SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 29
8. maí 2011 29 höfum mörg dæmi þess í dag en ég nefni engin nöfn.“ Hefur áfengi og dóp einhvern tímann truflað líf þitt? „Nei. Ég á það til að fá mér rauðvínstár af og til vegna þess að mér finnst það gott og ég kann að njóta þess. Í gamla daga prófaði ég ýmsar skrýtnar sígarettur, eins og flestir gerðu, en kærði mig ekki um að dvelja við þær. Það er of mikil veruleikafirring og gleymska í slíkri neyslu, svo ég lét það vera.“ Þú hefur alltaf verið giftur sömu konunni, það þykir næstum því sérstakt í skemmtanabransa. „Það er nú reyndar mjög algengt hérlendis öfugt við erlendis. En hjónabandið er frábært. Ég er svo heppinn að eiga góða og skilningsríka konu sem hefur staðið með mér í gegnum þykkt og þunnt og haldið öllu sam- an. Ég er ekkert viss um að ég hefði tekið þá stefnu í líf- inu sem ég tók ef ég hefði ekki haft hana mér við hlið. Margt hefði farið á annan veg held ég. Hún er stoð mín og stytta og gagnkvæm virðing ríkir á milli okkar. Núna á næstunni förum við að heimsækja Svölu, dóttur okk- ar, sem býr í Hollywood. Það verður gaman. Kannski get ég farið í prufu hjá einhverjum leikstjóranum sem haltur þjónn með vondan kæk?“ Leitaði til Guðs Hvernig gengur Svölu? „Henni gengur vel. Aðalatriðið hjá henni og Einari, kærasta hennar, er ekki að verða æðislega fræg og rík, þótt það væri ágætt og fínn bónus, heldur að vinna að því sem þau hafa áhuga á og elska. Þau eru að spila, gefa út sína eigin tónlist og gera vídeó, hanna föt og eiga bakhjarl í hinu fræga fatafyrirtæki WECS. Þau spjara sig. Fyrir tveimur árum lentu þau í hræðilegu slysi, hún, Einar kærasti hennar, sem er sonur Egils Eðvarssonar, og bræður hans Erling og Eddi yngsti bróðir Einars. Við vorum nærri því búin að missa þau. Þau voru að fara til Ameríku í tónleikaferðalag. Þetta var í apríl og það hafði snjóað. Einar hringdi og sagði mér að þau hefðu lent í slysi á Keflavíkurveginum og sjúkrabílar væru á leið- inni. Við hjónin fórum upp á spítala og biðum eftir þremur sjúkrabílum sem komu með þau. Þau voru rúma viku á gjörgæslu. Einar slasaðist mjög mikið og er 40-50 prósent öryrki og Svala er 15 prósent öryrki. Hún skekktist í baki og það brotnuðu rifbein og hann slas- aðist mikið innvortis. Maður heldur að slysin hendi aldrei mann sjálfan eða þá sem standa manni næst. En svo hendir slys þá sem manni þykir vænt um. Við hjónin leituðum til Guðs og töluðum við prest og styrktum hvort annað. Þegar svona hlutir gerast þá trúir maður því ekki í byrjun að þeir hafi gerst. Svo fer maður að kenna einhverjum um og verður reiður. Ég varð alveg brjálaður af því ég vissi hvernig staðan var á Reykjanesbrautinni. Sjónvarpið fór í málið, fjölmiðlar hringdu í mig og ég jós skömmunum yfir gatnamálastjóra. Það er búið að laga þennan veg- arkafla núna. Þarna fór eins og í svo mörgum málum í þjóðfélaginu. Einhver kallar úlfur úlfur og sagt er að hann sé að ljúga. En svo kemur úlfurinn. Það þarf alltaf eitthvað að koma fyrir svo hlutirnir séu lagaðir.“ Þú nefndir Guð. Ertu trúaður? „Konan og börnin eru kaþólsk. Ég hef mína barnatrú sem ég passa upp á. Ef maður hefur ekki eitthvert hald- reipi í tilverunni þá er eins gott að breiða upp fyrir höf- uð. Ég er samt ekki á skeljunum allan daginn. Við hjón- in ferðumst oft til Ítalíu með vinafólki okkar og þá förum við inn í allar kirkjur sem verða á vegi okkar og kveikjum á kertum fyrir fjölskyldu og vini. Manni líður afskaplega vel á eftir.“ Hugsanlega hægrikrati Hefurðu áhuga á pólitík og þjóðfélagsmálum? „Já, ég er orðinn mjög pólitískur með aldrinum. Ef ætti að setja mig á einhvern stall þá væri ég hugsanlega hægrikrati. Ég vil ekki að það sé troðið á neinum, tel mikilvægt að gera vel við börnin okkar og gamla fólkið og hafa læknisþjónustuna og umhverfismálin í lagi. Annars er íslensk pólitík einkennileg. Mér finnst til dæmis að fjármálaráðherra landsins ætti að vera verk- fræðingur eða viðskiptafræðingur og landbún- aðarráðherra ætti að vera lærður í landbúnaði og svo framvegis. Með fullri virðingu fyrir ráðherrum okkar þá eru þetta margir hverjir bakarar, handavinnukennarar og leikfimikennarar, sem er reyndar í fínu lagi ef þeir væru þá að vinna í sínu fagi. Ráðherra verður að vera eldklár í málaflokknum sem hann er í forsvari fyrir. Hér á landi dettur stundum inn í þessi störf fólk sem hefur lítið vit á málaflokknum sem það stjórnar. Ég vil þó geta þess að margir af stjórnarherrum okkar og alþing- ismönnum eru ágætisfólk og reyna að gera sitt besta. Allra verst finnst mér þó að það er ekkert að gerast í þessu þjóðfélagi. Það vantar meiri bjartsýni og menn- ingarlegan metnað þó erfiðir tímar herji á okkur núna. Hér virðist ríkja algjör stöðnun á öllum sviðum. Það þarf að koma atvinnulífinu í gang en það er eins og það sé enginn áhugi á því hjá stjórnvöldum. Þetta er reynd- ar sú klisja sem við heyrum dag eftir dag og við erum orðin nokkuð meðvirk og ekkert gerist.“ Nú ertu búinn að fagna sextugsafmælinu, hvað er framundan? „Ég er að vinna að skemmtilegri plötu sem kemur út í sumar og er eins konar framhald af plötunni Sígrænir söngvar sem kom út í fyrra með Björgvin og Hjartagos- unum. Þarna verða ný lög eftir mig og einnig erlend lög og eftir aðra innlenda höfunda. Um næstu jól kemur út DVD-diskur með upptökum frá afmælistónleikum mín- um í Háskólabíói í kassa með helstu lögum og plötum sem ég hef gefið út í gegnum tíðina, ásamt hugsanlega nýjum lögum. Fimmtu jólatónleikar mínir verða svo um næstu jól. Ég er að íhuga alvarlega að fara líka meira út á land og spila, jafnvel fara með afmælistónleikana út á meðal fólksins. Þegar ég var í Brimkló vorum við aðallega úti á landi en það hefur verið lítið um slík ferðalög seinni ár- in. Það er kominn tími til að breyta því. Landsbyggðin kallar og svo get ég líka rennt fyrir fisk í leiðinni. Það er nóg af hugmyndum í ofninum mínum, ég er spenntur fyrir framtíðinni og held áfram að syngja fyrir þá sem vilja hlusta.“ Morgunblaðið/Kristinn ’ Vinafólk mitt og kunningjar vita hver ég er og skilja að allt er vel meint og einungis gert til að brydda upp á smá tilbreytingu í dagsins amstri. Ég er ljúfur sem lamb. Ég tel mig vera sanngjarnan mann og hjartahlýjan og ég er mikill vinur vina minna. Ég er ástríðufullur og skapmikill, get farið upp snögglega en er fljótari niður.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.