SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 10
10 29. maí 2011
É
g var á Spáni núna fyrrihluta maímánaðar og fylgdist
þokkalega vel með því sem var að gerast í aðdraganda
borgarstjórna- og héraðsstjórnakosninganna, sem fóru
fram sl. sunnudag, þar sem sósíalistaflokkur Zapateros
beið mikið afhroð en hægri flokkurinn PP bætti við sig miklu fylgi.
Mikið hefði ég viljað geta lesið hið afbragðsgóða spænska dagblað
El Pais, en það er helst að ég geti stautað mig í gegnum fyrirsagn-
irnar. Hafði þó hinn ágætasta túlk og vissi því svona nokkurn veg-
inn hvað var að gerast.
Það var í raun stórfróðlegt að fylgjast með Spánverjum og þeirri
megnu undiröldu óánægju sem hjá þeim ríkir í garð spænskra
stjórnvalda og bera saman við það sem helst hefur brunnið á okkur
Íslendingum frá hruni.
Það er margt sem Spánverjar
hafa á hornum sér vegna getu-
leysis spænskra stjórnvalda. Gíf-
urlegt atvinnuleysi er í landinu
og langmest hjá ungu fólki. Þetta
gagnrýna Spánverjar vitanlega
og reiði unga fólksins er mikil,
en atvinnuleysi ungs fólks á
aldrinum 16-29 ára er um 45%.
Byggingariðnaðurinn hrundi í
landinu með hörmulegum af-
leiðingum fyrir svo marga; að-
haldsaðgerðir stjórnvalda þykja
koma mjög hart niður á öllum
almenningi og gagnrýni í þá veru
að stjórnvöld séu að neyða al-
menning á Spáni til þess að
borga skuldir einkafyrirtækja er
megn. Alveg á sama hátt og það
var gagnrýnt hér á landi í
löngum og ströngum deilum um
Icesave, að almenningur á Ís-
landi ætti að greiða fyrir skuldir
einkafyrirtækis, er það gagnrýnt á Spáni að lífskjör almennings þar í
landi rýrni svo um munar, atvinnuleysi aukist nánast óbærilega og
engin úrræði virðist vera fyrir hendi hjá spænskum stjórnvöldum til
þess að snúa þessari skelfilegu þróun við.
Fóru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon
kannski á sérstakt námskeið í úrræðaleysi og vandræðagangi hjá
spænskum stjórnvöldum, var spurning sem vaknaði í huga mér, svo
margt fannst mér líkt í afstöðu almennings í þessum tveimur lönd-
um.
Þau mótmæli sem ég varð vitni að í spænskum borgum á torgum
úti, á meðan ég var á Spáni, voru mjög friðsamleg. Þetta var í borg-
unum Valencia og Malaga. Í mesta lagi nokkur hundruð manns hóp-
uðust saman á torgum, börðu potta og pönnur, héldu mótmæla-
spjöldum á lofti og hrópuðu mótmæli. Þetta var allt ungt fólk, sem
er mjög skiljanlegt, þar sem langmest virðist mæða á því.
Ég get nú ekki sagt að ég hafi fundið fyrir því að þessi friðsamlegu
mótmæli hafi um margt minnt á „Búsáhaldabyltinguna“ hér á landi,
fyrir utan að einhverjir notuðu potta og pönnur. Leyfi ég mér að
efast um að Spánverjar hafi verið að sækja í smiðju til Íslendinga,
satt best að segja, enda heyrði ég ekki nokkurn mann lýsa því yfir að
svo hefði verið.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafði verið í opinberri heim-
sókn í Madríd, höfuðborg Spánar, rétt áður en ég kom til landsins.
Samkvæmt frásögnum sem ég fékk af heimsókn hennar og ræðu-
höldum, var sérstaklega eitt atriði sem kallaði fram kuldahroll og
mér var sagt að hefði vakið mikla reiði á Spáni. Hún mun hafa sagt
að hún hefði mikla samúð með öllu því unga og vel menntaða fólki á
Spáni sem væri án atvinnu. Þýskaland byði unga og vel menntaða
fólkið á Spáni velkomið og þar ætti það að geta fundið starf við sitt
hæfi.
Kannski var þetta vel meint hjá Merkel, en margir á Spáni virtust
telja, að svona framkoma leiðtoga öflugasta hagkerfis Evrópu, að
láta eins og hún væri að rétta út hjálparhönd, þegar hún var beinlín-
is að hvetja til „spekileka“ (e. braindrain) væri óboðleg með öllu.
Vissulega væri gífurlegt atvinnuleysi meðal unga, vel menntaða
fólksins á Spáni, en Spánn þyrfti einmitt á því fólki að halda til þess
að rífa sig upp úr þeirri kreppu sem landið er í og hefja efnahagslega
uppbyggingu. Það væri hins vegar í verkahring spænskra stjórn-
valda að skapa aðstæður til að svo gæti orðið. Kannast lesendur ekki
við margt af þessu úr umræðunni hér á landi?
Spánn og
spekilekinn
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
José Luis Rodrígu-
ez Zapatero
Jóhanna
Sigurðardóttir
’
Fóru þau Jó-
hanna og
Steingrímur
kannski á sérstakt
námskeið í úrræða-
leysi og vandræða-
gangi hjá spænskum
stjórnvöldum?
Dagurinn hófst eiginlega í gær
því það var ekki mikill fyrirvari
á svona verkefni og því þurfti að
vera snar í snúningum og Isavia
vildi setja saman hóp af slökkvi-
liðsmönnum frá sér sem starfa á
Keflavíkur- og Reykjavík-
urflugvelli og við brugðumst
hratt við og settum saman
glæsilegan hóp sem sam-
anstendur af reynsluboltum og
svo að sjálfsögðu einum nýliða
sem verið er að kenna tökin.
Þegar lokið var við að setja sam-
an hópinn þurfti að færa bíla
milli starfstöðva því við mynd-
um taka bíl frá Reykjavík-
urflugvelli og þá þurfti að koma
með annan í hans stað frá Kefla-
víkurflugvelli. Þetta gerðist sem
sagt á miðvikudegi.
Fimmtudagurinn byrjaði á því
að við 7 mættum uppá slökkvi-
stöð á Reykjavíkurflugvelli þar
sem yfirmenn okkar héldu fund
til að fara yfir stöðuna og hvert
okkar hlutverk yrði þegar á
Kirkjubæjarklaustur yrði kom-
ið. Síðan var farið í að gera bíl-
inn kláran með því að setja á
hann aukaskóflur, grímur,
kústa; og svo vinnugallar og
vettlingar. Eftir það var tekin
smá kaffipása og komið í sig smá
orku fyrir komandi átök. Ferðin
hófst hjá okkur um 10 leytið og
það tók okkur með 11 mínútna
stoppi nákvæmlega 4 klukku-
tíma að koma okkur á svæðið.
Um leið og ekið var í hlað hjá
Vettvangsstjórn fór ég inn og
við fengum lista yfir hvaða bæi
við ættum að fara á og hjálpa við
hreinsun, við fengum það verk-
efni að fara á alla þá bæi sem
lágu frá Klaustri til austurs og
tókst okkur að hreinsa eitthvað í
kringum 4 býli og nokkra bú-
staði og gekk hreinsun bara
nokkuð vel sökum þess að bíll-
inn okkar er með 6000 lítra
tank og við gátum lagt 3 slöngur
frá honum að hverju húsi fyrir
sig.
Það var alveg ótrúlegt að sjá
hversu þakklátir heimamenn
voru fyrir okkar aðstoð og okk-
ur fannst æðislegt að koma að
húsum sem voru að drukkna í
ösku og þegar við fórum þá
mátti spegla sig í hlöðuþakinu.
Eftir erfiðan en jafnframt gef-
andi vinnudag var förinni heitið
í vettvangsstjórn að biðja um
fleiri verkefni, en þar var okkur
tjáð að það væri íbúafundur á
Klaustri kl 20 og eftir það kæmi í
ljós hversu umfangsmikil vinna
væri eftir, þannig að við skellt-
um okkur í ljómandi góða
heimatilbúna kakósúpu hjá
heimasætunum með tilheyrandi
bakkelsi og veigum. Síðan var
förinni heitið að gistiheimilinu
Klausturhofi og þar voru þau
svo vingjarnleg að bjóða okkur
gistingu meðan á þessum
hreinsunarstörfum stæði. Þar
var farið úr rennandi blautum
göllunum og við skoluðum skít-
inn af okkur og að sjálfsögðu var
hringt í fjölskyldur og tekinn
púlsinn á því sem er að gerast í
mannheimum, því við erum jú
borgarbörn.
Seinna um kvöldið var svo
hittingur allra slökkviliða á
svæðinu á kaffihúsi þar sem við
hittumst og töluðum um það
sem hafði staðið uppúr yfir dag-
inn. Svo beint í háttinn fyrir tólf
til að vakna fyrir 7 daginn eftir
og fara í ný verkefni með bros á
vör. Við erum einfaldlega þakk-
lát fyrir að fá að taka þátt í svona
verkefni og vonandi skilar þetta
einhverjum árangri fyrir alla þá
sem á svæðinu búa.
Þeir slökkviliðsmenn sem
fóru frá Ísavía eru: Einar Már Jó-
hannesson, Oddur Jónasson,
Erla Káradóttir, Davíð Frið-
riksson, Valgeir Ólason, Ar-
noddur Jónsson og Róbert Ægir
Hrafnsson.
Dagur í lífi Einars Más Jóhannessonar slökkviliðsmanns
á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli
Einar Már Jóhannesson og félagar hjá Ísavía sem héldu austur á Krikjubæjarklaustur til hjálparstarfa í vikunni.
Dagurinn hófst í gær
Rihanna hin bandaríska þykir
með hressari söngspírum á sviði
og á ekki í vandræðum með að
setja sig í eggjandi stellingar,
sýnist henni svo. Þessi mynd var
tekin af snótinni þegar hún tróð
upp í Today-þættinum á NBC-
sjónvarpsstöðinni í New York á
föstudag. Ekki fylgdi sögunni
hvaða lag Rihanna var að syngja
en án efa hefur hún leyst verk-
efnið af fagmennsku og fimi.
Veröldin
Rihanna
reigir sig
Reuters