SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 29
29. maí 2011 29
framhaldsnám í stærðfræði. En svo kynntist ég sambýlis-
manni mínum sem kemur úr allt öðru umhverfi en ég.
Hann er listamaður, mamma hans var norskur rithöf-
undur og pabbi hans listamaður og listaverkasali af arm-
enskum og rússneskum ættum. Þarna var ég allt í einu
komin inn í umhverfi sem ég þekkti ekki. Ég held að það
hafi tekið mig fimmtán ár að jafna mig á þessu kúlt-
úrsjokki. En ég ákvað að ganga inn í þetta umhverfi og
kynnast listum og listaverkum. Sambýlismaður minn,
Leonardo, er með fyrirtæki þar sem eru steyptar brons-
styttur og hann gaf mér réttindi sem hann átti á styttum
eftir Salvador Dali. Þannig byrjaði ég sem listaverkasali.“
Kom á fót vinabæjarsamfélagi
Hvernig er fyrir sósíalistann að eiga nóg af peningum?
„Það er fínt. Það gefur sósíalistanum tækifæri til að láta
að sér kveða í baráttunni. Ég er að gera ýmislegt annað en
að stunda listaverkasölu og vera stjórnarformaður DV. Ég
framleiddi til dæmis heimildarmynda Maybe I Should
Have því ég hafði mikla trú á þeirri mynd.
Fyrir tuttugu árum kom ég á fót vinabæjarsamfélagi
milli Fáskrúðsfjarðar og Gravelines sem er einn af ríkustu
bæjum í Frakklandi, en bæjarstjórinn þar var mjög
áhugasamur um Ísland og frönsku fiskimennina sem
komu hingað. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel. Íbúar
frá Gravelines hafa komið í heimsókn til Fáskrúðsfjarðar
og í einni ferðinni sá fjórtán ára stúlka nafn afa síns á leg-
steini í kirkjugarðinum. Fjölskylda mannsins hafði ekki
hugmynd um að hann væri jarðaður þar og kom síðan í
heimsókn til Fáskrúðsfjarðar.“
Ertu mikið á ferðinni milli Íslands og Frakklands?
„Ég flutti til Íslands árið 2006, en fer mjög oft til Frakk-
lands þar sem sambýlismaður minn á hús rétt fyrir utan
París og þar sem dætur okkar Loriana og Lívey búa.“
Er það rétt sem maður hefur heyrt að í Frakklandi bú-
ir þú í kastala?
„Ég bý ekki í kastala, heldur rúmgóðu húsi og er ekki
vellauðug en hef nóg fyrir mig.“
Er ekki hræðilegt að vera í fjarbúð?
„Það er hræðilegt fyrir manninn minn, en ég skemmti
mér svo vel hérna heima að það er ekki eins hræðilegt
fyrir mig. Sambandið gengur óskaplega vel, hann kemur
stundum hingað. Dætur okkar eru 24 ára og 14 ára, og búa
í Frakklandi. Sú eldri skrifar texta og syngur og hefur gef-
ið út tvær plötur. Hún kynnir sig sem íslenskan listamann
og hefur sterk tengsl við Ísland. Sú yngri var svo hér í
skóla um tíma.“
Ekki þjónusta við valdherra
Ljúkum þessu með því að víkja aftur að DV. Þegar þú
fréttir að DV hafi lent í enn einu dómsmálinu andvarp-
arðu þá heima hjá þér?
„Nei, þá athuga ég hver hafi verið að kæra blaðið og
skoða fréttina og viðbrögð mín hafa verið: Þetta var rétt
frétt og réttar upplýsingar.
Hver í þessu þjóðfélagi á að ákveða hvað má segja? Fyrir
mig er lesandinn sá sem mestu skiptir. Hann á að fá nauð-
synlegar upplýsingar. DV þjónar ekki valdaherrunum
heldur lesendum sem eiga rétt á því að vita hvað er að
gerast í þjóðfélaginu.
Íslendingar eru rúmlega 300.000 og það er ekki hægt
að gefa út ótakmarkaðan fjölda af blöðum. DV og Morg-
unblaðið eru áskriftablöð, Fréttablaðið er auglýsinga-
bæklingur með fréttum inni á milli. RÚV er ráðandi á fjöl-
miðlamarkaði enda hefur það peninga og nægt starfsfólk
til að þjóna landsmönnum. DV er pínulítið blað, með 40
starfsmenn og getur ekki gert það sem RÚV getur gert. En
DV getur gert hlutina öðruvísi og kafað ofan í mál sem
aðrir fjölmiðlar sinna ekki. Það líkar ekki öllum þessar
áherslur og það verður þá bara að hafa það.
Áskriftablöð miðla fréttum til almennings og eru mjög
mikilvæg. Fólk verður að fá fleiri en eina sýn í málin og
það þýðir ekki fyrir fólk að lesa bara DV eða bara Morg-
unblaðið og það þýðir heldur ekki að horfa bara á frétta-
tíma Stöðvar 2. Fólk verður ekki nægilega upplýst af því.
Netið getur svo verið varasamt því hætt er við að fólk lesi
þar bara fyrirsagnir og stutta lýsingu á frétt en ekki frétt-
ina sjálfa. Fjölmiðlalæsi er gríðarlega mikilvægt.
Því fleiri sjónarhorn sem fólk fær á málin því betri að-
stöðu hefur það til að taka upplýstar ákvarðanir. Ef fólk
fær einhliða upplýsingar er ekki verið að upplýsa það
heldur mata það. Það vil ég ekki horfa upp á og þess
vegna er ég að leggja mitt af mörkum til að styrkja sjálf-
stæða fjölmiðla.“
Morgunblaðið/Kristinn
’
Áskriftablöð miðla frétt-
um til almennings og
eru mjög mikilvæg. Fólk
verður að fá fleiri en eina sýn í
málin og það þýðir ekki fyrir
fólk að lesa bara DV eða bara
Morgunblaðið og það þýðir
heldur ekki að horfa bara á
fréttatíma Stöðvar 2. Fólk
verður ekki nægilega upplýst
af því. Netið getur svo verið
varasamt því hætt er við að
fólk lesi þar bara fyrirsagnir
og stutta lýsingu á frétt en
ekki fréttina sjálfa. Fjölmiðla-
læsi er gríðarlega mikilvægt.