SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 33
29. maí 2011 33 „Þetta var í lagi á meðan við gengum undan ösku- skýinu, en ef maður sneri sér við til að líta eftir hópnum fylltust augun og vitin af ösku. Askan var ekki mikil á þessari stundu en nóg til að snjórinn varð fljótlega öskugrár auk þess sem erfitt var að snúa sér við. Þegar við komum af jöklinum sáum við hvernig svart ský grúfði yfir Skaftafelli.“ Hann segir að þó að hópurinn hafi gengið rösklega niður hafi ekkert stress verið á þeim. „Öskuskýið gekk ekki svo hratt yfir. Við vorum búin að vera á göngu í 15 tíma þegar eldgosið byrjaði, en ákváðum samt að klára tindana. Ég hugsaði með mér að gosi í Grímsvötnum fylgdu engar skelfilegar hamfarir, enda þekkti ég til gosanna 2004 og 1998, sem ég flaug að. Hins vegar var alveg ljóst að þessi öskubólstur reis ótrúlega hratt og hátt. Ég giskaði á 20 þúsund fet og þótti það ærið en hann fór víst miklu hærra.“ Eldgosinu fylgdu 10 til 20 þúsund tonn á sekúndu af gosefnum sem spýttust út í andrúmsloftið. „Það út- skýrir hvað það stækkaði hrikalega ört,“ segir Jón Gauti. „Það er erfitt að ímynda sér þessar stærðir. Ég varð ekki var við drunurnar uppi á öskju Öræfajökuls en þegar við vorum á niðurleið heyrðum við reglulega gríðarlegar drunur sem mér fannst að kæmu aftan að eða neðan undir. Ég var aðeins farinn að leiða hugann að því hvort Öræfajökull væri sjálfur farinn að láta á sér kræla. Hann hefur gert það tvisvar á sögulegum tíma og eldgosið 1362 er jafnan talið mannskæðasta gos Íslands- sögunnar ef frá eru taldar afleiðingar Skaftárelda. Ég játa að þetta hvarflaði að mér en þetta reyndust sennilega bara drunur úr Grímsvötnum sem fylgdu okkur niður og héldu svo vöku fyrir sumum í Skaftafelli um nótt- ina.“ Skelfilegt í Skaftafelli Og það var skelfilegt að vakna í Skaftafelli morguninn eftir. „Eftir þennan langa túr hefðum við viljað sofa til hádegis,“ segir Jón Gauti. „En við vöknuðum klukkan sjö, þurftum að fara á fætur og bjuggumst við að vakna í sól og kór músarrindla og hrossagauka í Skaftafellsheið- inni eins og venjan er, en það var allt kolsvart. Ekki leið svo á löngu eftir að ljós voru kveikt þar til fuglar fóru að fljúga á gluggana í leit að skjóli. Þeim virtust allar bjargir bannaðar. Það var ömurlegt að litast um úti þennan svarta morgun í Skaftafelli þar sem þykkt lag ösku þakti allt. Þess vegna er ótrúlegt að sjá myndir af Skaftafelli í dag, engu líkara en allt hafi fokið í burtu eða kröftug náttúra Skaftafells brotist upp í gegnum öskuna.“ Og ferðin átti enn eftir að lengjast í annan endann. Vegurinn yfir Skeiðarársand var lokaður og ljóst að allir sem gistu í Öræfum og þurftu að komast til Reykjavíkur urðu að aka austur og norður fyrir. „Fyrst gengum við lítinn hring, réttsælis á öskju Öræfajökuls, en ókum síð- an stærri hring rangsælis í kringum landið. Á leiðinni norður fyrir upplifðum við aftur magnaðar andstæður þar sem við ókum úr öskugrámanum í sól og sumar í Austur-Skaftafellssýslu og á Höfn í Hornafirði. Þegar nær dró Egilsstöðum hríðféll hitastigið og á Norðurlandi var allt hvítt og erfið færð á köflum. Við fórum því úr öskunni í snjóinn.“ „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni.“ Hluti hópsins á leið yfir öskju Öræfajökuls og við blasir magnað ljósbrot sólarinnar framan við dimmgrátt öskuskýið. Öskjuhringurinn Svínafell Hof Þjóðvegur 1 Hnappavellir ÖRÆFA- JÖKULL Sv ína fel lsjö ku ll Vir kis jök ull Falljö kull Ko tár jök ull Stigárjökull Hólárjökull Kvíárjökull Hrútárjökull Fjallsjökull Snæbreið Hvannadalshnjúkur Hnappar Rótarfjalls- hnjúkur Hofsfjall Svínafellsfjall Hafrafell Sa nd fel lsh eið i Háöxl Staðar- fjall Vatna- fjöll Byrja Enda

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.