SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 42
42 8. maí 2011 Í umræðum um tungutak virðist jafnan gert ráð fyrir að Íslendingar nú á dögum tali verra mál en Íslend- ingar gerðu fyrrum og að ungt fólk tali verra mál en gamalt fólk. Ég man ekki betur en þetta viðhorf hafi verið alls ráð- andi þegar ég var að alast upp skömmu eftir miðja síðustu öld og undir þessu sát- um við sem nú erum orðin afar og ömmur. Mér er það mjög minnisstætt þegar kyn- slóð mín tók við keflinu og fór að hneyksl- ast á næstu kynslóð á eftir. Það var um það bil þegar við sjálf vorum á fertugsaldri og börnin okkar að verða unglingar. Skyld- um við þá loksins hafa verið orðin fulln- uma í íslensku? Orsakir hnignandi málfars eru sagðar margar og fer svolítið eftir því um hvaða tíma er talað. Kynslóð foreldra minna tal- ar örugglega lakara mál en sú næsta á undan því þetta er sú kynslóð sem flutti í þéttbýlið, hætti að kveða rímur heima hjá sér á kvöldin og þarf að fletta upp í Blöndal til að muna hvað beinin í þorskhausnum heita. Mín kynslóð talar örugglega lakara mál en kynslóð foreldranna af því við ól- umst upp á götum borgarinnar og í skól- um, í leik hvert við annað í stað þess að taka þátt í ullarvinnu með fullorðna fólk- inu, fórum á útlendar bíómyndir, hlust- uðum á popptónlist, og sjónvarpið náði meira að segja til okkar á unglingsárum. Kynslóð barna minna talar örugglega lak- ara mál en mín kynslóð því hún ólst upp við ennþá meira sjónvarp, og auk þess myndband og tölvuleiki, lengri dag í leik- skólanum og mamma farin að vinna úti. Ég ætla ekki að hugsa þá hugsun til enda hvernig barnabörnin mín munu tala. Það hlýtur að verða meira hrognamálið. Hnignandi tungutak kynslóðanna er á síðari árum meðal annars tengt minnk- andi lestri bóka meðal barna og unglinga. Eitt hið besta sem unnt er að gera til að auðga orðaforðann og andann, og læra að beita tungumálinu á fjölbreyttan og listi- legan hátt, er að lesa bækur – helst góðar bækur. Þarna er ábyrgð foreldra gríðarleg. Þeir verða að lesa fyrir börnin sín – ekki bara meðan börnin eru ólæs, heldur verða þeir að halda því áfram eins lengi og nokkur kostur er, meðan börnin nenna að hlusta. Þegar barnið verður læst ræður það ekki við að lesa sjálft nema tiltölulega einfalt lesmál sem er langt fyrir neðan málþroska þess að öðru leyti. Málvitund barnsins ræður við að skilja miklu flóknara tungu- tak og sjaldgæfari orð ef fullorðinn les upp fyrir það og miðlar skilningi sínum til barnsins með hæfilegri túlkun. Það heitir „að lesa í röddum“ á mínu heimili. Það er útbreiddur misskilningur að bráðger börn séu orðin altalandi við upp- haf skólagöngu. Máltakan heldur áfram af fullum krafti langt fram eftir aldri, að minnsta kosti fram yfir þrítugt, og senni- lega lengur. Mér finnst ég enn vera að læra. Til dæmis heyrði ég orðið ‚stað- kvæmur‘ um daginn en þarf að komast að því hvað það merkir. Barn í upphafi skóla- göngu (6 ára) hefur afskaplega fátæklegan orðaforða í samanburði við fullorðið fólk. Talið er að orðaforði barna á þeim aldri sé um það bil 4 til 6 þúsund orð, sem er ekki nema einn tíundi þess orðaforða sem full- orðnir hafa. Fram til þrettán ára aldurs getur þessi orðaforði fjórfaldast eða meira ef barnið kemst í tæri við orðaforða tungumálsins, því mannfólkið hefur þá meðfæddu náttúru að drekka í sig það tungumál sem það heyrir í kringum sig. En hvenær las þjóðin meira en núna? Það er ekki gott að segja því mælingar á bóklestri ná skammt aftur í tímann. Ef gert er ráð fyrir að bókaútgáfa og útlán bókasafna sé einhver mælikvarði á bók- lestur þá hefur kynslóð mín og barna minna sennilega búið við einn bestan kost í þeim efnum sem nokkur kynslóð á Ís- landi hefur búið við. Af því að dæma ætti þessi aldursflokkur að vera einna best máli farinn allra kynslóða á Íslandi frá land- námi. Fer heimur versnandi? ’ Ef gert er ráð fyrir að bókaútgáfa og útlán bókasafna sé einhver mælikvarði á bóklestur þá hefur kynslóð mín og barna minna sennilega búið við einn bestan kost í þeim efn- um sem nokkur kynslóð á Íslandi hefur búið við. El ín Es th er Málið Ég er í sumarfríi, Pedró minn. Eigum við að ræða þetta þegar við komum yfir í Hornvík? Hvort heldur þú að tungumálinu fari hrakandi, eða að um eðlilega þróun og aðlögun sé að ræða? Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is H önnuðurinn, arkitektinn og listamaðurinn Einar Þor- steinn Ásgeirsson er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í hönnun og listsköpun og gefst fágætt færi til að kynna sér óvenjuleg verk hans á sýningunni Hugviti sem opnuð verður í Hafnarborg kl. 15:00 í dag. Á sýningunni eru teikningar, líkön, hönnunarmunir og heimildir um byggingar sem Einar hefur unnið á síðustu áratugum, en einnig verður sjónum beint að uppgötvunum hans á sviði rúmfræði, meðal annars gullinfangi, og hugmyndir hans um framtíðarborgina Icelandic Oasis eru myndgerðar í stóru líkani sem unnið er af ungum arkitektum og nemum í arkitekt- úr undir handleiðslu Einars. Sýn- ingastjórar sýningarinnar eru Guð- mundur Oddur Magnússon og Pétur H. Ármannsson. Í sýningarskrá segir Pétur H. Ár- mannsson, að Einar sé án vafa einn merkasti og frumlegasti hugsuður sem íslenska þjóðin hafi alið af sér fyrir rann- sóknir hans og uppgötvanir á sviði flatar- og rúmfræði. Einar lauk námi í arkitektúr við Tækniháskólann í Hannover í Þýska- landi árið 1969 og stundaði framhalds- nám og störf hjá arkitektinum Frei Otto í Stuttgart. Hjá honum vann Einar meðal annars að hönnun léttþaka og fleiri bygginga ólympíuþorpsins í München. Einar fluttist til Íslands árið 1972 og hóf rekstur Tilraunastofu burðarforma, sem sérhæfði sig í þróun tjaldbygginga og hvolfbygginga við íslenskar aðstæður. Í samvinnu við Seglagerðina Ægi hannaði hann hátíðartjöld fyrir ýmsa viðburði í íslensku þjóðlífi, svo sem 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974, afmæli Reykjavíkur 1986 og 50 ára lýðveldishátíð á Þingvöll- um 1994. Á áttunda og níunda áratugnum rit- aði hann fjölda greina í blöð og tímarit um nýja hugsun í húsagerð og skipulagi og fékk einn arkitektinn, verk- og fram- tíðarfræðinginn R. Buckminster Fuller, hingað til lands til að halda fyrirlestra 1975 og 1979. Væntanlega þekkja flestir þó til Einars í sambandi við hönnun kúluhúsa til íbúðar sem meðal annars risu á Ísafirði, við Hellu, á Kópaskeri og í Hafnarfirði. Síðasta áratug hefur Einar búið og starfað í Berlín þar sem hann hef- ur einbeitt sér að skrifum og rann- Manneskjan er vitsmunavera Í dag verður opnuð yfirlitssýning í Hafnarborg í Hafnarfirði sem dregur upp mynd af ævistarfi Einars Þorsteins Ásgeirssonar – hönnuði, hugs- uði og listamanni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Ég hef alltaf unnið meira og meira í þá átt, litið framávið og gert mér grein fyrir því að manneskjan er vitsmunavera og við getum haft miklu meiri áhrif á heiminn með hugsunum okkar en við gerum okkur grein fyrir. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.