SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 39
29. maí 2011 39
Þ
egar ég spurði einhleypa vinkonu mína um daginn
hvernig ástarlífið hjá henni væri, svaraði hún því til að
þar væri fátt um fína drætti en dótakassinn hennar
kæmi að þeim mun meiri notum. Eins og allar almenni-
legar konur hefur hún komið sér upp slatta af tækjum og tólum til
að leika sér með þegar lifandi limir eru ekki við höndina.
Eitthvað óttaðist hún að þeir vinsælustu og mest notuðu færu
að bræða úr sér ef hún næði ekki að draga sprellandi karl í bólið til
sín fljótlega.
Það er synd að karlar þessa lands skuli láta yxna konur fram hjá
sér fara og gervilimirnir einir fá að
drekkja sér í keldum þeirra.
Annars eru kynlífsleikföng
kvenna skemmtilega fjölbreytt og
heita líka gleðjandi nöfnum; kan-
ínur, egg, fiðrildi og höfrungar svo
fátt eitt sé nefnt.
Að ógleymdum óteljandi út-
gáfum titrara, í öllum mögulegum
stærðum, gerðum, lögun og litum.
Allt gleður þetta augað ekki síð-
ur en hungraðan kroppinn, en
aldrei nær þó batterísgraður titrari að komast með tærnar þar
sem heitur og lifandi limur hefur hælana.
Hversu ágætir sem þeir eru víbratorarnir þá skortir þá sárlega
að vera áfastir líkama sem í rennur blóð og á hvílir höfuð með
heila, augu, munn og tungu.
Vissulega er hægt að kaupa karlkyns dúkkur og meðfylgjandi
lim, en það er eitthvað tragíkómískt við tilhugsunina um að liggja
með slíkum manni, hvað þá spjalla kannski við hann.
Enn aumkunarverðara er að sjá fyrir sér karl riðlast á uppblás-
inni kind.
Ég vil helst ekki trúa að menn kaupi sér slíkt hjálpartæki nema í
gríntilgangi einum.
Getur nokkur átt mök við gúmmídúkku eða loftfyllta kind án
þess að hlæja?
En það er líka fullgild ástæða til að prófa slíkar græjur, að
skemmta sér konunglega.
Gerum ekki lítið úr því.
Og svo eru það blessaðar múffurnar, þessar sem menn geta
gripið til þegar losunarþörfin herjar á þá.
Af hverju þurfa hjálpartæki karlanna að heita svona vandræða-
legum nöfnum? Flestum detta í hug pípulagnir eða kökur þegar
orðið múffa ber á góma.
Það er ekkert sérlega kynþokkafullt.
Og þó.
Kannski finnst einhverjum æsandi að troða lók sínum í berja-
köku.
Og þegar boðið er upp á girnilegar múffur í veislum má hafa af
því ágæta skemmtun að hugsa sér að gestirnir séu að graðga í sig
gervipíkur.
Bökum kóralbleikar múffur næst þegar blásið er til teitis.
Þessi mynd segir allt sem segja þarf.
Múffa: kaka
eða vagína?
’
Aldrei nær
þó batterís-
graður titr-
ari að komast með
tærnar þar sem
heitur og lifandi
limur hefur
hælana.
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
efnivið sinn í hin frægu Sjöundármorð vestur á Rauðasandi snemma
á nítjándu öldinni. Þessar bækur og fleiri þóttu jafnast á við það besta
í bókmenntum heimsins enda þótti Gunnar þess fullverðugur að fá
nóbelsverðlaun bókmenntanna árið 1955 – það er að þeir Halldór
Laxness deildu þeim sameiginlega. Ýmsar ástæður urðu þess þó
valdandi að Gunnar fékk verðlaunin ekki og varð af því löng saga
sem ekki verður frekar rakin hér.
Eftir áralanga útlegð í Danmörku fluttist Gunnar aftur til Íslands
eftir að hafa fest kaup á jörðinni Skriðuklaustri í Fljótsdal árið áður.
Þar lét hann byggja mikið hús þar sem er í dag safn til minningar um
hann. Búskapur eystra gekk þó ekki í samræmi við þær væntingar
sem Gunnar hafði og árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem
hann hófst handa við að þýða sín eigin rit og hafði lokið því skömmu
áður en hann lést árið 1975.
En hver var Gunnar Gunnarsson og hverjir eru dómar manna um
hann? Helgi Sæmundsson ritstjóri þótti á sínum tíma skrifa af hvaða
bestri þekkingu um íslenskar bókmenntir. Að Gunnari látnum
haustið 1975 skrifaði Helgi um skáldið í Alþýðublaðið og sagði hann
hafa verið frábæran listamann en galdur hans hefði ekki í falist sjón-
hverfingum stílsins. „Hann var traustur og jarðfastur eins og fold-
gnátt og brúnaþungt fjall, og rætur hans lágu vítt og djúpt. Maðurinn
var skáldinu líkur. Ég kynntist honum ekki fyrr en degi hans fór að
halla, en mynd minni af honum svipar engan veginn til gamals
manns. Hann var brennandi í andanum og vildi leggja hverju áhuga-
máli lið, reiddist eins og þegar stormur gnýr eða haf svellur en
gladdist einnig dátt á barnsins vísu fram í dauða ef vel lá á honum.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Hann var
brennandi
i andanum og
vildi leggja hverju
áhugamáli lið
Gunnar Gunnarsson
Nasistar gerðu ýmsar undarlegar (og ógeðfelldar) til-
raunir á tímum Þriðja ríkisins. Ein af þeim meinlausari
var að freista þess að kenna hundum að tala, lesa og
skrifa. Þetta fullyrðir dr. Jan Bondeson sem helgað
hefur líf sitt rannsóknum á kynlegum hundum. „Þetta
er með miklum ólíkindum,“ segir hann. „Á þriðja ára-
tugi síðustu aldar trúðu ýmsir dýrasálfræðingar í
Þýskalandi því sem nýju neti að hundar væru næstum
eins vel gefnir og menn og færir um rökhugsun og tjá-
skipti.“ Heimildir dr. Bondesons herma að tekist hafi
að kenna einum hundi að segja „Mein führer“. Lengra
náði tilraunin víst ekki.
Kenndu hundum að tala
Skyldi þessi seppi kunna að tala, lesa og skrifa?
Sá fágæti atburður átti sér stað í dýragarði í Peking á
dögunum að ljón og tígrisdýr eignuðust saman af-
kvæmi, samtals fjögur kríli. Móðirin, sem er tígrisdýr,
sinnti þeim af alúð fyrstu fjóra sólarhringana en stóð
að svo búnu upp og hefur ekki fengist til að sinna
skyldum sínum aftur. Fljótlega dró af ungunum og
týndu tveir þeirra lífi. Hinir tveir tórðu og til þess að
freista þess að koma þeim á legg leitaði dýragarð-
urinn á náðir tíkur einnar sem nýlega eignaðist hvolpa
og er því mjólkandi. Tíkin tók beiðninni vel og dafna
ungarnir nú vel í hennar umsjá. Spurningin er bara
hvað beri að kalla þá: Lígrisdýr eða tjón?
Tíkin annast
tjónsungana
jafnvægi þegar hún rauk út í bíl og reyk-
spólaði niður Bláregnsslóð. Ökuferðin
fékk sviplegan endi þegar Edie Britt kom
skyndilega auga á stelsjúkan mann á miðri
götunni. Af aðdáunarverðri fimi tókst
henni að sveigja framhjá honum en bif-
reiðin skall með látum á ljósastaur. Edie
Britt lifði áreksturinn af og staulaðist út úr
bílnum, aðdáendum sínum til mikillar
fróunar. En þá tók ekki betra við, raf-
magnssnúra hafði rofnað við höggið og
þegar aumingja Edie Britt steig ofan í
bleytu á götunni var hún umsvifalaust
steikt til bana. Jesús, María og Jósep!
Kærður fyrir líkamsárás
og kynferðislega áreitni
Aldrei hefur persóna verið skrifuð út úr
sjónvarpsþætti með annarri eins heift og
áhorfendur um allan heim hlutu að velta
fyrir sér hvort annarlegar ástæður lægju
þar að baki. Það var aldeilis raunin. Fljót-
lega kom á daginn að grunnt hafði verið á
því góða milli Nicollette Sheridans og að-
alframleiðanda þáttarins, Marcs Cherrys.
Leikkonan upplýsti að hann hefði gerst
nærgöngull við sig á tökustað og hún
kvartað undan honum við ABC-
sjónvarpsstöðina sem sýnir þættina. Í stað
stuðnings, eins og hún bjóst við, var per-
sóna Sheridans hins vegar skrifuð út úr
þáttunum í kjölfarið. Sheridan brá þá á
það ráð að kæra Cherry fyrir líkamsárás og
kynferðislega áreitni. ABC brást fyrir hönd
Cherrys til varna, kvaðst hafa rannsakað
ásakanir Sheridans og komist að þeirri
niðurstöðu að þær ættu ekki við rök að
styðjast. Athygli vekur að aðalleikkon-
urnar í Aðþrengdum eiginkonum, Teri
Hatcher, Felicity Huffman, Marcia Gross
og Eva Longoria, hafa opinberlega lýst yfir
stuðningi við Cherry í málinu. Það fór síð-
an svo að dómari í Los Angeles hafnaði
umleitan Sheridans, taldi ekki nægilegar
sannanir liggja fyrir til að málið væri dóm-
tækt.
Eftir standa málaferli vegna ólögmæts
samningsrofs og fer Sheridan fram á fúlg-
ur fjár í miskabætur. Endanleg hefnd hlýt-
ur að felast í því að fá Edie Britt skrifaða
aftur inn í Aðþrengdar eiginkonur en tæp-
ast verður af því úr þessu – búið er að
brenna hana og dreifa öskunni.
Margir líta á málið sem prófmál vestra.
Hvernig eiga þáttaframleiðendur að losa
sig við persónur framvegis fari Sheridan
með sigur af hólmi?
Spennandi verður að fylgjast með mál-
flutningi í næsta mánuði. Hvor þeirra
höfðingja skyldi annars eiga eftir að reka
málið af hálfu Edie Britt, Alan Shore eða
Denny Crane?