SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 27

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 27
29. maí 2011 27 Bryndís formlega tekin inn í 50 ríkja maraþonklúbbinn í Jackson, Mississippi. Hundraðasta hlaupið var Disney-maraþonið í Flórída. Nú er 130. hlaupið framundan. Bryndís tekur við einum af mýmörgum verðlaunapeningum sínum eftir hlaup. Bryndís Svavarsdóttir er á 55. aldursári, fjögurra barna móðir og barnabörnin orðin sex talsins. Hún leggur stund á nám í guðfræði við Háskóla Íslands og gerir ráð fyrir að útskrifast á næsta ári. „Ég ætla að verða íhlaupaprestur,“ segir hún hlæj- andi. „Það er alla vega alveg ljóst að ég get ekki messað á sunnudögum. Þá verð ég að hlaupa. Nema sóknarbörnin hlaupi þá bara með mér. Það eru ýmsar leiðir til að syngja messu.“ Bryndís æfir að jafnaði þrisvar í viku en reynir að fjölga æfingum í fjórar, helst fimm, þegar nær dregur hlaupi. Það geng- ur svona og svona. „Það er alltaf eitthvað annað sem togar í, börnin, barnabörnin, námið.“ Hún kveðst vera á góðum aldri til að stunda langhlaup. „Ég veit um marga á mínu reki sem hlaupa maraþon reglulega. Eftir því sem árunum fjölgar lengjast gjarnan vegalengdirnar. Maður sér fólk allt að áttræðu í þessum maraþon- hlaupum erlendis.“ Markmiðið er ekki að vinna hlaupin, heldur klára þau. Besti tími Bryndísar er 4 klukkustundir og 24 mínútur en yfirleitt hleypur hún þau á um fimm klukkustund- um. „Það er mátulegur hraði fyrir mig. Ég sprengi mig aldrei og mér líður yfirleitt vel eftir hlaup. Við sem eldri erum þekkjum okkar takmörk oft betur en yngra fólkið.“ Betra er að fara að öllu með gát en í þrí- gang hefur Bryndís tekið þátt í hlaupi, þar sem keppandi hefur látið lífið. „Í öll skipt- in var þetta ungt fólk sem sprengdi sig við að ljúka hlaupinu á sem skemmstum tíma. Það er ægilegt.“ Ætlar að verða íhlaupaprestur S tangaveiðar eru vinsælt tómstundagaman, margir, aðallega karl- menn, eru nánast veiðifíklar. Flestir, sennilega langflestir, hafa gaman af því að veiða, eiga veiðistöng og fara svona af og til að veiða. Í stuttu máli, eru ekki neinir ástríðuveiðimenn. Sennilega er það þannig að flestir hafa, svona af og til, gaman af því að spila golf eða fara á hestbak, veiða, ganga á fjöll, spila brids eða eitthvað annað. Svo eru það þeir sem eru helteknir af einhverju áhugamáli, hugsa ekki um neitt annað. Þetta er sennilega fámennur hópur, en það fer mikið fyrir honum. Veiðar eru sterk ástríða, enda er sagt að veiðieðli mannsins sé nátengt kynhvötinni, það er sannað að maðurinn hefur verið veiðimaður í alla vega 4.000 ár. Nýlega las ég grein eftir breskan veiðimann, John Bailey að nafni. John var ástríðufullur veiðimaður, varði öllum sínum stundum í stangaveiðar. Svo fór að lokum að eiginkona Johns skildi við hann, gat ekki lengur sætt sig við að hann væri sjaldan heima á frídögum fjölskyldunnar og eyddi talsverðu fé í veiðileyfi. John neyddist til að taka sig á og endurskoða veiðiástríðu sína. Að ráði sálfræðings síns ræddi hann við fyrrverandi eig- inkonu sína. Í samtölum þeirra sagðist hún hafa verið ósátt við allan þann tíma sem hann varði í veiðimennskuna, en það var ekki það versta heldur það að hann veiddi ekki neitt eða nánast ekki neitt, henni fannst þetta einhvern vegin svo tilgangslaust. Mik- ilvægur þáttur veiðimennskunnar er að mat- reiða bráðina. Því eldri og reyndari sem veiði- mennirnir verða, verður þessi þáttur, matreiðsla bráðarinnar, málsverður með góð- um vinum og ljúfum vínum æ mikilvægari. Þetta er góð þróun í þroskaferli hvers veiði- manns, það skiptir sem sagt ekki lengur mestu máli hvað mikið maður veiðir heldur ýmsir aðrir þættir eins og félagsskapurinn og að njóta náttúrunnar. En – hvað á maður að gera við lax sem maður hefur ,,gleymt“ í frystikistunni í tvö ár? Það er ófyrirgefanlegt og sóun verð- mæta að kasta villibráð.Vissulega á maður ekki að hirða skemmdan mat, en lax sem hefur verið í frysti í tvö til þrjú ár þarf ekki að vera ónýtur, hann er vissulega ekki fyrsta flokks hráefni, en það má nýta hann. Lax sem hefur verið í frysti í tvö ár verður þurr og bragðið dofnar aðeins. Ágætt er að heitreykja laxinn en það er ekki gott að grafa hann því saltið þurrkar hann enn frekar. Það sem er tilvalið að gera við frystikistulaxinn er að gufusjóða hann í tei. Já, einfaldara getur það ekki verið. Byrjið á því að laga gott te, frekar sterkt, sjóðið teið með sítrónusneiðum og bragðbæt- ið það með sykri eftir smekk. Best er að nota teblöð, ekki poka. Þegar teið er orðið volgt er það síað, sett í könnu og látið kólna. Laxinn er flakaður og beinhreinsaður eins og hægt er. Setjið gaffla eða eitthvað annað svipað í pottinn, þetta er gert svo að laxaflakið liggi ekki beint á botni pottsins. Flakið er sett í pottinn, roðhliðin á að snúa niður, teinu hellt í pottinn, það á ekki að fljóta yfir flakið. Setjið smjör- eða álpappír yfir pottinn og svo lokið á hann. Það á eiginlega að gufusjóða laxinn, um leið og suðan kemur upp í pottinum er hann tekinn af hellunni og látinn standa svona í 20 mín. Þar með er rétturinn tilbúinn og enginn trúir því að laxinn hafi verið búinn að liggja í frystikistunni í tvö ár. Laxinn er góður kaldur, til dæmis með grænu salati og majónesi með kapers og, takið nú eftir, glasi af ungu rauðvíni, gjarnan Beaujolais, aðeins kældu. Það er ekkert að því að hafa rauðvín með fiski og hvítvín með kjöti, þetta er bara smekksatriði. Nú fer veiðitíminn að hefjast og veiðimenn farnir að fara yfir flugurnar í boxinu. Nú hinsvegar tíðkast orðið víða að veiða og sleppa. Það er öflug friðunaraðgerð, en við megum ekki gleyma innsta eðli veiðimennskunnar, sem er meðal annars það að afla fæðu, bera björg í bú. Þess vegna er það ósköp eðlileg krafa veiðimanna að þeir fái nú að taka með sér heim einn eða tvo laxa. Það er nefnilega mikilvægur þáttur veiðimennskunnar að matreiða bráðina og njóta góðrar stundar með fjölskyldu og vinum, á þann hátt veitir veiðin okkur enn frekari ánægju og við öðlumst dýpri skilning á þeirri yndislegu afþreyingu sem stanga- veiðarnar eru. Hvað á ég að gera við laxinn sem ég veiddi í hittifyrra og er enn í frystikistunni? Veiðar Sigmar B. Hauksson ’ Því eldri og reyndari sem veiði- mennirnir verða, verður þessi þátt- ur, matreiðsla bráðarinnar, málsverður með góðum vinum og ljúfum vínum æ mikilvægari.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.