SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 43
8. maí 2011 43
sóknum á þrívídd og meðal annars unnið
að mörgum verkefnum með myndlist-
armanninum Ólafi Elíassyni.
Einar segir að undirbúningur fyrir
sýninguna hafi staðið í tvö ár, eða í það
minnsta séu tvö ár síðan Ólöf K. Sigurð-
ardóttir forstöðumaður Hafnarborgar
hrindi í hann þar sem hann var staddur á
ferðalagi í Texas. Hann tók hugmyndinni
vel, „enda passaði þetta inn í það sem ég
hafði verið að velta fyrir mér, vissi að eft-
ir margra ára fjarveru í Þýskalandi þurfti
ég að snúa til baka til Íslands með ein-
hverjum hætti“, segir Einar. Eins og getið
er hefur hann verið með aðalbækistöð
sína í Berlín, en segist nú ætla að eyða
meiri tíma hér og koma sér svo fyrir að
hann geti brugðið sér til Íslands og labbað
um bæinn.
Yfirlitssýningin spannar langt tíma-
bil, enda hefur Einar verið lengi að, og
hann segir að hún sé líka gott færi fyrir
hann að átta sig á hvað hann hafi verið að
gera í gegnum árin. „Það er nú svo að
þegar maður er sífellt að vinna að ein-
hverjum hugmyndum er erfitt að svara
því þegar fólk spyr hvað ég hafi nú verið
að fást við um dagana. Mér finnst líka
frábært það sem Pétur Ármannsson segir
í sýningarbæklingnum að ég sé tengiliður
á milli geimaldar og íslensks arkitektúrs
svo það svarar kannski spurningunni.“
Litið framávið
Þegar ég rifja upp að Einar fékk R. Buck-
minster Fuller hingað til lands segist
hann hafa orðið fyrir miklum áhrifum af
vin sínum, sem var fæddur á 19. öldinni
en sé þó alltaf talinn með yngri arkitekt-
um vegna þess að hans hugmyndir voru
svo víðfeðmar. „Ég hallast að því að við
höfum verið með svipaðar undirstöður í
viðhorfum og ég hef alltaf unnið meira og
meira í þá átt, litið framávið og gert mér
grein fyrir því að manneskjan er vits-
munavera og við getum haft miklu meiri
áhrif á heiminn með hugsunum okkar en
við gerum okkur grein fyrir. Hugmyndin
er þýðingarmest og þó hún sé ekki fram-
kvæmd þarf hún að komast á blað til að
menn átti sig því að það er hægt að hugsa
um framtíðina.“
Aðspurður um það hvað hafi leitt hann
á þá braut sem hann hefur fetað í sköpun
og rannsóknum svarar Einar því til að
hann eigi erfitt með að svara því afdrátt-
arlaust, „en ég get þó sagt þér að þegar ég
var níu ára gamall þá dó ég á sjúkrahúsi.
Bjarni Jónsson skurðlæknir skar mig upp
1952 og þegar ég vaknaði daginn eftir
skurðaðgerðina komst ég að því að ég dó
líkamlegum dauða á skurðborðinu og var
lífgaður við, sendur sendur til baka og er
hér enn,“ segir Einar.
Arkitekt eða listamaður?
Eins og getið er eru á sýningunni teikn-
ingar, líkön, hönnunarmunir, heimildir
um byggingar og ransóknargögn sem
sýna ýmsar hliðar á ævistarfi Einars. Að-
spurður hvort hann líti á sig sem arkitekt
eða listamann svarar hann því til að sér
finnist hann í raun vera hvorugt. „Ég er
leitandi manneskja og er að vinna að eðl-
isfræði mannlegs lífs þó það hafi birst í
vinnu með form og eðlisfræði. Mér finnst
gaman að vinna í myndlist, en finnst líka
mikilvægt að fólk átti sig á því að það er
miklu meira til í þessum heimi en við
skiljum. Þegar við höldum að vísindin
veiti endanlegt svar erum við komin í
trúarbrögð.“
Eins og getið er í upphafi verður sýning
Einar opnuð í dag kl. 15:00. Einar verður
með listamannsspjall næstkomandi
sunnudag og sunnudaginn 22. maí kl.
15:00, Guðmundur Oddur Magnússon
verður með spjall um sýninguna fimmtu-
daginn 26. maí kl. 20:00 og Pétur H. Ár-
mannsson sunnudaginn 12. júní kl. 15:00.Mynd frá verkstæði Einars Þorsteins Ásgeirssonar í Berlín.
Einar Þorsteinn Ásgeirsson segist hvorki arkítekt né listamaður: „Ég er leitandi manneskja og er að vinna að eðlisfræði mannlegs lífs.“
Morgunblaðið/Golli
Ljósmynd/Goddur
Af ást til heimsins
Hannah Arendt
Hannah Arendter í hópi merkustu
stjórnmálaheimspekinga 20. aldar.
Meginviðfangsefni Hönnuh Arendt
er að greina ástæðurnar fyrir hruni
ríkjandi hugmyndakerfa og kreppu
í stjórnmálum. Hún spyr m.a. hvers
vegna heimspekin veitir ekki meira
viðnám gegn alræðisstjórnarfari en
raun ber vitni og leitar svara í sögu hennar. Í leit sinni kemst
hún m.a. að því að allt frá fornöld hafi margir helstu heim-
spekingar Vesturlanda einblínt á ást á visku og fræðilega
þekkingu og verið fráhverfir veraldlegri pólitík. Að dómi
Arendt er ekki aðeins þörf á visku heldur ekki síður á ást
til heimsins, sem komi fram í margbreytilegri pólitískri
þátttöku.
„að skilja undraljós“
er safn sextán
greina um Þórberg
Þórðarson, verk
hans og hugðarefni.
Meðal efnis eru
ættir hans og
frændgarður, skipti
hans við útgerðar-
mann og prest,
esperantóáhugi og
tengsl við erlendar
framúrstefnuhreyf-
ingar, dulspeki og jógaiðkun, að ógleymdum
handritum hans og útgefnum verkum, og
þráðunum sem frá þeim liggja til innlendra
verka og erlendra.
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
Velferð barna
Gildismat og ábyrgð
samfélags
Í bókinni fjalla
þrettán höfundar á
sviði félagsráðgjafar,
guðfræði, heimspeki,
næringarfræði, sálfræði
og uppeldisfræði um
siðferðileg álitamál
tengd börnum og skilyrði þess að
þeim geti farnast vel. Í brennidepli er ráðandi
gildismat í neyslusamfélagi nútímans og áhrif
þess á velferð barna.
haskolautgafan.hi.is