SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 35
29. maí 2011 35 I ttoqqortoormiit á Grænlandi er einangraðasta þorp á norðurhveli jarðar, en 900 km eru í næsta þorp og engir vegir liggja þangað. Íbúar í þorpinu eru 460 talsins og fer þeim stöðugt fækkandi. Þar sem það er ekki í alfara- leið, er kærkomin tilbreyting í tilveruna þegar skákfélagið Hrókurinn mætir á staðinn um páskana á hverju ári og stendur fyrir skákmóti og skákkennslu í barnaskólanum. „Uppbyggingarstarfinu á Grænlandi miðar bara vel,“ segir Arnar Valgeirsson er blaðamaður hittir hann í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, sem rekið er af Rauða krossi Ís- lands, en þar er Arnar leiðbeinandi og stendur reglulega fyrir skákmótum. Með honum í förinni til Grænlands var Ingibjörg Edda Birgisdóttir, sem var Íslandsmeistari kvenna í skák fyrir áratug. Hún byrjaði aftur að tefla síðasta haust, var sérlegur skákmeistari ferðarinnar og tefldi meðal annars fjöltefli. „Að vísu er þetta eini bærinn sem Hrókurinn hefur farið til undanfarin ár, en við höfum heimsótt Ittoqqortoormiit um hverja páska frá árinu 2007,“ segir Arnar. „Þá komum við þangað fyrst og við viljum endilega halda í þessa hefð. Áður hafði Hrókurinn farið í um 20 ferðir í öll þorp austarstrandar Grænlands frá árinu 2003 þegar Hrafn Jökulsson hóf að kynna skáklistina fyrir okkar góðu grönnum í vestri.“ Arnar segir að íbúarnir hafi lifibrauð af veiðimennsku á sumrin. „Þarna er fínt kaupfélag, bæjarskrifstofur, lítið elli- heimili og skólinn er stór vinnustaður. Svo eru þarna fyrir- tæki sem koma að fiskveiðum, lítil vélsmiðja, netagerð og fleira í þeim dúr. Svo er þarna ferðaþjónusta, mest á vegum Nanu Travel, til dæmis hundasleðaferðir sem eru allt frá þremur tímum og upp í fimm daga.“ Og bærinn er fallegur. „Litirnir eru flottir og veðrið setur svip á bæjarbraginn,“ segir Arnar. „Þetta er norðan sjötug- ustu breiddargráðu, þannig að það getur verið óvægið. Við fengum storm í tvo daga, en blíðuveður þess á milli, og yf- irleitt var tíu stiga frost. Fólkið er mjög gestrisið, þó að fé- Skák á ísbjarnaslóðum Óhætt er að segja að þorpið Ittoqqortoormiit á Grænlandi sé á ystu mörkum heimsbyggðarinnar og afskekktari þorp eru vandfundin á plánetunni. Þangað lögðu forvígismenn Hróksins leið sína á vordögum til þess að kenna krökkum skák. Hér er rætt við Arnar Valgeirsson og Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, fyrrverandi Íslandsmeistari kvenna í skák. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Tim Vollmer Gaba Madsen einbeittur við skákborðið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.