SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 22
22 29. maí 2011 Þ að er algengt að smávægilegir atburðir opni augu fólks fyrir því að ekki sé endi- lega allt sem sýnist. Stundum eru það börn sem í einlægni sinni afhjúpa það sem allir máttu þó vita eins og í tilfelli berrassaða keisarans í ævintýrinu. En það þarf ekki ævintýr- in til. Ævintýrum líkast Fjölmörg atvik úr raunveruleikanum má nefna. Slík tilvik hafa þannig iðulega afhjúpað stjórn- málamenn, sem margir höfðu áður haft nokkra trú á, jafnvel mikla. Gerald Ford, forseti Banda- ríkjanna, er talinn hafa endanlega tapað baráttu sinni fyrir endurkjöri þegar hann fullyrti að- spurður í kappræðu við Jimmy Carter að Pólland væri ekki á áhrifasvæði Sovétríkjanna, og hann ætlaði svo sannarlega að koma í veg fyrir að Kremlarbændur fengju þar tögl og hagldir yrði honum áfram trúað fyrir forsetaembættinu. Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, leiðrétti litla skólastúlku, sem skrifað hafði orðið kartafla upp á ensku á skólatöfluna. Stúlkan hafði ekki fipast í neinu en það gerði varaforsetinn, sem bætti ekki úr skák þegar hann þráttaði við stúlkuna um staf- setninguna. Var atvikið sýnt aftur og aftur af sjón- varpsstöðvunum. Vissulega var þetta ekki stórmál en jafnvel hörðustu fylgismenn varaforsetans fóru að efast um hann, en andstæðingarnir höfðu löngum haldið því fram að heilabú Dans væri ekki öflugasta líffærið í skrokknum. Og saga varafor- setans í stjórnmálum varð ekki mikið lengri. Og hingað heim Á Íslandi notaði íslenskur forsætisráðherra 17. júní og Austurvöll til að koma því að við þjóðina að Jón Sigurðsson hefði eftir allt ekki fæðst á Hrafnseyri við Arnarfjörð eins og talið hafði ver- ið fram til þess, heldur á Dýrafirði. Þessi atburð- ur er mjög hafður í flimtingum með þjóðinni, vegna staðarins og stundarinnar sem valin voru til að kynna svo nýstárlega kenningu. En einnig vegna þess að viðstaddir á Austurvelli höfðu aldrei áður séð „standmynd steypta í eir“ hrista höfuðið af undrun, svo brakaði í. En litlu atvikin vaxa ört, verða jafnvel banvæn þegar fólk fer að skoða aðra framgöngu þeirra sem í hlut eiga í samhengi við þau. Þau eru eins konar „augna- opnari“ svo notað sé hugtak úr öðrum málum. Sú skoðun leiðir í ljós að bommerturnar eru eftir allt í góðu samræmi við annað hjá viðkomandi. Það þarf þannig ekki lengi að leita hjá ræðu- manninum sem varð úti á Austurvelli um há- sumartíð. Nú vita menn að allt sem Jóhanna Sig- urðardóttir sagði um Icesave var úr lausu lofti gripið. Nú vita menn að hún samþykkti Svav- arssamning sem henni var sagt að væri upp á 500 milljarða, án þess að lesa hann. Og hún bætti um betur því hún krafðist þess að þing- menn stjórnarflokkanna gerðu slíkt hið sama. Nú síðast fór hún á gosstöðvarnar eystra að skoða ösku úr Grímsvötnum og lofaði aðstoð, sem var ágætt. En svo kom á daginn í viðtali við sveitarstjórann á Hvolsvelli að hún er ekki enn búin að efna ársgömul loforðin vegna Eyjafjalla- jökuls og öskunnar úr honum. Eins og menn muna var eitt helsta kosninga- loforð Jóhönnu fyrir síðustu kosningar að „slá skjaldborg um heimilin“. Formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafs- dóttir, segir: „Skjaldborgin er slegin um fjár- málakerfið.“ Og hún segir einnig: „Þetta vekur auðvitað mikla reiði og vonbrigði. Vinnubrögð stjórnvalda eru svo öfugsnúin.“ Og það er ekki nema von að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna sé sár og beiskur, því eins og hann bendir á var „skjaldborgin framseld kröfu- höfum“ gömlu bankanna. Þegar það var óvænt kynnt af hálfu Jóhönnu og Steingríms að stefn- unni um uppbyggingu bankakerfisins hefði verið snúið á haus var rökstuðningur sá helstur að með því sparaði ríkið sér 200 milljarða. Það er ekki nein smáræðistala, enda þurfti stóra tölu til að forsprakkar „norrænu velferðarstjórn- arinnar“ gætu réttlætt að þeir framseldu sjálfa skjaldborgina í hendur óánægðra erlendra kröfuhafa í hefndarhug. Að auki var þetta gert gegn eindregnum mótmælum Fjármálaeftirlits- ins. En grátt hefur bæst ofan á svart. Því nú hef- ur verið upplýst að kostnaðurinn við þessa með- höndlun á tveimur af þremur föllnum bönkum verður yfir 400 milljarðar króna! Miklu meiri en áður var ætlað að hefði farið í að koma gömlu bönkunum sem nýjum á lappirnar. Og það sem verra er að rekstrartölur bankanna sýna að af- koma bankanna er slík að ríkisaðstoðin hefði skilað sér fljótt til baka og það jafnvel þótt ekki hefði verið gengið jafn hart að fólki og fyr- irtækjum og gert hefur verið. Til viðbótar þessu bætast endalaus afglöp hvert sem litið er. Hent var svimandi upphæðum í sparisjóðakerfið. Á annan tug milljarða var hent í fallið trygginga- félag án þess að nokkur lagaheimild væri til staðar. Og svo var endursölu þess félags klúðrað með eftirminnilegum hætti. Setja varð tæpan hálfan milljarð króna í tvær þjóðaratkvæða- greiðslur til að þjóðin gæti, með atbeina forset- ans, undið ofan af Icesave-þráhyggju rík- Reykjavíkurbréf 27.05.11 Að skrifa kartöflu

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.