SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 45
29. maí 2011 45
E
kki er ýkja langt síðan
Bókafélagið Ugla end-
urútgaf Pollýönnu,
einmitt á sama tíma
og Íslendingar höfðu sökkt sér
niður í neikvæðni og reiði og
fannst það óskaplega flott hjá
sér. Nokkur óvissa ríkti um
það hvernig Pollýanna myndi
passa inn í slíkt samfélag. En
Pollýanna plumaði sig alveg
ágætlega og gladdi nútímabörn
á Íslandi eins og hún hafði gert
í gamla daga.
Nú hefur Ugla endurútgefið
Heiðu. Nokkrar útgáfur eru til
af þessari sígildu sögu Johanna
Spyri en hér er á ferð falleg
mynda-
söguútgáfa
sem birtist
fyrst í
Morgun-
blaðinu
árið 1958.
Kápa
bók-
arinnar er
í lit en
myndirnar
sjálfar eru
í svart-
hvítu, sem
kann að
virka ansi
gamaldags á þá sem vilja lita-
gleði og flottheit. En stundum
hefur nútímafólk gott af því að
slaka á og njóta þess sem er
einfalt og fallegt – eins og þessi
bók er.
Nú eru áratugir síðan ég las
Heiðu í alls kyns útgáfum, en
alltaf man ég vel eftir geit-
unum. Síðan þá hefur mér ver-
ið fremur vel við geitur. Bækur
eins og sagan um Heiðu eiga
nefnilega stóran þátt í að gera
börn að staðföstum dýravin-
um.
Alparnir eru sömuleiðis hug-
stæðir. Heiða er svo einkar in-
dæl persóna sem verður les-
andanum hugstæð. Og svo er
vitaskuld hinn góði drengur
Pétur og hin ljúfa Klara í hjóla-
stólnum en síðasta samtal
þeirra Heiðu snýst vitaskuld
um geiturnar. Heiða segir:
„Bráðum kemur sumarið aft-
ur... Þú munt geta gengið
óstudd upp í beitarhagann með
geitunum, heldur þú það ekki,
Klara?“ Og Klara svarar: „Jú,
það verður dásamlegt... Þú
verður að skila kveðju til allra
geitanna frá mér.“
Á sínum tíma fannst barns-
hjartanu þetta fjarska falleg
kveðja til geitanna. Og vonandi
virkar hún enn á nútímabörn.
Heiða
snýr
aftur
’
Stund-
um
hefur
nútímafólk
gott af því að
slaka á og
njóta þess
sem er ein-
falt og fallegt
– eins og
þessi bók er.
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Hér eru fjórar bækur sem liggja á náttborðinu.
Made in Italy, food and stories eftir Giorgio
Locatelli. Þessi bók er hnausþykk og ekta.
Frábær matreiðslubók með pottþéttum
ítölskum uppskriftum. Á milli uppskrifta er
skemmtilegur texti sem setur hráefnið og
uppskriftirnar í samhengi. Þetta er kryddað
með ítölskum fjölskyldusögum og reynslu-
sögum úr æsku höfundar á Ítalíu og svo því
sem á eftir kom þegar hann flytur til Eng-
lands. Virðingin fyrir hráefnunum og hefð-
unum er honum í blóð borin. Kosturinn við
uppskriftirnar er hversu einfaldar þær eru.
Höfundur lýsir því t.d. að pastað hafi sál og
hvernig skuli standa almennilega að pasta-
suðu. Nokkuð sem Íslendingar ættu að taka
sér til fyrirmyndar. Þessi bók er á stöðugu
ferðalagi milli eldhússins og náttborðsins.
Brew like a monk eftir Stan Hieronymus er
öndvegisrit um belgíska bjóra og bjórmenn-
ingu en Belgar hafa af að státa einstaklega
merkilegri bjórhefð. Margar eftirsóttustu
bjórtegundir landsins eru bruggaðar í
munkaklaustrum, sumar í takmörkuðu upp-
lagi. Höfundurinn rekur söguna, lýsir brugg-
húsunum og greinir bjórstílana og gefur upp-
skriftir. Þetta er skyldulesning fyrir
áhugafólk um gerjun.
La crise et aprés? Höfundurinn Jaques At-
tali er franskur hagfræðingur og rithöfundur
og var einn helsti ráðgjafi Francois Mitter-
ands, Frakklandsforseta. Í bókinni útskýrir
hann á einstaklega skýran hátt hvernig það
það sem í fyrstu leit út fyrir að vera greiðslu-
vandræði tiltölulega fámenns hóps íbúðar-
kaupenda í Bandaríkjunum var í raun fyrstu
merki um stærstu kreppu í 80 ár og sér ekki
fyrir endann á henni. Bókin kom út rétt eftir
fall íslensku bankanna, haustið 2008 og ég
leita oft í hana til þess að rétta kúrsinn af þeg-
ar mér finnst umræðan hér heima fara út um
víðan völl.
Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna
Th. Jóhannesson er búin að liggja ansi lengi á
náttborðinu en ég fylgist því miður verð ég að
segja nokkuð vel með stjórnmálum, kannski
er það í sjálfsvörn. Ég verð að játa að það
sækir að manni nokkur depurð við þessa
lesningu; þarna er ekki að finna framkvæmd
glæstra hugsjóna eða hugmyndafræði fram-
fara heldur frásögn af átökum og aftur átök-
um við andstæðinga og samherja. Bændur
flugust á er setning sem stundum er sögð
fanga kjarna Íslendingasagnanna. Eftir lestur
ævisagna íslenskra stjórnmálamanna mætti
segja þetta: Lögfræðingar flugust á.
Lesarinn Gísli Egill Hrafnsson
ljósmyndari
Lögfræðingar
flugust á
Saga Gunnars Thoroddsen er að stórum hluta
frásögn af átökum og aftur átökum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
SUNNUDAGSLEÐSÖGN kl. 14,
í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar
og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt,
íslenskir listmunir og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Eitthvað í þá áttina,
sýning um kortagerð, skrásetningu
og staðsetningu.
14. maí - 21. ágúst
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Bátasafn Gríms Karlssonar:
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
15. maí – 15. sept.
Sumarsýningin
Fundað í Fjölni
Fjölbreyttar sýningar í báðum
söfnum
Opið alla daga kl. 11-18
www.husid.com
Sími 483 1504
Á gráu svæði
Hrafnhildur Arnardóttir
(23.3. - 29.5. 2011)
Síðasta sýningarhelgi
GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78
(11.2. - 29.5. 2011)
Síðasta sýningarhelgi
Leiðsögn um sýningar safnsins
laugardag kl. 15
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17. KRAUM og kaffi.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
21. maí til 26. júní
Harpa Árnadóttir
MÝRARLJÓS
Sýningin er hluti af Listahátíð
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsljósmyndir Bárðar
Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar
Stoppað í fat – Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
Myndin af Þingvöllum
Sýningarstjóri:
Einar Garibaldi Eiríksson
Verk frá 1782-2011
eftir 50 höfunda
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði7. maí – 19. júní 2011
Hugvit
Einar Þorsteinn Ásgeirsson
5. maí – 19. júní 2011
List án landamæra - Abstrakt
Jón B.K. Ransú og
Guðrún Bergsdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis