SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 4

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 4
4 8. maí 2011 Fríðindakort fjölskyldunnar Upplýsingar á golfkortid.is „Tónleikarnir í Hörpu á mið- vikudagskvöldið voru stórviðburður í Íslandssögunni og væntanlega ógleymanleg stund fyrir þá sem upplifðu. Tónleikarnir voru fyrsti viðburðurinn í húsinu og í vissum skilningi sá mikilvægasti og mest spennandi af mörgum glæsilegum sem framundan eru,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð tónlistaráhugamaður á Ak- ureyri, einn þeirra sem lýstu óánægju sinni á Facebook með að tónleikarnir væru ekki í beinni út- sendingu í sjónvarpinu. „Tilvist stóra salarins Eldborgar snýst um þetta fyrst og fremst; að lifandi sinfónísk tónlist eignist loksins fyrirmyndarvettvang í höf- uðborginni og SÍ framtíðarheimili sem gerir henni mögulegt að vaxa enn frekar og dafna. Spennan og eftirvæntingin að upplifa hljómsveitina og hljómburðinn var því mikil. Tilvalið hefði verið að sýna beint frá tónleik- unum í Ríkissjónvarpinu en fram hefur komið að ekki hafi fengist leyfi fyrir því þar sem engin reynsla sé komin á upptökur og útsendingar frá salnum. Þegar allt er á síðustu stundu er það e.t.v. skiljanleg ástæða en þá má spyrja: Ef það þótti of mikil tæknileg áhætta að senda beint út frá fyrsta kvöldi mátti þá ekki gera það á öðrum tónleikunum, á fimmtudagskvöldi? Með beinni út- sendingu yrði viðburðurinn almenningseign, allir sem vildu gætu þá orðið þátttak- endur þó heima í stofu væri,“ segir Þórgnýr. „Í öðru lagi hefðum við eignast góða og stórmerka upptöku af tónleikunum sem yrði gríðarlega verðmæt heimild þegar fram líða stundir. Á sama tíma (að hluta) var í sjónvarpinu mikilvægur íþrótta- viðburður en með fullri virðingu fyrir honum ekki með nokkru móti sambærilegur þeim sem fram fór í Hörpunni. Og þó þeir séu snjallir handboltakapparnir frá Akureyri og Hafnarfirði þá hefði ég miklu heldur kosið að sjá og heyra snillinginn Víking Heiðar dansa á nótnaborði Steinways í flutningi sínum á píanókonserti Griegs. Margir eru ósammála þessari forgangsröðun minni sem byggist annars vegar á mati á mik- ilvægi viðburðanna og hins vegar smekk. Og þá má einnig spyrja: Er ekki möguleiki að nota endr- um og sinnum aukarás RÚV þ.e. RÚV+ til þess að sjónvarpa frá stærri menningar- og íþrótta- viðburðum án þess að trufla hefðbundna dagskrá? Þannig gætu allir sem vilja orðið þátttakendur í þjóðarviðburðum óháð efnahag, óháð búsetu og óháð sætafjölda á vettvangi. Félli slíkt ekki fal- lega að hlutverki Ríkisútvarpsins?“ „Stórviðburður í Íslandssögunni“ Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmda- stjóri Akureyrarstofu. Ý msum kom í opna skjöldu að Ríkissjón- varpið skyldi ekki senda beint út frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í vikunni. Að margra mati var hér um að ræða eina stærstu stund í íslenskri tónlist- arsögu, þegar þessi frábæra hljómsveit steig fyrstu opinberu skrefin í hinu rómaða húsi. Spurt var: Hefði ekki verið við hæfi að bjóða þjóð- inni allri að fylgjast með dýrðinni en ekki bara þeim fáu sem komast fyrir í húsinu hverju sinni? Rétt er að taka fram að Rás 1 útvarpsins sendi beint út frá tónleikunum, en þjóðin fór sem sagt á mis við sjón- ræna þáttinn. Tæknilegir óvissuþættir Í fyrstu beindist gagnrýnin að Ríkissjónvarpinu, að minnsta kosti hjá þeim sem tjáðu sig um málið á Fa- cebook, en síðan upplýsti stofnunin að hún hefði ekki fengið leyfi til þess að sjónvarpa beint. „Áhugann vantaði alls ekki hjá okkur en við feng- um þau skýru skilaboð að það væri ekki inni í myndinni að fengum að koma með vélar inn og senda beint þetta fyrsta kvöld,“ segir Sigrún Stef- ánsdóttir dagskrárstjóri RÚV við Sunnudagsmogg- ann. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, segir að það hefði vissulega verið gaman að geta sent beint út frá fyrstu tónleikunum í Hörpu en það hafi ekki verið talið ráðlegt. „Hér hefur verið mjög margt að gerast á ótrúlega stuttum tíma og ekki þótti ráðlegt að fjölga tækni- legum óvissuþáttum. Við vissum hreinlega ekki hvar við myndum vera stödd á þessum tímapunkti með aðstöðuna í húsinu þótt við værum alltaf staðráðin í að halda okkur við þessa dagsetningu. Það er auð- vitað mjög mikilvægt að fyrsta sjónvarpsútsending úr Hörpu sé vel unnin og hnökralaus eins og hún verður örugglega þann 13. maí þegar sjónvarpað verður beint frá opnunarhátíð hússins,“ segir Stein- unn Birna við Sunnudagsmoggann. „Það má alltaf deila um svona lagað og ég skil mjög vel þá sem hefðu viljað njóta þessa sögulega viðburðar í beinni útsendingu í sjónvarpi, en þetta er sú leið sem farin var.“ Tekið var upp vegna heimildarmyndar Hún ítrekaði að allir sem sæktust eftir gætu notið þess að upplifa tónlist í Hörpu í fyrstu sjónvarps- útsendingunni í næstu viku, þegar yfir 400 íslenskir tónlistarmenn úr öllum geirum tónlistar munu koma fram og flytja mjög fjölbreytta dagskrá. „Þessum opnunartónleikum verður samt sem áður deilt með þjóðinni þar sem þeir voru teknir upp í tengslum við heimildarmynd sem verið er að gera um húsið. Það þótti talsvert minni áhætta en bein útsending m.a. vegna þeirra ljósa sem þarf til og hugsanlega geta haft áhrif á hljómburð og hljóðvist salarins vegna aukahljóða og búnaðar sem slíkum útsendingum fylgja. Þessi tilhögun varð því ofan á.“ Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu, segir að þegar ljóst var að húsið yrði ekki tilbúið nú í maí vegna vandamála sem upp komu með glerhjúpinn, hafi farið fram mikil umræða hjá fulltrúum eigendanna hvernig haga ætti opnun hússins. „Eftir miklar vangaveltur og umræður m.a. við Ólaf Elíasson var ákveðið að opna húsið í áföngum og leggja höfuðáherslu á stóra salinn og tónleika SÍ 4. maí, sem var sá dagur sem SÍ og Ashkenazy ósk- uðu eftir,“ segir Þórunn. „Lengi vel voru mikil áhöld um hvort húsið yrði tilbúið 4. maí fyrir þessa tónleika. Salurinn var út af fyrir sig að mestu tilbúinn, en tækniþættir alveg á síðustu stundu og alls ekki fyrirséð að hljóm- burður, sem mikil vinna og kostnaður hefur farið í, yrði kominn í lag á fyrstu tónleikunum.“ Skýr afstaða hönnuða hljómburðar „Viðbótarálag og truflanir vegna aukaljósa og ann- arra þátta sem fylgja beinum sjónvarpsútsendingum var talið geta skaðað þessa fyrstu tónleika og með mjög skýrri afstöðu Artec [fyrirtækisins sem hann- aði hljómburðinn í Hörpu] til þessara atriða var ákveðið að fara ekki út í beina sjónvarpsútsend- ingu, heldur taka upp aðra tónleikana og hafa möguleika á eftirvinnslu upptökunnar ef þörf kref- ur.“ Að sýna eða ekki sýna … Hefði ekki átt að sjónvarpa beint úr Hörpu? Mikið var um dýrðir á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu á miðvikudaginn og að sjálfsögðu húsfyllir. Morgunblaðið/Ómar Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þeir sem nutu fyrstu tónleika SÍ í Hörpu héldu vart vatni af ánægju. „Ég er ennþá í vímu. Þetta voru alveg stórkostlegir tónleikar. Húsið er eins og best verður á kosið og erfitt að hugsa sér að hægt sé að gera betur í hljómburði,“ hafði Morg- unblaðið eftir Guðmundi W. Vilhjálmssyni sem sótt hefur tón- leika SÍ frá stofnun árið 1950. Guðmundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Samtökum um tónlistarhús. Mikil hrifning

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.