SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Síða 24

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Síða 24
24 8. maí 2011 Þ ær fréttir bárust alheiminum á mánudaginn að hryðjuverkaleið- toginn Osama bin Laden væri lát- inn. Hann hafði látist deginum áð- ur eftir skotbardaga við bandaríska sérsveitarmenn í Pakistan. Þykir réttlætinu nú fullnægt en Bandaríkjamenn hafa reynt að ná í skottið á Osama bin Laden allt frá því að árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001 með þeim afleiðingum að þúsundir manna létu lífið. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, flutti þjóð sinni fregnirnar af láti bin Ladens dag- inn eftir og safnaðist fólk þá saman við Gro- und Zero þar sem tvíburaturnarnir stóðu og fögnuðu tíðindunum. Mátti sjá áhrif fregn- anna á ýmsan hátt í Bandaríkjunum eins og sést á þessum myndum. Þjóðin sýndi sam- hug sinn með bandarískum hermönnum og var fólki misheitt í hamsi. George W. Bush, sem var Bandaríkjaforseti þegar hryðju- verkaárásirnar voru gerðar, sagði aðgerðina vera afar þýðingarmikið afrek og óskaði hann Obama og bandarísku leyniþjónust- unni til hamingju. Andlát Osama bin Ladens hefur líka vakið mikil viðbrögð fyrir utan Bandaríkin. Þannig sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretands, þegar hann heyrði fréttirnar að fólki um allan heim væri létt að heyra þessar fréttir. Miklar umræður hafa spunnist um það hvort rétt sé að birta mynd af líki bin Ladens til sönnunar á and- láti hans. Líkið ku hafa verið mjög illa farið eftir árásina og talið að slík myndbirting gæti þótt ómannúðleg og kynt undir frekari árás- um. Lögreglan stendur við Ground Zero þar sem menn höfðu komið fyrir blómum til minningar um þá sem létust 11.sept- ember 2001. New York-búi gengur framhjá sjónvarpsskjá á Times Square þar sem rúlluðu fréttir um lát Bin Ladens allan daginn. Fólk safnaðist saman við Ground Zero þar sem tvíburaturnarnir stóðu og fögn- uðu tíðindunum af láti Osama Bin Lad- ens. Fólki var misheitt í hamsi og þessi herramaður vildi kalla herinn heim en um leið útrýma öllum meðlimum al-Qaeda. Fögnuður við Ground Zero Fréttir bárust af andláti hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens í vikunni. Árni Torfason og Brynjar Gunn- arsson voru við Ground Zero þennan örlagaríka dag. Texti María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ljósmyndir Árni Torfason og Brynjar Gunnarsson Bak við tjöldin

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.