SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 2
2 29. maí 2011 13 Heyrnarskertur og hjálpaði öðrum Víði Páli Þorgrímssyni blöskraði biðin eftir heyrnartækjum hér á landi og greip því til sinna ráða. 14 Aðrir mega eiga það grjót Bragi Ásgeirsson er ekki aldeilis á því að setjast í helgan stein enda þótt hann haldi upp á áttræð- isafmælið um helgina. 21 Óhugnaður einræðis … Nóbelsskáldið Herta Müller er væntanleg á bókmenntahátíð í Reykjavík í september. Í verkum sínum lýsir hún mannskemmandi afleiðingum einræðis og nístandi einsemd manneskj- unnar. 24 Öll líkamstjáning er ákveðinn dans Boðið er til dans- og tónlistarveislu á þriðjudagskvöld í Tjarnarbíói. 26 Komin á geggjunarstigið Bryndís Svavarsdóttir guðfræðinemi er fyrst Íslendinga til að hlaupa maraþon í öllum ríkjum Bandaríkjanna. 28 Lesandinn skiptir mestu Lilja Skaftadóttir er einn aðaleigandi DV og á einnig hlut í vefritinu Smugunni. Lesbók 42 Getur verið hræðilega erfitt Naja Marie Aidt segist fyrst og fremst vera ljóðskáld en fékk þó bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir smásagnasafnið Bavíana. 44 Séð og heyrt í þriðja ríkinu Þegar nasistar komust til valda sendi Franklin D. Roose- velt skemmtanafælinn sagnfræðing til Berlínar til að standa uppi í hárinu á Hitler. Gönguhópur var á Vatnajökli þegar eldgosið í Grímsvötnum hófst. Hér er hann suður af bröttum Sveinstindi sem er hæst- ur á austurbarmi öskju Öræfajökuls. 38 14 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Tim Vollmer. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðs- son, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið É g var á heimleið frá Cannes í Frakklandi, þar sem ég hafði mætt á frumsýningu Eldfjalls- ins í leikstjórn Rúnars Rúnars- sonar, en komst ekki lengra en til Kaupmannahafnar því hið raunverulega eldfjall á Íslandi fór að gjósa og stöðvaði flugsamgöngur. Eins heillandi og eldfjöll geta verið á skjánum eru þau ekkert heillandi þegar þau færa manni cancelled-merkið á flugvallarskjánum. Þar sem skýrt var frá í fréttum að gosið væri tíu sinnum öflugra en Eyjafjallajökulsgosið í fyrra tók ég enga sénsa og keypti mér strax flug til Færeyja á meðan enn var flogið þangað til að ná Norrænu. Ég var einn af 500 íslenskum farþeg- um í vandræðum í Kaupmannahöfn sem ýmist hrúguðu sér inn hjá vinafólki í bænum eða hlupu til að reyna að redda sér eftir öðrum leiðum til lands- ins. Einn kunningi minn var hæst- ánægður með frestunina, fékk sér bjór og sagðist vona að þetta stæði lengi yf- ir. En mín persónulega skoðun er að maður eigi aldrei að vera of lengi sam- vistum við Dani; sex hundruð árin, það var til dæmis aðeins of langt í annan endann. Ég er ekki frá því að mér hafi fundist ég vera nokkuð úrræðagóður náungi, framkvæmdamaður, maður sem kemst fram úr á meðan aðrir, eins og kunningi minn við barinn, sitja eftir í sömu hjólförunum. Það fyrsta sem ég heyrði þegar ég hafði komið mér fyrir í ferjunni var að byrjað væri að fljúga frá Kaupmanna- höfn til Íslands á ný. Öll fyrirhöfnin varð aðeins til að tefja heimkomu mína. Kunningi minn sendi mér sms af barn- um um að hann væri þrælfúll yfir að vera truflaður í bjórdrykkjunni og þurfa að fara heim. Líklegast flaug flug- vélin hans yfir ferjuna mína þegar við lögðum af stað úr höfninni í Færeyjum. Hún með kunningja minn á 500 kíló- metra hraða til Íslands en ég í ferjunni að lullast á fimmtán mílna hraða. Átján klukkustunda för framundan og það til Seyðisfjarðar, þaðan yrði ég að koma mér í rútu til Reykjavíkur sem yrði tíu tíma á leiðinni. Eftir stutta siglingu sendi kunningi minn mér sms um að sjónvarpsdagskrá RÚV væri leiðinleg, en hann væri búinn að opna einn bjór- inn sem hann hefði keypt í tollinum og sötraði hann til að lina þjáningarnar vegna lélegrar sjónvarpsdagskrár. Norræna er reyndar glæsileg ferja, risaskip sem býður upp á margvíslega afþreyingu eins og bíó, sund, mat og alles. En það er ekki hægt að líta á hana sem heppilegt farartæki þegar maður er að flýta sér. Í ofanálag átti ölduhæðin um nóttina eftir að ná tíu metrum og veltingurinn gerði manni erfitt um svefn. Eftir eina misheppnaða tilraun til þess að sofa fór ég fram og fékk netta Titanic-tilfinningu nokkur augnablik, því frammi var allur gangurinn á floti. En ekki var það sjór sem hafði sett ganginn á flot heldur vatn úr lúx- ussundlauginni sem flotið hafði upp úr í veltingnum.“ Land elds og ísa Daginn eftir fór ég yfir ferðaplanið með manni sem ég kynntist í ferjunni og bauð mér far til Reykjavíkur. Við vor- um að velja á milli þess hvort við ætt- um að keyra suður- eða norðurleiðina frá Seyðisfirði til Reykjavíkur þar sem þær eru næstum jafnlangar. Eftir stutta athugun á nýjustu upp- lýsingum frá Veðurstofu kom í ljós að suðurleiðin var lokuð vegna elds og norðurleiðin vegna ísa. Þá fannst mér sem þetta land elds og ísa væri farið að lifa sig aðeins of mikið inn í ímynd sína. Þegar við komum loks til Seyðis- fjarðar blasti við áhugaverð sýn sem kom mér til að minnast stundarinnar áður en ég lagði af stað suður til Can- nes, á Rivíeruna í Frakklandi. Þá hafði móðir mín hringt í mig og haft af því miklar áhyggjur að ég myndi eins og vanalega aðeins pakka niður rúllu- kragapeysum og síðbuxum þótt ég væri að fara á sólarströnd. Ég fullvissaði hana um að ég færi aðeins í stuttbuxum og í sandölum, með fullt af stutt- ermaskyrtum og bolum. Ég minntist þessa loforðs, sem ég hafði samvisku- samlega efnt, þar sem ég stóð á dekkinu á Norrænu í sandölum og stutt- ermaskyrtu í nístingskulda og horfði á ísilögð fjöll og grundir. Ég var vel búinn undir franskt sumar, en annað gilti um íslenskt sumar. Nýi vinurinn á ferjunni aumkaði sig yfir mig og lánaði mér peysu og strigaskó. Það var um þetta leyti sem ég fékk enn ein sms- skilaboðin frá kunningja mínum, sem fjallaði um fínan vinnudag að baki og að hann væri að spá í að fá sér aftur bjór um kvöldið, hann hefði ekki náð að klára tollinn kvöldið áður. Umhverfis vitleysuna á 80 tímum Þegar komið var inn í fjörðinn var sjór- inn ekki nærri eins illur þar. Hægt og hægt byrjaði sjóveika fólkið að skríða fram úr kojum sínum og kom að út- ganginum grænt í framan. Við vorum alveg að koma að bryggjunni þegar allt í einu var gefið hart í bak. Hætt var við að leggja að og við fengum þær fréttir að sýslumaðurinn á svæðinu hefði neit- að okkur um landgöngu. Sjóveika fólkið varð svolítið stjarft til augnanna en sneri rólega aftur til herbergja sinna. Við dóluðum í firðinum í einhverja stund áður en ferjan stímdi út á sjó á nýjan leik og stoppaði ekki fyrr en hún var komin þangað sem öldugangurinn var verulega mikill. Líklegast til að gefa þeim sem ekki enn voru sjóveikir tæki- færi á því að verða það. Mér fannst þessi heimför mín vera að breytast í einhvers konar Ódysseifsför enda voru bardömurnar orðnar að sírenum sem lokkuðu farþega í björg sín og ég velti því fyrir mér hverjir væru þá að reyna við Penelópuna mína á þessari stund? Við fengum þær upplýsingar að mat- arlítið væri á Seyðisfirði þar sem veg- urinn þangað hefði verið lokaður í ein- hvern tíma og búast mætti við að Seyðfirðingar vildu komast í ferjuna til að fá nýja mjólk og mat. Þegar ferjan lagðist að bryggju tíu tímum á eftir áætlun var maður ekki alveg viss hvort búast mætti við innrás Seyðfirðinga. En viti menn, okkur var hleypt í land. Við brunuðum suðurleiðina til Reykjavíkur, fyrst ókum við um snævi- lagt land Austfjarða og síðan inn í öskulagðan hluta Suðurlands. Einhver fór á 80 dögum í kringum jörðina en 80 klukkutíma ferðalagi mínu frá frönsku rivíerunni lauk um nóttina. Lærdóm- urinn er margslunginn úr ferðinni en það sem stendur upp úr er að næst þeg- ar ég pakka niður fyrir sólarlandaferð um mitt sumar mun ég setja í töskuna eitt stykki rúllukragapeysu, síðbuxur og helst lopasokka, því það er aldrei að vita hvernig Ísland tekur á móti manni. Að ferðast með Smyrli getur verið mikill lúxus enda er boðið uppá ýmiskonar afþreyingu um borð, en það er ekki heppilegasti ferðamátinn ef menn eru að flýta sér á milli landa. Sjö tíma ferð verð- ur að 80 tímum Eldgosið setti strik í reikninginn hjá ferða- löngum sem stefndu á Ísland. Einn þeirra lét það ekki aftra för og fór í ævintýralega siglingu með Norrænu. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.