SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 20
20 29. maí 2011
É
g ákvað að fara og róa á litla
bátnum mínu á Eiðavatni á
Austurlandi fyrir skömmu. Gul
vorsól sleikti vatnið. Æðislegt
var að koma á vatnið og hressandi að róa.
Sumarið var í nánd, náttúran að springa
út og fuglarnir með hugann við varpið.
Stundum er gott að vera einn í náttúrunni
og losna úr hversdagsþrasi. Manneskjur
nútímans eru fullar af falsi og hégóma, og
eltast við falska drauma. Því getur verið
gott að komast út og hreinsa hugann.
Ég sá tvær endur á flugi. Þær voru lang-
leitar með hvassan gogg
og stutta vængi; flugu á
ógnarhraða. Þær voru
með hvíta og svarta
bletti á síðunni. Ég hafði
aldrei séð svona þotu-
endur áður. Sjálfsagt
nýbúar.
Fyrir mér vakti ekkert
annað en að fá líkamlega
hreyfingu og góða úti-
vist. En ég vissi að í hin-
um enda vatnsins var
Eiðahólminn. Merki-
legur hólmi sem átti að vera skógi vaxinn
frá fornu fari. 1909 hafði ungmennafélag
gert hólmann að sínum samkomustað og
byggt þar ræðustól og áhorfendabekki úr
torfi og grjóti í fallegu rjóðri.
Þessi Eiðahólmi var rúmlega 2 kíló-
metra í burtu, of langt fyrir lítinn kvöld-
róður. Hann sást ekki einu sinni, var
hinumegin við langan skaga sem heitir
Stórihagi. Þó var þessi hólmi í bakhluta
hugans. Öldurnar voru mjúkar á Eiða-
vatni og vorsólin glampaði á öldutopp-
ana. Ég tók hressilega í árarnar.
Áður fyrr var hægt að ganga út í þennan
hólma. Þar hafði verið plantað ýmsum
trjátegundum, meðal annars bergfuru.
Líklega er Eiðahólmi fyrsti „náttúru-
garður“ á Íslandi, en því miður fór hluti af
samkomustaðnum undir vatn 1935 þegar
stífla var gerð og yfirborðið hækkaði.
Ég var bara nokkuð upplagður og bát-
urinn þeyttist í gegnum vatnið. Gæsir
voru á ferðinni, alltaf tvær saman. Þarna
var ósnortin náttúra og gott að vera. Áður
en ég vissi var ég kominn langleiðina yfir
endilangt vatnið. Skyndilega sá ég háa
dökkgræna trjátoppa í fjarska gnæfa yfir
birkiskóginn. Mér varð starsýnt á þetta og
hætti að róa. Það var eitthvað tignarlegt
yfir þessum háu trjám sem stungu svo í
stúf. En ég átti eftir langa leið fyrir tang-
ann til að sjá hólmann allan. Ég var ekki
til í að snúa við; ævintýrið togaði í mig.
Lifandi og vakandi náttúran fylgdist með
mér.
Loks kom ég róandi fyrir tangann og
hólminn blasti við. Þetta var ekki hólmi,
þetta var eyja; ævintýraeyja með flottum
risaháum grenitrjám. Þetta voru ekki
þessi venjulegu jólatré, heldur þessi
breiðu barrtré með löngu dökkgrænu
nálunum, loðin og margstofna eins og
tröll með mörg höfuð. Þetta var bergfura
7 metrar á hæð og 70 sentimetrar í þver-
mál, gróðursett um 1910. Þessi tré kann-
ast ég svo vel við frá Noregi.
Ég réri ákafur áfram. Gæsirnar flugu
upp frá bakkanum og görguðu á mig. Það
var eins og ég heyrði daufan hljóm frá
harmonikku og klið í
fólki sem var að dansa.
Þegar ég kom nær sá
ég að þetta var bergfura
af fínustu gerð, með
rauðleitar rætur sem
minna á klær sem ríg-
halda í klettana. Vöð-
vastælt og breið sem
vaxa út og suður. Berg-
furan er ekki algeng á
Íslandi vegna sýkingar,
en hér lifði hún góðu
lífi.
Ég dró bátinn á land í lítilli vík. Og
þetta var eins og að stíga á land í Noregi;
skugginn af trjánum, barrnálar á skóg-
arbotninum, djúpi græni liturinn. Ég fann
bálstæði í fallegu rjóðri og sætaraðir úr
torfi, allt grasi gróið og smekklegt.
Göngustígur var um eyjuna. Þarna var
rómantísk og heilög stemming.
Gæsaskítur var um allt og gæsirnar
flugu upp undan grenitrjánum, gargandi
reiðar. Ég rakst á eitt gæsahreiður undir
grenigrein. Ég hafði aldrei séð eins mörg
egg í einu hreiðri. Falleg hvít risastór egg,
fallega raðað. Hreiður voru um allt. Þetta
líktist paradís.
Þarna var ró og næði til að vera þú sjálf-
ur og ég ákvað að leggja mig á milli þúfna.
Ég horfði upp til himins í gegnum trjá-
toppana og þegar ég heyrði vindinn
syngja í toppunum þá komu upp í hugann
fallegar minningar frá Noregi. Vindurinn
sveiflaði greinunum blíðlega. Í minn-
ingum hugans dró ég fram kanóferð sem
ég hafði farið á sænsku vötnunum, sigl-
ingu í norska Skerjagarðinum. Sá fyrir
mér fólk að borða við langborð í grænu
rjóðri þar sem hvítur dúkur var á borð-
um, sannkölluð sumargleði. Ég gleymdi
mér algjörlega og sofnaði sælusvefni.
Gæsirnar vöktu mig, þær vildu að ég
færi að koma mér. Kvöldsólin skein í
augu mín og það var hrollur í mér. En ég
vildi ekki heim, heim í pappírsvinnu,
stress og metorð. Ég og gæsirnar værum
góð saman. Þetta var ævintýraeyjan mín.
Ásgeir Hvítaskáld
Ævintýraeyjan
á Austurlandi
’
Ég fann bál-
stæði í fallegu
rjóðri og sæta-
raðir úr torfi, allt
grasi gróið og smekk-
legt. Göngustígur var
um eyjuna. Þarna var
rómantísk og heilög
stemming.
Hinn mannlegi þáttur
Þ
egar danska póstskipið Phönix
sigldi fyrir Reykjanes seint í jan-
úar 1881 hreppti það aftaka
norðanveður með hörkufrosti
og blindhríð. Skipið var allt yfirísað og
erfiðlega gekk að stýra því, auk þess sem
menn vissu ekki fyrir víst hvar þeir væru
staddir.
Eftir tveggja sólarhringa baráttu við
veðuröflin og þrotlausa vinnu við að
brjóta ísinn af skipinu voru menn að nið-
urlotum komnir. Er Phönix var statt út af
Löngufjörum á Snæfellsnesi tók skipið
niðri á blindskeri og leki kom að því.
Áhöfnin, 24 menn, náði með naumindum
að sjósetja björgunarbáta, enginn tími
gafst til að bjarga farmi skipsins. Það varð
til happs að skipið hafði strandað skammt
frá landi, þannig að allir komust í land.
Aftakabylur var og fimbulkuldi, á bilinu
10-20° frost.
Nauðsynjavörur um borð
Komnir í land börðust skipbrotsmenn
áfram í veðrinu og komust ekki til byggða
fyrr en mörgum klukkustundum síðar.
Margir voru illa á sig komnir og þannig fór
að einn úr áhöfninni lést nokkrum dögum
síðar sökum kalsára. Þá varð læknir að
fjarlægja útlimi nokkurra manna.
Næstu daga var reynt að bjarga ein-
hverju af farmi skipsins en það reyndist
hægara sagt en gert. Kom það sér illa fyrir
marga enda mikið af nauðsynjavörum um
borð. Ferðir póstskipsins voru fátíðar á
þessum árum, einkum yfir háveturinn.
Nokkrar ferðir voru farnar um borð í skip-
ið, þar sem það hékk á skerinu, en lestin
var full af sjó og því ógerlegt að bjarga
póstpokum skipsins, þar sem þeir voru
allir geymdir í skutnum.
Töluverður reki varð úr flakinu og náði
rekasvæðið alla leið frá strandstað að Búð-
um á Snæfellsnesi. Uppboð á rekamunum
voru haldin af sýslumanni og gat fólk boð-
ið í þá hluti sem ekki voru merktir
ákveðnum eiganda.
Jarðneskar leifar Jóns Sigurðssonar for-
seta og konu hans, frú Ingibjargar Ein-
arsdóttur, höfðu verið fluttar með Phönix
frá Danmörku til Íslands tæpu ári fyrir
strandið. Til að heiðra minningu þeirra
voru listamenn og myndhöggvarar fengn-
ir til að koma með hugmyndir, gera teikn-
ingar og kostnaðaráætlanir að gerð minn-
ismerkis, sem setja átti upp á Íslandi við
leiði þeirra hjóna. Þessar tillögur og teikn-
ingar voru sendar með Phönix í þessari
örlagaríku ferð. Einnig eru heimildir fyrir
því að marmaraplata sem setja átti á leiði
skáldsins Kristjáns Jónssonar, Fjalla-
skálds, hafi verið með í skipinu.
Tók niðri á blind-
skeri í aftakaveðri
Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur segir
rannsóknina á póstskipinu Phönix opna nýj-
an kafla í íslenskri fornleifafræði sem fræði-
grein og gefa greininni fleiri möguleika á að
túlka fortíðina og skilning á sögu íslensku
þjóðarinnar. Sérsvið hans er strand- og sjáv-
arminjar og sýndi hann málinu fyrir vikið
strax mikinn áhuga eftir að Arnar og félagar
fundu flakið. Rannsóknin hófst formlega nú í
maí og hefur rannsóknasetur Háskóla Ís-
lands á Vestfjörðum umsjón með henni í
samstarfi við Fornleifavernd ríkisins.
„Vandamálið við íslenska fornleifafræði er
það að menn eru alltaf að eltast við það
sama. Það hafa fáir farið út í skipulagðar
rannsóknir á minjum á hafsbotni fyrr en nú,“
segir Ragnar.
Spurður um skýringu á þessu svarar hann
því til að fornleifarannsóknir á hafsbotni séu
dýrar í framkvæmd og aðstæður mun erfiðari
en á landi.
Tilvalið til þjálfunar
„Fáir fornleifafræðingar hafa kafararéttindi
eða reynslu við rannsóknir á minjum á hafs-
botni. Mikilvægt er fyrir íslenska forn-
leifafræði að þjálfa upp kafara í aðferðafræði
neðansjávarrannsókna svo að í framtíðinni
verði til hópur áhuga- og fræðimanna sem
sinnt geta þessari hlið fornleifarannsókna á
vísindalegan hátt. Póstskipið Phönix er til-
valið til þjálfunar kafara þar sem það liggur á
litlu dýpi og allar aðstæður ákjósanlegar,“
segir Ragnar.
Hann segir litlar upplýsingar til um að-
stæður neðansjávar við rannsóknir á skips-
flökum, það er áhrif kulda á kafara við forn-
leifarannsókn, hafstrauma og aðra
umhverfisþætti. Við þessa rannsókn muni
safnast upplýsingar og reynsla sem nýtist
við frekari rannsókn á minjastöðvum neð-
ansjávar.
Að sögn Ragnars er lítið vitað hvernig
járn, timbur eða aðrir efniviðir varðveitast
neðansjávar við Íslandsstrendur fyrir þær
sakir að saltmagn sjávar, lífverur sem flýta
fyrir eyðingu og fleira er mismunandi eftir
hafsvæðum. „Rannsóknin mun gefa ákjós-
anlegt tækifæri til að safna upplýsingum um
hafsvæðið við sunnanvert Snæfellsnes og
gefa hugmynd um minjastaði á því svæði.
Slíkar upplýsingar munu nýtast við rann-
sóknir á öðrum neðansjávarminjastöðum á
svæðinu.“
Dýr farmur á sinni tíð
Öll aðföng voru flutt inn til landsins með
skipum fram á 20. öld og Ragnar segir vitn-
eskju um það hvað kom inn í landið af skorn-
um skammti. Hann segir of snemmt að
segja til um hvað Phönix hafi að geyma en
spennandi verði að rannsaka það niður í kjöl-
inn. „Póstpokarnir eru auðvitað löngu horfnir
en það er eftir ýmsu öðru að slægjast. Vitað
er að þetta var dýr farmur á sinni tíð.“
Ragnar vonast til að rannsóknin á Phönix
verði grunnur að frekari rannsóknum á neð-
ansjávarminjum en þegar er búið að stað-
setja tuttugu flök við Vestfirði sem hann
brennur í skinninu af löngun til að rannsaka.
„Ég hef gert fimm ára áætlun um rannsókn-
ina á Phönix og vonandi munu niðurstöður
hennar sýna fram á hvað hægt er að gera í
þessum efnum við Íslandsstrendur. Þetta er
bara byrjunin.“
Þess má geta að seinna í sumar stendur
til að setja upp sýningu á völdum minjum úr
póstskipinu Phönix í Sjóminjasafninu á
Akranesi.
Straumhvörf í íslenskri fornleifafræði
Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur hefur
sérhæft sig í strand- og sjávarminjum.
Morgunblaðið/Sverrir