SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 8
8 29. maí 2011 Huguette Marcelle Clark fæddist í París 9. júní 1906, yngsta barn auðkýfingsins Williams Andrews Clarks frá Montana. Hann var einn af koparkóng- unum svonefndu og snemma á síðustu öld fullyrti The New York Times að hann væri annað hvort rík- asti eða næstríkasti maður Bandaríkjanna á eftir John D. Rockefeller. Clark auðgaðist á koparvinnslu í Montana og Arizona og átti banka, járnbrautir, dag- blöð og sitthvað fleira. Eignir hans voru verulegar. William Clark sóttist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 1900 en varð að gefa það upp á bátinn vegna þess að hann var staðinn að því að bera fé á löggjafana sem útnefndu fulltrúana samkvæmt lögum á þeim tíma. Varð atvikið vatn á myllu þeirra sem vildu færa vald þetta til fólksins. Clark var þó hvergi af baki dottinn og náði kjöri til setu í öld- ungadeildinni ári síðar. Þar sat hann til 1907. Enn hreyfði Clark við fólki þegar hann, kominn á sjötugsaldur, kvæntist liðlega tvítugri stúlku, Önnu, í upphafi tuttugustu aldarinnar. Ól hún honum tvær dætur, Andrée 1904 og Huguette. Andrée lést af völdum heilahimnubólgu aðeins sextán ára að aldri. Þegar Huguette var fjögurra ára settist fjölskyldan að í New York og ekki dugði minna en 121 herbergis íbúð. William Clark andaðist árið 1925. Huguette gekk að eiga laganemann William Go- wer árið 1928 en þau skildu tveimur árum síðar. Þeim varð ekki barna auðið. Eftir skilnaðinn flutti hún til móður sinnar í New York og bjuggu mæðg- urnar saman uns Anna lést árið 1963. Eftir það bjó Huguette ein síns liðs, eða þangað til hún settist að á sjúkrahúsinu. Faðirinn reyndi að kaupa sér þingsæti Systurnar Andrée og Huguette (til hægri) ungar að árum ásamt föður sínum, William Andrew Clark. H ún dó eins og hún lifði, virðulega í næði. Auðkýfingurinn Huguette Clark hélt á fund feðra sinna í vik- unni, tæplega 105 ára að aldri. Eftir standa óteljandi spurningar sem mörgum hverjum verður eflaust aldrei svarað. Þrátt fyrir umtalsverð auðæfi barst Huguette Clark aldrei á, tveimur síðustu áratugum ævi sinnar eyddi hún undir dulnefni á sjúkrahúsi í New York án þess að nokkur skapaður hlutur amaði lengst af að henni. Sjón og heyrn voru tekin að dofna en að öðru leyti var Clark við góða heilsu langleiðina fram í andlátið. Sam- skipti hennar við umheiminn voru lítil sem engin eftir að hún lagðist inn á spítalann. Besta vinkona hennar og ritari, Suzanne Pierre, hafði aðgang að Clark en hún lést nýverið. Þess utan fengu aðeins útvalinn hópur hjúkrunarfólks og endurskoðandi hennar að koma inn á sjúkra- stofuna. Fyrrverandi lögmaður hennar þjónaði Clark í tvo áratugi en hitti hana aldrei augliti til auglitis. Hann þurfti ávallt að ávarpa frúna gegnum hurð. Fáir höfðu heyrt Huguette Clark getið fyrr en fjármál hennar tröllriðu fjölmiðlum óvænt í fyrra. Það var vefmiðillinn Msnbc.com sem reið á vaðið, sagði sögu Clark-fjölskyldunnar og velti fyrir sér hvers vegna auður Huguette væri í umsjá tveggja vandalausra manna, lögmanns- ins Wallys Bocks og endurskoðandans Irvings H. Kamslers, sem þykir vafasamur pappír. Er til að mynda á skrá yfir kynferðisbrotamenn eftir að hann var staðinn að því að senda 13 til 15 ára stúlkum vafasamt myndefni á netinu. Fréttin fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin og víðar og í kjölfarið ákvað saksóknari New York- borgar að hefja rannsókn á fjármálum frúar- innar. Hvort pottur væri einhvers staðar brot- inn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur ekki fyrir en Bock og Kamsler fullyrða að þeir hafi farið í einu og öllu að vilja umbjóðanda síns. Búið að selja fiðlu og málverk Það sem meðal annars er til skoðunar eru færslur á bankareikningum Clark, sala á Stra- divarius-fiðlu úr hennar eigu fyrir 6 milljónir dala, sem fór leynt, og sala á málverki eftir Renoir á 23,5 milljónir dala. Þá mun Clark hafa gefið Suzanne Pierre 10 milljónir dala og eftirlætishjúkrunarfræðingi sínum aura fyrir kaupum á fjórum íbúðum. Ekki fylgdi sögunni hvort hjúkrunarfræðing- urinn væri óvenju barnmargur. Sami saksóknari fer með mál Clark og fór með mál hinnar forríku Brooke Astor en sonur hennar og lögmaður voru sakfelldir árið 2009 fyrir að hafa stolið frá henni. Hermt er að auðæfi Clark séu um það bil fjór- um sinnum meiri en Astor. Eignir Clark eru kappnægar. Fasteignirnar eru þrjár en inn á þau heimili hafði hún ekki stigið fæti um langt árabil. Í fyrsta lagi óðal mikið í Santa Barbara, Kaliforníu, við Kyrra- hafið sem metið er á um 100 milljónir Banda- ríkjadala. Þar stakk Clark síðast við stafni á sjötta áratug síðustu aldar. Í öðru lagi sveitaset- ur í New Canaan, Connecticut, sem Clark lét stækka en eyddi eigi að síður ekki einni einustu nótt þar. Setrið er falt fyrir 25 milljónir dala. Loks er um að ræða 42 herbergja íbúð á besta stað í New York, þar sem gríðarmikið brúðu- safn Clark er að finna en hún mun hafa verið mikil áhugamanneskja um brúður og brúðu- heimili. Í íbúðinni í New York eru einnig merk málverk og húsgögn á heimsmælikvarða, að sögn kunnugra. Verðmiðinn á íbúðinni er litlar 100 milljónir dala. Allar eru eignirnar í toppstandi enda haldið við af kostgæfni af þar til bærum aðilum. Hús- gögn eru á sínum stað í Santa Barbara og garð- urinn sleginn og snyrtur í viku hverri ef ske kynni að sú gamla dytti í heimsókn. Sama má segja um sveitasetrið enda þótt umsjónarmaður þess viðurkenni að hann hafi hvorki haft hug- mynd um hvort eigandinn væri lífs eða liðinn. Hverjum er ekki sama skili launatékkinn sér? Ekki liggur fyrir hver eða hverjir muni erfa Clark en afkomendur hálfsystkina hennar sóttu það stíft á liðnum árum að fá aðgang að frænku sinni – án árangurs. Huguette Clark verður lögð til hinstu hvílu í leghöll Clark-ættarinnar í Bronx við hlið syst- kina sinna, föður, móður og fyrri konu Clarks. Brúðu- konan prúða Hin vellauðuga Huguette Clark látin, 104 ára Huguette Clark var hlédræg með endemum. Þetta mun vera síðasta ljósmyndin sem tekin var af henni, það herrans ár 1930. Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Huguette var nítján ára þegar faðir henn- ar lést. Hún fékk fyrst um sinn 1,2 milljónir Bandaríkjadala á nú- virði í vasapening á ári úr dánarbúinu. Þegar hún varð 21 árs erfði hún síðan fimmtung eigna föður síns en þeim var skipt á milli fimm barna Williams Clarks, þar af þriggja af fyrra hjónabandi. Þegar Clark dó voru eignir hans metnar á 300 milljónir Banda- ríkjadala eða 3,6 milljarða dala á nú- virði. Erfði ung föður sinn –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 3. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 30. maí. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2011 í förðun, snyrtingu, sólarkrem- um og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.