SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 32
32 29. maí 2011 F erðin var viðburðarík sem Íslenskir fjallaleið- sögumenn fóru á tindana sex á Öræfajökli með frækinn gönguhóp af Seltjarnarnesi. Þegar gengið hafði verið á fjóra tinda byrjaði að gjósa í Grímsvötnum. Þau létu það ekki á sig fá, heldur luku við þá tvo tinda sem eftir voru, og fylgdust með stór- kostlegu sjónarspili á fyrstu klukkutímum eldgossins. 33 km vegalengd „Þetta er hópur af áhugasömu göngufólki úr Trimm- klúbbnum á Seltjarnarnesi, sem árlega hefur farið í bak- pokaferð og erfiðar fjallgöngur með Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum, þar af margar okkar erfiðustu ferðir, segir Jón Gauti Jónsson, sem var leiðsögumaður í ferð- inni ásamt Leifi Erni Svavarssyni og Guðjóni Marteins- syni. „Ferðin hófst með göngu á Hvannadalshnjúk, eftir svonefndri Virkisjökulsleið, leið sem var mikið farin áð- ur fyrr, en verður nú ófær seinnipart sumars þegar stór- ar sprungur loka leiðinni. Við héldum síðan norður af Hvannadalshnúk og gengum á Snæbreið, þá Sveinstind, Sveinsgnípu, Vestari-Hnapp og loks á Rótarfjallshnjúk. Það er gríðarlega magnað að ganga svona á alla tindana sem kringja öskjubrún þessa hæsta eldfjalls landsins.“ Ekki þarf að orðlengja að gangan er nokkur þrekraun, enda tekur um tuttugu tíma að ganga alla þessa leið, sem samtals er um 33 km á lengd með um 2.700 metra hækkun. „Þetta er því ekki nema fyrir fólk sem er í þokkalegu formi og hefur að ég held ekki verið gert nema tvisvar eða þrisvar áður,“ segir Jón Gauti. Skyggnið var nánast ekkert á fyrstu tindunum, Hvannadalshnjúki, Snæbreið og Sveinstindi, en á Sveinsgnípu fór að rofa til og gafst fallegt útsýni yfir Öræfi til austurs og Suðursveitina. „Svo þegar við vor- um komin áleiðis á Hnappinn hreinsaðist skýjaslæðan af Öræfajökli og Hvannadalshnjúkur var alveg að koma í ljós,“ segir Jón Gauti. Ský með sveppalögun „Fólk nam staðar og vildi auðvitað taka myndir með hann í baksýn en á innan við tveim mínútum reis á bak við hnjúkinn eitthvað sem þá leit út fyrir að vera mikið bólstraský. Við undr- uðumst þetta en ég þóttist ansi drjúgur með mig og fullyrti fljótt að hafið væri gos í Grímsvötnum. Það renndi stoðum undir þann grun minn þegar áttavitinn sýndi að stefnan var beint í þá átt. Og Leifur tók ansi skemmtilegt mynd- band þar sem hann spyr mig og ég svara því fullum fet- um að byrjað sé að gjósa í Grímsvötnum.“ Jón Gauti segist ekki hafa séð neinar myndir teknar fyrr af gosinu, þær séu yfirleitt teknar nokkrum mín- útum síðar, enda stóð hópurinn efst á Vatnajökli þegar byrjaði að gjósa og horfði yfir jökulinn. „Við héldum samt okkar striki, áttum tvo tinda eftir, og fylgdumst um leið með skýinu stækka með ógnarhraða og taka á sig sveppalögun,“ segir hann. „Svo fer dökkt öskuský að breiðast yfir jökulinn. Það ógnar okkur ekkert strax, en þokast nær og þegar við erum á leið af Vestari-Hnappi, þá hverfur sólin um stundarsakir á bak við öskuskýið. Það var magnað sól- arlag, ekki síst í ljósi þess að úlfur og gíll fylgdu sólu og gíllinn birtist mjög sterkur framan við öskugrátt skýið. Það var stórkostlegt að ganga þarna á hæsta fjalli landsins og fylgjast með þessu magnaða sjónarspili sólar og svartnættisins sem hvolfdist yfir okkur. Í kjölfarið varð mjög kalt, eins og fimbulvetur hellist yfir. Til að halda á okkur hita á rösklegri göngunni þurftum við að fara í öll okkar föt og gengum rösklega í átt að Rót- arfjallshnúki. Ég var til dæmis í tveimur ullarnærbolum, góðri lopapeysu, vindheldri flíspeysu og hlýrri fíber- úlpu yfir allt saman og á höfðinu með höfuðklút (buff), flís-lambhúshettu, þykka vindhelda húfu og hettu. Á höndunum með þykkar ullar-grifflur, ullarvettlinga og vind- og vatnshelda utanyfirvettlinga þar yfir. Og allan tímann sem við gengum á Rótarfjallshnjúk var sjón- arspilið stórkostlegt, öskuskýið að vaxa og færast nær.“ Fundum fyrir öskunni Eftir síðasta tindinn gekk hópurinn rösklega niður og inn á hefðbundnu gönguleiðina, Sandfellsleið. „Og þar í 1.600 metra hæð förum við að finna fyrir ösku í fyrsta skipti, en birtan var gríðarlega falleg og breyttist ört,“ segir Jón Gauti. Skömmu eftir að eldgossins varð vart. Þarna er orðið mjög kalt, tveir tindar eftir og fólk hafði því ekki tök á að stoppa lengi. Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson Úr öskunni í snjóinn Hópurinn á hæsta tindi lands- ins grunlaus um hvað verða vildi um 6 tímum síðar. Hópur fjallgöngumanna var á Vatnajökli þegar eldgosið hófst í Grímsvötnum, hélt áfram för sinni á sex tinda Öræfajökuls og fylgdist með stórkostlegu sjón- arspili. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Jón Gauti Jónsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.