SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 4
4 12. júní 2011 Það er ekki lítið mál að binda trúss sitt við Liverpool og Manchester United. Stuart Pearce, þjálfari 21 árs-landsliðs Englendinga, hefur eigi að síður engar áhyggjur af því að Phil Jones og Jordan Henderson verði annars hugar þegar liðið hefur leik á Evrópu- meistaramótinu í Danmörku á morgun. „Báðir leikmenn eru gríðarlega einbeittir og unun að vinna með þeim,“ segir hann. „Þeir fengu leyfi hjá mér til að ganga frá sínum málum í vikunni og í þeirra sporum hefði ég hiklaust gert það líka. Það er vont að hafa svona mikilvægt mál hangandi yfir sér þegar maður er að fara á stórmót og ég held að þeir séu á sama máli.“ Pearce tekur þó skýrt fram að um leið og mótið er hafið fái leikmenn ekki leyfi til að skjótast frá og semja við nýtt lið. „Þegar menn eru komnir hingað til Danmerkur gengur landsliðið fyrir og allt sem getur truflað einbeitingu leikmanna minna verður illa séð.“ Pearce er ekki undrandi á því að sir Alex Ferguson og Kenny Dalglish hafi viljað tryggja sér Jones og Henderson. „Væri ég knattspyrnustjóri hjá stóru fé- lagsliði myndi ég ekki hika við að borga uppsett verð fyrir þá. Annars vegar vegna hæfileika og hins vegar vegna andlegs þroska þeirra. Þetta eru hvor tveggja skynsamir strákar sem vilja fyrir alla muni bæta sig.“ Það dregur eflaust ekki úr Pearce kjarkinn að lið hans hefur aldrei lotið í gras þegar Jones hefur leikið. Gríðarlega einbeittir og unun að vinna með þeim Stuart Pearce í essinu sínu í Danmörku í vikunni. Reuters T veir af „heitustu“ ungu leikmönn- unum í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, Phil Jones miðvörður Black- burn Rovers, og Jordan Henderson, miðvellingur Sunderland, liðuðu sig upp í vik- unni, ef svo má að orði komast – gengu til liðs við tvö sigursælustu félög Englands, Manchester United og Liverpool, fyrir háar upphæðir. Manchester United hafði ekki staðfest kaupin á Phil Jones þegar Sunnudagsmogginn fór í prentun en hann mun hafa staðist læknis- skoðun og samið um kaup og kjör við félagið í vikunni. Kaupverð liggur ekki fyrir en er talið nema 16 milljónum sterlingspunda. Ýmsum kann að þykja það hátt gjald fyrir leikmann sem aðeins hefur leikið ríflega þrjátíu leiki í ensku úrvalsdeildinni en á móti kemur að margt bendir til þess að Jones hafi burði til að komast í fremstu röð varnarmanna í Englandi á komandi misserum. Það er afar sjaldgæft að átján ára unglingur vinni sér fast sæti í liði í ensku úrvalsdeildinni – hvað þá miðvörður. Menn hafa keppst við að hæla Jones á síðustu dögum. Kevin Gallagher, fyrrverandi miðherji Blackburn, lét t.a.m. hafa eftir sér að Manchest- er United væri að fá hann á kostakjörum. Annar aðdáandi leikmannsins er Sam Allardyce, fyrr- verandi knattspyrnustjóri Blackburn, en hann henti Jones út í djúpu laugina fyrir rúmu ári. „Með tíð og tíma, þegar reynslan verður gengin í lið með honum, er ég sannfærður um að Phil mun vinna sér fast sæti í enska landsliðinu. Það hjálpar honum klárlega að fara til Manchester United, þar þroskast menn hraðar,“ segir hann. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, gengur enn lengra. Kveðst sannfærður um að Jones sé framtíðarfyrirliði enska landsliðsins. Ekki er nema ár síðan Sir Alex Ferguson festi kaup á öðrum ungum og efnilegum miðverði, Chris Smalling, sem kom fyrir 10 milljónir punda frá Fulham. Hann er 21 árs að aldri og þótti komast býsna vel frá frumsýningu sinni í Leikhúsi draumanna. Augljóst er að Sir Alex sér þetta tvíeyki fyrir sér í hjarta United-varn- arinnar til lengri tíma. Fyrst verður það þó að ryðja öðru vösku pari úr vegi, Nemanja Vidić, sem verið hefur hamrammur á liðnum leik- tíðum, og hinum gamalreynda Rio Ferdinand. Flest bendir til þess að sá síðarnefndi verði á undan til að víkja enda eldri (32 ára) og við- kvæmari fyrir meiðslum. Stór ákvörðun – stórt tækifæri Sir Alex mun án efa fylgjast spenntur með EM í Danmörku en Jones og Smalling munu að lík- indum leika þar saman með enska U21-liðinu. Enda þótt félagsskipti Jones séu ekki orðin opinber eru menn strax farnir að tjá sig um þau á Twitter. Þannig sagði Wayne Rooney, erki- spyrnir þeirra Fergusona: „Phil Jones er góður enskur leikmaður. Einn harðasti varnarmað- urinn sem ég spilaði gegn á liðnu tímabili. Hann getur líka leikið á miðjunni.“ Liverpool staðfesti í vikunni kaupin á Jordan Henderson, sem verður 21 árs á föstudaginn. Hann hefur verið fastamaður á miðjunni hjá Sunderland í tvö ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína. Svo mikla að Fabio Capello sá ástæðu til að gefa Henderson tækifæri með a- landsliði Englands gegn Frökkum síðastliðið haust. Þótti hann pluma sig ágætlega við hlið Ste- vens Gerrards, fyrirliða Liverpool, enda þótt leik- irnir hafi ekki orðið fleiri – ennþá. Form Hend- ersons dalaði er leið á veturinn en það fældi Rauða herinn ekki frá enda erfitt að hafa uppi á tvítug- um leikmanni sem er fullnuma og á aldrei vonda leiki. Liverpool hefur ekki gefið kaupverðið upp en talið er að það gæti endað í 20 milljónum punda. „Ég varð upp með mér þegar ég frétti að Liver- pool hefði áhuga,“ sagði Henderson á heimasíðu síns nýja vinnuveitanda. „Þetta var stór ákvörð- un og stórt tækifæri. Það var vitaskuld erfitt að yfirgefa Sunderland, ég er þaðan og hef fylgt lið- inu að málum allt mitt líf, en ég hlakka til fram- tíðarinnar hjá Liverpool.“ Henderson mun varla ganga inn í liðið hjá Kenny Dalglish enda engir aukvisar fyrir á miðj- unni á Anfield, hinn ört vaxandi Lucas Leiva, Raul Meireles, sem sló í gegn á sínum fyrsta vetri í Englandi, Jay Spearing, sem skaust upp á stjörnuhimininn í vor, og svo auðvitað Steven Gerrard. Henderson gerir sér fulla grein fyrir þessu en hlakkar til að æfa og spila með öllum þessum mönnum, einkum Gerrard. „Hann er einn af bestu knattspyrnumönnum heims, maður sem alla dreymir um að æfa með til að taka fram- förum. Við æfðum einu sinni saman með lands- liðinu og það var í einu orði sagt stórkostlegt.“ Vonandi nær kappinn stjörnunum fljótt úr augunum. Þeir munu landið erfa Henderson og Jones liða sig upp í Englandi Jordan Henderson og Phil Jones á æfingu með 21 árs-landsliði Englendinga í Danmörku á fimmtudaginn. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Phil Jones fæddist í Preston 21. febrúar 1992. Hann gekk til liðs við Blackburn Ro- vers tíu ára og hlaut eldskírn sína með að- alliði félagsins í deildabikarnum í september 2009. Jordan Henderson fæddist í Sunderland 17. júní 1990. Hann hefur leikið 71 deild- arleik fyrir Sunder- land frá 2008 og skorað fimm mörk. Hann var um tíma í láni hjá Coventry. Hófu ungir að leika GRÓÐURMOLD - 50 LTR Fáðu fjóra en borgaðu einungis fyrir þrjá. Stykkjaverð, kr 1290 4 fyrir 3

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.