SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 36
36 29. maí 2011 Stutt í fjölteflið. Krakkarnir komnir í stellingar og farið yfir reglurnar. Framtíðarsleðahundar sem byggðin mun reiða sig á. Horft yfir húsaþyrpinguna og breiðasta sund heims blasir við. Ingibjörg Edda og Arnar. lagsleg vandamál séu töluverð.“ „Það er lítið af úrlausnum í boði fyrir fólk sem á í vanda,“ segir Ingibjörg Edda. Árás ísbjarna Hann segir landslagið magnað í umhverfi þorpsins. „Það liggur við breiðasta sund í heiminum, sem er 80 km breitt, og er það líklega einna lengst líka. Það er ísi lagt átta til níu mánuði á ári. Þarna var mikið af ísbjörnum á meðan við vorum þarna, við sáum öll lifandi ísbirni, og svo eru skinn út um allt.“ „Það réðust einmitt ísbirnir á franska vísindamenn eftir að við hittum þá á ísnum,“ segir Ingibjörg Edda. „Þeir voru bara með sjö skot og urðu því að bíða með að skjóta á þá, þar til þeir voru í þriggja metra færi. Þeir neyddust til að skjóta annan björninn en hinn tók á rás út á ísinn. Sá fyrri hörfaði ekki fyrr en þeir höfðu skotið fimm skotum og þeir þurftu tvö skot til að fæla þann síð- ari.“ Vísindamennirnir voru við mælingar á ísnum er þeir urðu fyrir árás ísbjarnanna. Á Le Télegramme.com má lesa frásögn af því og er fyrirsögn greinarinnar: „Græn- landsleiðangurinn sem varð að martröð“. „Það var heilmikil grein um þetta í frönsku blaði,“ heldur Ingibjörg Edda áfram. „Þar eru nokkrar myndir, meðal annars sjást göngustafir, myndavél og ísbjörn sem er kominn alveg upp að þeim. Þetta voru ótrúlegir gaur- ar, þeir voru að æfa sig fyrir norðurpólsferð á næsta ári og voru með myndavél sem skynjar hreyfingu. Þess vegna náðist árásin á myndband.“ „Þeir voru mjög leiðir yfir því að þurfa að granda bangsa, enda eru þetta fyrst og fremst vísindamenn,“ segir Arnar. Það skrópar enginn Krakkarnir í skólanum eru um 85 og mættu nánast allir í skákkennsluna. „Þau voru rosalega áhugasöm og fannst gaman,“ segir Ingibjörg Edda. „Miðað við að þau lærðu að tefla fyrir fjórum árum eru þau fínir skákmenn.“ Og það er svo sem enginn munur á því að kenna skák á Grænlandi og Íslandi. „Nema þau kunna miklu meira að meta að maður sé kominn til þeirra,“ segir Ingibjörg Edda. „Þeim finnst það ekkert sjálfsagt eins og skóla- krökkum á Íslandi, það mæta allir þegar eitthvað er að gerast og skrópar enginn.“ „Þau eru mjög dugleg,“ segir Arnar. „Þeir krakkar sem ég kenndi árið 2007 hafa haldið áfram, eins og Sikkern- innguaq Lorentzen sem er best stelpnanna og var bara óheppin að komast ekki á verðlaunapall á þessum mót- um. En hún og fleiri eldri krakkar, sem kunna að tefla, eiga erfitt með að klára skákirnar. Markmiðið núna var því að Inga kenndi þeim að máta.“ „Þau þyrftu auðvitað að tefla miklu meira,“ segir Ingi- björg Edda. „Þau tefla mikið vikuna sem Hrókurinn er þarna, en svo virðist skákstarfið detta niður, það vantar vikulegar æfingar.“ „Það eru nokkrir sem tefla heima, en ekki allir,“ segir Arnar. „Mörg eiga skáksett og skólinn á 30 sett sem við tókum með í fyrstu ferðina árið 2007.“ Skákstarfsemi Hróksins Starfsemi Hróksins felst að öðru leyti í reglulegum heim- sóknum á barnaspítala Hringsins, sem Róbert Lagerman hefur séð um. „Ekki hefur náðst að sinna því vel síðastlið- inn vetur, en úr því verður bætt,“ segir Arnar. „Þá hefur Hrókurinn farið í gegnum tíðina á Litla-Hraun, þó að það hafi legið niðri undanfarin misseri. Inn á milli kenndi Hrókurinn í skólum en nú hefur Skákakademía Reykja- víkur tekið það að sér að mestu leyti.“ Eins og fyrr greinir eru reglulega haldin skákmót í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir geðraskanir, sem er til húsa á Hverfisgötu, , eða u.þ.b. einu sinni í mánuði en æfingar eru á hverjum mánudegi. „Það er ágæt mæting, sér- staklega ef þau eru auglýst, oftast um tuttugu manns,“ segir Ingibjörg Edda. „Það eru allir velkomnir á mótin.“ „Við erum líka með öflugt félag, 48 skráða félaga og tvö lið á Íslandsmótinu í þriðju og fjórðu deild,“ segir Arnar. „Og við erum alltaf að leita nýju fólki, sem vill leggja stund á þessa uppbyggilegu íþrótt sem skákin er.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.