gæta eigin öryggis, þótt enginn búist við að ráðist verði á Ísland. Þau verkefni séu borgaraleg, ekki hernaðarleg. Karl Blöndal kbl@mbl.is Bandarískur hermaður talar í tal- stöð á opnum degi árið 1959. Morgunblaðið/Ól.K.M. Þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli kemur sjúkum sjó- manni úr rússneskum togara undir læknishendur. Morgunblaðið/Ól.K.M. Hermenn bandaríska varnarliðsins með fána á lofti og byssur um öxl ganga fylktu liði á Keflavíkurflugvelli í lok sjöunda áratugarins. Morgunblaðið/Ól.K.M.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.