SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 30
30 29. maí 2011 Í sland framtíðarinnar á að vera byggt á beinu lýðræði, opnum og gagnsæjum stjórnarháttum og at- vinnulífið á litlum og meðalstórum einkareknum fyrirtækjum, sem eru varin fyrir einokunarfreistingum stórfyrirtækja. Þjóðin á að hafa reglulegar tekjur af sam- eiginlegum eignum sínum, auðlindagjaldi í öllum greinum sem það á við og efna- munur að vera hóflegur. Við eigum að fylgja skynsamlegri en öflugri náttúru- verndarstefnu og vera hófsöm í mati á eig- in verðleikum. Þetta er kjarninn í þremur greinum, sem ég hef skrifað á þessum vettvangi síðustu vikur. Einn af grunnþáttum í þjóðfélagi fram- tíðarinnar er velferðarkerfið. Um upp- byggingu þess hefur verið nokkuð víðtæk samstaða. En við verðum líka að gæta þess að það verði ekki svo dýrt að sá tiltölulega fámenni hópur, sem hér býr ráði ekki við það. Í nálægum löndum eru vísbendingar um slík vandamál. Í stærstu dráttum má segja, að sá ágreiningur, sem hér hefur þó verið til staðar um uppbyggingu velferðarkerfisins snúist um það, hvort allir eigi með jöfnum hætti að njóta greiðslna úr því eða hvort þær greiðslur eigi að tengja við tekjur, þannig að þær skerðist, þegar komið er upp fyrir ákveðið tekjumark. Þessi skoð- anamunur kristallast m.a. í umræðum um það, hvort allir aldraðir eigi að njóta grunnlífeyris úr almannasjóðum eða ein- ungis þeir í hópi aldraðra, sem sannanlega þurfa á því að halda. Þeir sem búa við erfiðastan hag um þessar mundir eru fólk með skerta starfs- orku vegna margvíslegra veikinda, ein- stæðir foreldrar (í þjóðfélagi, sem byggist á tveimur fyrirvinnum) sá hópur aldraðra, sem er á lægstum eftirlaunum og svo að sjálfsögðu þeir sem eru atvinnulausir. Það er frá mínum sjónarhóli séð ekki sanngjarnt að allir í fyrstu þremur hóp- unum, sem hér eru nefndir (annað á við um atvinnulausa) fái jafnar greiðslur úr velferðarkerfi okkar óháð öðrum tekjum. Frekar á að nota peningana til þess að hækka greiðslur til þeirra, sem þurfa á því að halda en nota þá til þess að greiða þeim, sem sannanlega komast af á eigin for- sendum. Þessu sjónarmiði er misjafnlega tekið t.d. í hópi aldraðra. Mér sýnist meg- instefna félagasamtaka þeirra vera sú, að allir á þeim aldri eigi að fá sama grunnlíf- eyri úr almannasjóði. Við höfum ekki efni á því og munum ekki hafa í fyrirsjáanlegri framtíð. Þess vegna finnst mér að áherzla í velferð- arkerfi okkar á 21. öldinni eigi að vera að auka greiðslur til þeirra, sem þurfa á þeim að halda og að aðrir hljóti að geta verið sáttir við það sem meginstefnu. Heilbrigðiskerfið er að sjálfsögðu ná- tengt velferðarkerfinu og þáttur í því að nokkru leyti. Það hefur verið gengið afar nærri heilbrigðisþjónustu okkar á mörg- um undanförnum árum. Sú þróun hófst nokkuð löngu fyrir hrun. Geti þessi þjóð verið sammála um nokkuð hugsa ég að slík víðtæk samstaða snúist um það að við viljum búa við eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og nokkur kostur er. Í umræðum síðustu tveggja ára- tuga eða svo um niðurskurð í heilbrigð- iskerfinu, hef ég stundum velt því fyrir mér, hvort eyrnamerkja ætti sérstakan skatt til heilbrigðiskerfisins, þannig að ekki færi á milli mála hvað hver og einn borgar til þess. Verði fjárþörf þess svo mikil að hækka þurfi þær greiðslur verði það þjóðin sjálf, sem taki ákvörðun um það í atkvæðagreiðslu, hvort hún er tilbú- in til að greiða meira til þess að standa undir sameiginlegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þær fjölskyldur eru ekki margar á Ís- landi, sem hafa aldrei þurft á aðstoð heil- brigðisþjónustunnar að halda. Þekking á þessu kerfi er því mikil og fólk finnur fljótt hvar skórinn kreppir. Hvers vegna ekki að leggja það í vald þessa sama fólks hvað það er tilbúið til að borga fyrir þessa þjónustu? Núna fer þrasið um fjárveitingar fram á milli stjórnmálamanna og embættismanna annars vegar og stjórnenda og starfs- manna hins vegar. Einstaka aðilar í þess- um hópum grípa svo til gamalkunnugra ráða til þess að ná sínu fram með aðstoð almannatengla og fjölmiðla. Það er mis- jafnlega geðfellt. Hugmynd um slíkan eyrnamerktan tekjustofn fyrir heilbrigðisþjónustuna var sett fram í ritstjórnargreinum í Morg- unblaðinu fyrir mörgum árum. Hún hlaut engan hljómgrunn og var ekki einu sinni talin umræðunnar virði. Síðan er búið að skera mikið niður í heilbrigðiskerfinu eins og flestir landsmenn hafa orðið varir við og mörgum finnst nóg komið. Er kannski kominn tími til að taka þá hugmynd til nýrrar umræðu að heilbrigðisþjónustan verði fjármögnuð með sérstökum skatti, sem þjóðin sjálf taki ákvörðun um í at- kvæðagreiðslu og stjórnmálamennirnir þurfi þá ekki að pínast út af? Við erum að byrja að missa tökin á vel- ferðarkerfinu. Fátæktin, sem nú er orðin sýnileg á Íslandi á ný er til marks um það. Við verðum að taka í taumana og snúa þeirri þróun við. Það er mikilvægara verkefni en að greiða öllum öldruðum jafnan grunnlífeyri. Við erum komin mjög nálægt því að horfa á heilbrigðisþjónustuna drabbast niður. Það má ekki gerast. Við viljum ekki vera þjóð, sem lætur undir höfuð leggjast að veita veiku fólki viðunandi aðstoð. Við getum rifizt um ESB og Icesave en það eiga að vera forsendur fyrir mjög víð- tækri samstöðu um framtíðaruppbygg- ingu velferðarkerfisins og heilbrigðisþjón- ustunnar. Ísland framtíðarinnar IV: Velferð og heilbrigði Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is D ouglasflugvjelin, sem var á leið til Akureyrar rakst á Hestfjall í Hjeðinsfirði á fimtudag og fórust allir þeir, sem í vjelinni voru. Catal- ínaflugbátur, sem fór að leita, fann vjelina, eða það sem eftir var af henni í fjallinu um klukkan 8.30 í gærmorgun. Voru síðar sendir leiðangrar frá Ólafsfirði og Siglufirði á staðinn og náðu þeir 24 líkum og voru þau flutt til Akureyrar.“ Með þessum orðum hófst forsíðufrétt Morgunblaðsins um mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar laugardag- inn 31. maí 1947. Tveimur dögum áður fórst flugvél Flugfjelags Íslands, TF-ÍSÍ, í Héðinsfirði og með henni 21 farþegi og fjögurra manna áhöfn. Daginn áður hafði birst á forsíðu blaðsins frétt þess efnis að vélarinnar væri saknað en þá hafði leit ekki skilað árangri, hvorki á sjó, landi né úr lofti. TF-ÍSÍ lagði af stað frá Reykjavík kl. 11.25 fimmtudag- inn 29. maí 1947 og áætlaður flugtími til Melgerðis voru 90 mínútur en flugvélin hafði þol til 6 tíma flugs. Ekki var kominn flugvöllur á Akureyri á þessum tíma. Hafði fyrir ferðina verið ákveðið að eina færa leiðin væri að fljúga til Skagafjarðar og þaðan að reyna að skríða undir skýjum útfyrir mynni Siglu-, Héðins-, og Ólafsfjarða til að komast inn í Eyjafjörð. Ferðin gekk samkvæmt áætl- un til Skagafjarðar og fyrir mynni Siglufjarðar, síðan var flogið framhjá Siglunesi þar sem síðast sást til vél- arinnar. Vitað er að flugvélin flaug inn í þoku u.þ.b. tvo km frá þeim stað þar sem hún fórst. Leit var hafin þegar áhöfnin hafði ekki samband á umtöluðum tíma og var fyrst reynt að kalla vélina upp. Síðar um daginn var send til leitarflugvél frá Varnarlið- inu í Keflavík sem leitaði með radar úti fyrir ströndinni þar sem síðast sást til vélarinnar, einnig voru þennan dag sendir leitarflokkar til leitar á sjó og með ströndum fram, en þeir sem fóru í Héðinsfjörð sáu ekkert þar sem þoka lá niður að sjó og ekkert sást uppí fjallshlíðar. Um nóttina létti til og var hafin leit með þremur flug- vélum Flugfélags Íslands og var það síðan Smári Karls- son flugmaður á TF-ISP sem fann flugvélina í Hestfjalli kl. 8.20 um morguninn. Var strax ljóst að enginn hafði komist lífs af úr þessu slysi. Flugvélin hafði komið úr suðurátt er hún flaug í fjallið, þar sem hún hafði splundrast og einnig brunnið mikið. Þegar fréttir bárust til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar fóru björgunarflokkar strax af stað til leitar. Í grein sem Hörður Geirsson, safnvörður við Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri, ritaði í Morgunblaðið þegar fimmtíu ár voru liðin frá slysinu 1997, kemur fram að björgun líkanna úr fjallinu hafi reynt mjög á björg- unarmennnina við þessar aðstæður, auk þess sem flestir þeirra voru ungir menn og hafði þessi reynsla djúpstæð áhrif á þá. Líkin voru fyrst flutt til Ólafsfjarðar og þaðan til Akureyrar, þar sem voru saman komin um 4.000 manns. Sorgarlög voru spiluð og sungin. Pétur Sig- urgeirsson, síðar biskup, hélt ræðu og voru líkin síðan sett á vörubílspalla og ekið til kirkjukapellunnar. Minn- ingarathöfn var haldin um þau sem jörðuð voru utan Akureyrar 5. júní og þau flutt í varðskipinu Ægi til Reykjavíkur. Jarðarför þeirra 11 sem jarðsungin voru á Akureyri fór fram í Akureyrarkirkju 6. júní. Að henni lokinni var virðuleg líkfylgd þar sem bílalest flutti kist- urnar og skátar gengu fylktu liði. Í Reykjavík voru hinir látnu jarðsungnir 10. til 12. júní. Morgunblaðið harmar slysið í leiðara 31. maí og vottar ástvinum hinna látnu innilega samúð sína. Leiðaranum lýkur á þessum orðum: „En hvert slys, sem verður, hlýtur að leiða til aukinnar varfærni og viðleitni til þess að skapa meira öryggi í flugsamgöngum okkar. Reynslan er dýr, en raunhæfur skóli.“ Daginn eftir birti blaðið myndir á forsíðu af flestum sem týndu lífi í slysinu. Ekki fengust myndir af öllum. orri@mbl.is 25 farast í flugslysi í Héðinsfirði Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 31. maí 1947. ’ Var strax ljóst að enginn hafði komist lífs af úr þessu slysi. Flugvélin sem fórst, TF-ÍSÍ, á flugi yfir Reykjavík. Á þessum degi 29. maí 1947

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.