SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 28
28 29. maí 2011 únistaríki en hann ríkir því miður ekki heldur í ríkum samfélögum. Í heilbrigðu samfélagi eiga ekki einhverjir að vera of- urríkir en aðrir bláfátækir. Algjör jöfnuður er sennilega ekki mögulegur því sumir fá betri vinnu en aðrir og sum- um gengur betur í skóla en öðrum. En mér finnst stétta- skipting hræðileg. Samfélagið á að veita okkur öllum jafna möguleika sama í hvaða umhverfi við fæðumst.“ Þú tókst þátt í að stofna Borgarahreyfinguna, af hverju? „Ég taldi að þetta væri góður tími til að stofna stjórn- málaflokk sem gæti komið á breytingum.“ Svo fór þar allt í háa loft. Hvernig horfir það mál við þér? „Að mínu mati misskildu þremenningarnir sem síðar stofnuðu Hreyfinguna, hugmyndina sem lá að baki stofn- unar Borgarahreyfingarinnar. Þegar þeir voru kjörnir á þing var þeim falin sú ábyrgð að fylgja eftir stefnu Borg- arahreyfingarinnar. En þeir fóru ekki eftir stefnunni heldur vísuðu í þá grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að þingmenn eigi að fylgja samvisku sinni. Þá setningu má túlka á ýmsa vegu og ég túlka hana þannig að eigin samviska sé skylda við þá sem kusu þingmanninn, ekki bara skylda við það sem honum sjálfum finnst. Hags- munir þingmanns geta verið allt aðrir en kjósenda hans. Samviska þingmanns á að segja honum að gera það sem er best fyrir kjósendur hans fremur en það sem er best fyrir hagsmuni hans sjálfs. Þetta held ég að þingmennirnir hafi ekki skilið fyllilega.“ Kemurðu úr vinstrisinnuðu umhverfi? „Nei, ég varð sósíalisti í trássi við alla í kringum mig. Afi minn, Skúli Pálsson á Laxalóni, var sjálfstæðismaður. Pabbi minn Skafti Skúlason var skipstjóri og mamma mín Margrét hefur unnið í rúm fimmtíu ár hjá Nóa Síríus. Ég tók stúdentspróf frá Fjölbraut í Breiðholti og fór til Sví- þjóðar að læra stærðfræði. Ég vann svo á hóteli í tvö og hálft ár, var að stemma af kassa í næturvinnu. Þarna voru gestir af öllum þjóðernum en ég hreifst af frönskunni og fannst hún svo falleg að ég ákvað að fara til Frakklands í sumarfrí. Ég féll gjörsamlega fyrir landinu og þegar ég kom aftur til Svíþjóðar sagði ég upp vinnunni og flutti til Frakklands þar sem ég ætlaði að læra frönsku og fara svo í huga að við skiptum um húsnæði og þurftum að fjárfesta í hugbúnaði og flutningnum. Fjölmiðlarekstur er sérstakur bisness. Þeir sem kaupa fjölmiðla geta ekki búist við því að græða. Ef fjölmiðill gengur vel og skilar hagnaði þá er hann notaður til að stækka fjölmiðilinn. DV hefur farið í gegnum hæðir og lægðir og ég treysti því að nú liggi leiðin upp á við. Ég horfi til þriggja til fimm ára.“ Og á þeim tíma ertu tilbúin að leggja peninga í rekst- urinn? „Já, ég er það.“ Ertu ánægð með áherslurnar hjá DV, stundum er þar vegið hart að fólki og fréttaflutningurinn getur verið miskunnarlaus? „DV var gul pressa. Síðan kom hrunið og DV var eina blaðið sem miskunnarlaust fór að grafa ofan í hlutina og fletta ofan af ýmiss konar spillingu. Innihald blaðsins fjallar náið um þau mál, þótt forsíðan segi stundum aðra sögu. Stærsti lesendahópurinn okkar er karlmenn milli 35 og 50 ára sem eru vel menntaðir, með há laun og í góðum störfum. Við skuldum lesendahópi okkar að birta fréttir um mál sem við höfum vitneskju um, og stundum eru þetta mjög umdeild mál.“ Skiptir þú þér af ritstjórnarstefnunni? „Ég skipti mér ekki af ritstjórninni og ritstjórar og blaðamenn vinna án minna afskipta. Ritstjórar DV eru svo heppnir að vera með eigendur sem treysta þeim til að flytja fréttir til almennings.“ Fjórtán ára sósíalisti í kommúnistaríki Ertu vinstrisinnuð? „Já, ég varð vinstrisinnuð fjórtán ára gömul. Ég fór til Noregs til vinafólks sem fór í frí til Póllands og ég var tek- in með. Ég gekk um í Varsjá og fólkið sem ég sá var allt dapurt, enginn brosti. Einn daginn skoðaði ég í búð- arglugga þar sem alls kyns varningur var til sölu. Ég hugsaði með mér: Ég fátæka stelpan frá Íslandi get keypt allt þetta en venjuleg manneskja í Varsjá getur það ekki. Þá varð ég sósíalisti í kommúnistaríkinu Póllandi. Margir skilja ekki af hverju ég varð ekki hægrisinnuð á því augnabliki. En ég held að það sé vegna þess að ég sá þarna svo glöggt hversu mikilvægt það er að jöfnuður ríki í samfélagi. Hann ríkti greinilega ekki í þessu komm- L ilja Skaftadóttir hefur látið til sín taka í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Hún á 30 prósent eignahlut í DV og rúm 20 prósent í vefritinu Smugunni. Á sínum tíma átti hún þátt í stofnun Borg- arahreyfingarinnar og var framleiðandi heimildarmynd- arinnar Maybe I Should Have. Þegar Lilja er spurð af hverju hún hafi ákveðið að eiga hlut í fjölmiðlum segir hún: „Ég er gríðarlegur fréttafíkill. Ég lagði fé í Smuguna og DV vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk sé vel upplýst. Fólk getur ekki myndað sér skoðanir og tekið ákvarðanir nema fá upplýsingar og það eru fjölmiðlar sem eiga að veita þeim þessar upplýs- ingar. Þetta er meginástæðan fyrir því að ég ákvað að styðja við þessa tvo fjölmiðla. Rétt eftir hrun frétti ég að í bígerð væri að stofna nýjan vinstrisinnaðan fjölmiðil, Smuguna. Mér líkaði það vel því mér fannst vanta slíkan fjölmiðil. Ég bauð fram mitt framlag. Ég lít alls ekki á það sem vandamál að til séu vinstri- og hægrisinnaðir fjölmiðlar með ólíkar áherslur og ólík sjónarhorn. Ég lít til dæmis á Morgunblaðið sem hægrisinnað, en það er í góðu lagi meðan fólk veit af því. Smugan er svo vinstrisinnaður fjölmiðill og fólk veit líka af því. Hvað varðar aðkomu mína að DV þá hafði Reynir Traustason samband við mig á sínum tíma og ég var tilbúin að leggja fé í þann rekstur. DV er að mínu mati hlutlaust blað, hvorki hægri- né vinstrisinnað. Það er engin pólitísk slagsíða á blaðinu. Hlutverk blaðamanna á DV er að upplýsa um mál og þeir hafa staðið sig mjög vel.“ Horfi til þriggja til fimm ára Það er erfitt að reka fjölmiðla á Íslandi, það var 50 millj- ón króna tap á rekstri DV á síðasta ári. Ertu reiðubúin að halda áfram að borga með blaðinu? „DV er eina áskriftablaðið í Evrópu sem ég veit til að hafi aukið við sig áskrifendum, fyrir utan Tyrkland. Þetta sýna tölur frá OECD. Á Norðurlöndum er Noregur það land þar sem blaðaútgáfa gengur best en eiginlega alls staðar annars staðar hefur blaðalestur minnkað. DV hefur nær tvöfaldað áskriftahóp sinn á einu ári, sem er gríð- arlega góður árangur. Fyrsta árið er vissulega tapár en þá verður að hafa í Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lesandinn skiptir mestu Lilja Skaftadóttir varð sósíalisti fjórtán ára gömul þegar hún var í heimsókn í kommúnistaríki. Hún er einn aðaleigandi DV og á einnig hlut í vefritinu Smugunni. Í viðtali ræðir hún um hlutverk fjölmiðla, stjórnmálaskoðanir sínar og mikilvægi þess að fólk sé vel upplýst. Lilja Skaftadóttir: Fólk getur ekki myndað sér skoðanir og tekið ákvarðanir nema fá upplýsingar og það eru fjölmiðlar sem eiga að veita þeim þessar upplýsingar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.